Framsóknarflokknum boðið atvinnumálaráðuneyti Valur Grettisson skrifar 28. desember 2010 20:54 Þingmenn innan Vinstri grænna og Samfylkingarinnar, hafa boðið Framsóknarflokknum nýtt atvinnumálaráðuneyti, sem verður til við lagabreytingu 1. mars næstkomandi, gangi Framsókn inn í viðkvæmt meirihlutasamstarf. Þetta hefur Vísir samkvæmt heimildum, auk þess sem Gísli Baldvinsson, sem hefur sinnt trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna á Akureyri, bloggar um þetta á vefsvæði sínu á Eyjunni. Eins og Fréttablaðið greindi frá í dag telur Lilja Mósesdóttir ekki útilokað að hún segi sig úr Vinstri grænum vegna djúpstæðs ágreinings. Mikil ólga er innan þingflokks VG eftir að þrír þingmenn sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins fyrir jól. Það voru þau Lilja, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason sem tóku þá sögulegu afstöðu. Óhætt er að segja að meirhlutasamstarfið sé verulega laskað eftir atkvæðagreiðsluna. Einn viðmælandi Vísis, þingmaður í stjórnarandstöðu, sagði villikettina svokölluðu, í raun verja ríkisstjórnina vantrausti. Þingflokkur VG mun funda í næstu viku og samkvæmt heimildum Vísis þá bíða menn átekta þangað til þá. Aftur á móti eru þingmenn úr stjórnarflokkunum að ræða óformlega við þingmenn Framsóknarflokksins. Meðal annars um nýjan málefnasamning. Það vakti hinsvegar athygli að Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði í viðtali við Vísi í dag að engar þreifingar ættu sér stað og tók skýrt fyrir það að flokkurinn hygðist fara í samstarf með ríkisstjórninni. Staða Framsóknarflokksins mun ekki vera minna flókin en ástandið innan VG. Þannig segja heimildir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, sé ekki á þeim buxunum að ganga til samstarfs við ríkisstjórnina, en Gunnar Bragi endurspeglaði þau viðbrögð í viðtali við Vísi í dag. Þá líta menn til Guðmunds Steingrímssonar sem næsta formannsefnis flokksins en aðalfundur Framsóknarflokksins ætti að öllu jöfnu að vera haldinn í byrjun næsta árs. Aftur á móti var ekki boðað til aðalfundar á síðast miðstjórnaþingi Framsóknarflokksins. Því er óljóst hvort eining náist innan Framsóknarflokksins um að fara inn í meirihlutasamstarfið. Það er hinsvegar sáttavilji í þingmönnum VG eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 og því ekki útilokað að þingflokksfundurinn sem verður haldinn á nýju ári lægi öldurnar. Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Þingmenn innan Vinstri grænna og Samfylkingarinnar, hafa boðið Framsóknarflokknum nýtt atvinnumálaráðuneyti, sem verður til við lagabreytingu 1. mars næstkomandi, gangi Framsókn inn í viðkvæmt meirihlutasamstarf. Þetta hefur Vísir samkvæmt heimildum, auk þess sem Gísli Baldvinsson, sem hefur sinnt trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna á Akureyri, bloggar um þetta á vefsvæði sínu á Eyjunni. Eins og Fréttablaðið greindi frá í dag telur Lilja Mósesdóttir ekki útilokað að hún segi sig úr Vinstri grænum vegna djúpstæðs ágreinings. Mikil ólga er innan þingflokks VG eftir að þrír þingmenn sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins fyrir jól. Það voru þau Lilja, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason sem tóku þá sögulegu afstöðu. Óhætt er að segja að meirhlutasamstarfið sé verulega laskað eftir atkvæðagreiðsluna. Einn viðmælandi Vísis, þingmaður í stjórnarandstöðu, sagði villikettina svokölluðu, í raun verja ríkisstjórnina vantrausti. Þingflokkur VG mun funda í næstu viku og samkvæmt heimildum Vísis þá bíða menn átekta þangað til þá. Aftur á móti eru þingmenn úr stjórnarflokkunum að ræða óformlega við þingmenn Framsóknarflokksins. Meðal annars um nýjan málefnasamning. Það vakti hinsvegar athygli að Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði í viðtali við Vísi í dag að engar þreifingar ættu sér stað og tók skýrt fyrir það að flokkurinn hygðist fara í samstarf með ríkisstjórninni. Staða Framsóknarflokksins mun ekki vera minna flókin en ástandið innan VG. Þannig segja heimildir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, sé ekki á þeim buxunum að ganga til samstarfs við ríkisstjórnina, en Gunnar Bragi endurspeglaði þau viðbrögð í viðtali við Vísi í dag. Þá líta menn til Guðmunds Steingrímssonar sem næsta formannsefnis flokksins en aðalfundur Framsóknarflokksins ætti að öllu jöfnu að vera haldinn í byrjun næsta árs. Aftur á móti var ekki boðað til aðalfundar á síðast miðstjórnaþingi Framsóknarflokksins. Því er óljóst hvort eining náist innan Framsóknarflokksins um að fara inn í meirihlutasamstarfið. Það er hinsvegar sáttavilji í þingmönnum VG eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 og því ekki útilokað að þingflokksfundurinn sem verður haldinn á nýju ári lægi öldurnar.
Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira