Framsóknarflokknum boðið atvinnumálaráðuneyti Valur Grettisson skrifar 28. desember 2010 20:54 Þingmenn innan Vinstri grænna og Samfylkingarinnar, hafa boðið Framsóknarflokknum nýtt atvinnumálaráðuneyti, sem verður til við lagabreytingu 1. mars næstkomandi, gangi Framsókn inn í viðkvæmt meirihlutasamstarf. Þetta hefur Vísir samkvæmt heimildum, auk þess sem Gísli Baldvinsson, sem hefur sinnt trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna á Akureyri, bloggar um þetta á vefsvæði sínu á Eyjunni. Eins og Fréttablaðið greindi frá í dag telur Lilja Mósesdóttir ekki útilokað að hún segi sig úr Vinstri grænum vegna djúpstæðs ágreinings. Mikil ólga er innan þingflokks VG eftir að þrír þingmenn sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins fyrir jól. Það voru þau Lilja, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason sem tóku þá sögulegu afstöðu. Óhætt er að segja að meirhlutasamstarfið sé verulega laskað eftir atkvæðagreiðsluna. Einn viðmælandi Vísis, þingmaður í stjórnarandstöðu, sagði villikettina svokölluðu, í raun verja ríkisstjórnina vantrausti. Þingflokkur VG mun funda í næstu viku og samkvæmt heimildum Vísis þá bíða menn átekta þangað til þá. Aftur á móti eru þingmenn úr stjórnarflokkunum að ræða óformlega við þingmenn Framsóknarflokksins. Meðal annars um nýjan málefnasamning. Það vakti hinsvegar athygli að Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði í viðtali við Vísi í dag að engar þreifingar ættu sér stað og tók skýrt fyrir það að flokkurinn hygðist fara í samstarf með ríkisstjórninni. Staða Framsóknarflokksins mun ekki vera minna flókin en ástandið innan VG. Þannig segja heimildir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, sé ekki á þeim buxunum að ganga til samstarfs við ríkisstjórnina, en Gunnar Bragi endurspeglaði þau viðbrögð í viðtali við Vísi í dag. Þá líta menn til Guðmunds Steingrímssonar sem næsta formannsefnis flokksins en aðalfundur Framsóknarflokksins ætti að öllu jöfnu að vera haldinn í byrjun næsta árs. Aftur á móti var ekki boðað til aðalfundar á síðast miðstjórnaþingi Framsóknarflokksins. Því er óljóst hvort eining náist innan Framsóknarflokksins um að fara inn í meirihlutasamstarfið. Það er hinsvegar sáttavilji í þingmönnum VG eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 og því ekki útilokað að þingflokksfundurinn sem verður haldinn á nýju ári lægi öldurnar. Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Sjá meira
Þingmenn innan Vinstri grænna og Samfylkingarinnar, hafa boðið Framsóknarflokknum nýtt atvinnumálaráðuneyti, sem verður til við lagabreytingu 1. mars næstkomandi, gangi Framsókn inn í viðkvæmt meirihlutasamstarf. Þetta hefur Vísir samkvæmt heimildum, auk þess sem Gísli Baldvinsson, sem hefur sinnt trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna á Akureyri, bloggar um þetta á vefsvæði sínu á Eyjunni. Eins og Fréttablaðið greindi frá í dag telur Lilja Mósesdóttir ekki útilokað að hún segi sig úr Vinstri grænum vegna djúpstæðs ágreinings. Mikil ólga er innan þingflokks VG eftir að þrír þingmenn sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins fyrir jól. Það voru þau Lilja, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason sem tóku þá sögulegu afstöðu. Óhætt er að segja að meirhlutasamstarfið sé verulega laskað eftir atkvæðagreiðsluna. Einn viðmælandi Vísis, þingmaður í stjórnarandstöðu, sagði villikettina svokölluðu, í raun verja ríkisstjórnina vantrausti. Þingflokkur VG mun funda í næstu viku og samkvæmt heimildum Vísis þá bíða menn átekta þangað til þá. Aftur á móti eru þingmenn úr stjórnarflokkunum að ræða óformlega við þingmenn Framsóknarflokksins. Meðal annars um nýjan málefnasamning. Það vakti hinsvegar athygli að Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði í viðtali við Vísi í dag að engar þreifingar ættu sér stað og tók skýrt fyrir það að flokkurinn hygðist fara í samstarf með ríkisstjórninni. Staða Framsóknarflokksins mun ekki vera minna flókin en ástandið innan VG. Þannig segja heimildir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, sé ekki á þeim buxunum að ganga til samstarfs við ríkisstjórnina, en Gunnar Bragi endurspeglaði þau viðbrögð í viðtali við Vísi í dag. Þá líta menn til Guðmunds Steingrímssonar sem næsta formannsefnis flokksins en aðalfundur Framsóknarflokksins ætti að öllu jöfnu að vera haldinn í byrjun næsta árs. Aftur á móti var ekki boðað til aðalfundar á síðast miðstjórnaþingi Framsóknarflokksins. Því er óljóst hvort eining náist innan Framsóknarflokksins um að fara inn í meirihlutasamstarfið. Það er hinsvegar sáttavilji í þingmönnum VG eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 og því ekki útilokað að þingflokksfundurinn sem verður haldinn á nýju ári lægi öldurnar.
Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Sjá meira