Atvinnan skiptir öllu máli Dagur B. Eggertsson skrifar 29. maí 2010 06:00 Kæri borgarbúi! Í dag er kosið í Reykjavík. Kosningabaráttan hefur verið stutt en áherslurnar eru skýrar. Við í Samfylkingunni viljum að borgin beiti sér af fullu afli gegn atvinnuleysinu. Ástæðan er sú að ef atvinnuleysið fær að aukast þá þarf að skera niður þá þjónustu sem borgin veitir og hækka skatta eða gjaldskrár, til dæmis á leikskólum. Atvinnan er grunnurinn að öllu hinu. Við höfum lagt fram útfærða aðgerðaráætlun sem virkaði í Árósum og í kreppunni miklu í Bandaríkjunum. Við viljum flýta framkvæmdum, leggja áherslu á viðhaldsverkefni við skóla, leikskóla, þjónustumiðstöðvar aldraðra, sundlaugar og uppbyggingu í hverfum borgarinnar. Við verðum verðum að skapa fjölbreytt störf fyrir ungt fólk og koma af stað fjárfestingu. Þannig komum við vinnufúsum höndum til starfa. Í skólamálum leggjum við áherslu á að stöðva niðurskurðinn og standa vörð um faglegt starf. Vanlíðan stráka er aðkallandi vandamál sem þarf að veita miklu meiri athygli og einnig þarf að tryggja að ekkert barn sé án hollra skólamáltíða vegna fjárhagsstöðu foreldra. Samfylkingin sættir sig ekki við sístækkandi raðir eftir matargjöfum hjálparstofnana. Við viljum hækka grunnframfærslu til þeirra sem hafa minnst á milli handanna. Við viljum líka styrkja frístundakort barna svo ekkert barn hrekist úr íþróttum eða æskulýðsstarfi vegna efnahags. Í þriðja lagi þarf af fjölga öruggum valkostum í húsnæðismálum með því að koma upp almennum leigumarkaði í Reykjavík. Þessi metnaðarfulla stefna er afrakstur hugmyndavinnu undanfarinna missera sem hefur meðal annars farið fram á tugum heimafunda um alla borg og á Reykjavíkurþingi. Allt er þetta nýbreytni í stefnumótun stjórnmálaflokka í borginni. Kæru kjósendur. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur hugmyndirnar sem við berjumst fyrir og veita okkur umboð til að hrinda þeim í framkvæmd. Á framboðslista Samfylkingarinnar er úrvalsfólk sem ég er stoltur af enda góð blanda af endurnýjun og reynslu. Þetta er kraftmikill hópur með mikla þekkingu á verkefnum Reykjavíkurborgar. Ég vona að við fáum þinn stuðning. Dagur B. Eggertsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri borgarbúi! Í dag er kosið í Reykjavík. Kosningabaráttan hefur verið stutt en áherslurnar eru skýrar. Við í Samfylkingunni viljum að borgin beiti sér af fullu afli gegn atvinnuleysinu. Ástæðan er sú að ef atvinnuleysið fær að aukast þá þarf að skera niður þá þjónustu sem borgin veitir og hækka skatta eða gjaldskrár, til dæmis á leikskólum. Atvinnan er grunnurinn að öllu hinu. Við höfum lagt fram útfærða aðgerðaráætlun sem virkaði í Árósum og í kreppunni miklu í Bandaríkjunum. Við viljum flýta framkvæmdum, leggja áherslu á viðhaldsverkefni við skóla, leikskóla, þjónustumiðstöðvar aldraðra, sundlaugar og uppbyggingu í hverfum borgarinnar. Við verðum verðum að skapa fjölbreytt störf fyrir ungt fólk og koma af stað fjárfestingu. Þannig komum við vinnufúsum höndum til starfa. Í skólamálum leggjum við áherslu á að stöðva niðurskurðinn og standa vörð um faglegt starf. Vanlíðan stráka er aðkallandi vandamál sem þarf að veita miklu meiri athygli og einnig þarf að tryggja að ekkert barn sé án hollra skólamáltíða vegna fjárhagsstöðu foreldra. Samfylkingin sættir sig ekki við sístækkandi raðir eftir matargjöfum hjálparstofnana. Við viljum hækka grunnframfærslu til þeirra sem hafa minnst á milli handanna. Við viljum líka styrkja frístundakort barna svo ekkert barn hrekist úr íþróttum eða æskulýðsstarfi vegna efnahags. Í þriðja lagi þarf af fjölga öruggum valkostum í húsnæðismálum með því að koma upp almennum leigumarkaði í Reykjavík. Þessi metnaðarfulla stefna er afrakstur hugmyndavinnu undanfarinna missera sem hefur meðal annars farið fram á tugum heimafunda um alla borg og á Reykjavíkurþingi. Allt er þetta nýbreytni í stefnumótun stjórnmálaflokka í borginni. Kæru kjósendur. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur hugmyndirnar sem við berjumst fyrir og veita okkur umboð til að hrinda þeim í framkvæmd. Á framboðslista Samfylkingarinnar er úrvalsfólk sem ég er stoltur af enda góð blanda af endurnýjun og reynslu. Þetta er kraftmikill hópur með mikla þekkingu á verkefnum Reykjavíkurborgar. Ég vona að við fáum þinn stuðning. Dagur B. Eggertsson.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar