Nauðsynlegur orðhengilsháttur Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 23. september 2010 06:00 Fordómar, eða hvernig alið er á þeim, er sjaldnast þægilegt umræðuefni. Flest viljum við vinna bug á okkar fordómum. Fæst viljum við vera þátttakendur í að ala á þeim. Og að ala á þeim er oftast ekki með einbeittum vilja gert. Það er eðli gamalla ranghugmynda um ákveðna hópa að læða sér inn í tungumálið. Hver kannast ekki við að hafa gripið til orða sem hamra á úr sér gengnum hugmyndum um minnihlutahópa? Ranghugmyndir um geðsjúka lifa góðu lífi. Geðsjúklingar eru hættulegir og vondir. Í bíómyndum og glæpaþáttum eru glæpamenn oftar en ekki geðsjúklingar. Engu að síður sýna rannsóknir að geðsjúkir fremja ekki fleiri glæpi en annað fólk. Í fræðsluriti Rauða krossins um geðsjúkdóma segir: „Flestir glæpamenn hafa ekki vald á eðlilegum samskiptum við annað fólk og hafa ekki náð að laga sig að þeim lögum og reglum sem gilda í þjóðfélaginu. Hvorugt af þessu er hægt að kalla geðsjúkdóm heldur er um að ræða félagslegan eða sálrænan vanda.“ Því er alltaf hætt við að baráttumálin litlu endi sem mús í kjaftinum á þeim stóru. Andri Snær skrifar grein og vekur þarfa umræðu um orkustjórnun landsins. Um leið læðist þó ljót mýta um geðsjúklinginn vonda og hættulega inn í greinina. Andri Snær má eiga það að hafa ekki viljandi ætlað að ala á fordómum. Þöggun er hins vegar ekki í boði, eða að litið sé framhjá því að þessi mýta smeygi sér þarna svo rækilega og oft inn í mikið lesna grein. Ármann Jakobsson skrifar grein á vefsíðuna Smugan.is sem fjallar meðal annars um að ekki mega festa sig í orðhengilshætti. „En alldæmigert er þetta fyrir þann orðhengilshátt og hræðslu við kjarna málsins sem Halldór Laxness nefnir í Innansveitarkróniku. Ef þetta er ekki að drepa málum á dreif, þá kann ég ekki helskó að binda.“ Að festa sig ekki í orðhengilshætti á oft við í umræðu – en aldrei um fordóma. Fordómum hættir nefnilega til að leynast á milli laga. Leynast í texta, dyljast í umræðunni. Fordómarnir koma sjaldnast upp á yfirborðið öðruvísi. Og þá þarf að benda á þá, sama þótt örlítið ryk falli á frábær rit eða ágætis fólk. Það er nefnilega ástæða fyrir því að þrátt fyrir heljarinnar mikla baráttu geðsjúkra í áratugi eru aðeins fimm ár síðan einn af hverjum sjö Íslendinga (samkvæmt rannsókn IMG Gallup fyrir Rauða kross Íslands) sagðist ekki vilja búa í nábýli við geðfatlaðan einstakling. Geðsjúkir eiga einnig erfiðara með að fá vinnu (sem er ein mikilvægasta leið að bata). Ástæðurnar fyrir þessum fordómum eru margþættar en mjög margir leggja að því líkum að fjölmiðlar og staðalímynd sem birtist oft þar af geðsjúkum, skipti þar sköpum. Tungumálið er verkfæri. Því er ekki hægt að halda því fram að grein á við grein Andra Snæs skipti engu máli. Sama þótt um óvitaskap hafi verið að ræða. Í áðurnefndri könnun IMG Gallup þar sem viðhorf Íslendinga til geðsjúkra var skoðað var viðhorf til múslima kannað um leið. Fordómar gegn múslimum eru enn meiri, einn af hverjum fimm vildi ekki búa í nábýli við þá. Kannski væri einfaldara að skipta út orðum til að útskýra á hvaða hátt grein Andra Snæs snerti marga geðsjúklinga. Múslimar hafa síðustu árin þurft að berjast við hugmyndir hins vestræna heims um að þeir séu kvenhatarar og öfgafullir hryðjuverkamenn. Hvað ef Andri Snær hefði skrifað grein, tja, til að mynda um kvennabaráttuna og notað orðin „múslimsk“ hegðun og „múslimsk“ framkoma til að lýsa því hvernig kvenhatur getur orðið sem verst. Sumir múslimar eru jú vondir við konur. En örugglega ekki fleiri en sá hópur siðblindra einstaklinga sem tilheyra flokknum geðsjúkir. Að lokum. Í Bakþönkum mínum sem birtust í Fréttablaðinu 15. september minntist ég á að „oft“ væru geðsjúklingar frjóir í hugsun. Rétt er að taka fram að þrátt fyrir að það einkenni sé viðurkennt einkenni á ákveðnum geðsjúkdómi, geðhvörfum, er slíkt ekki algilt, eins og Ármann bendir á í grein sinni „Rithöfundar og listamenn sem verða geðveikir eru mun frægari en öskukarlar sem verða það. Þess vegna halda margir að skapandi fólki sé hættara við geðveiki en öðrum. En sú goðsögn stenst ekki.“ Ég held að enginn vilji setja geðsjúkdóma upp á stall. Hins vegar hafa margir reynt að ræða um geðsjúkdóma, og góðu hliðarnar, sem mótvægi við umræðu sem hefur verið neikvæð í margar aldir. Það er óþarfa hræðsla að geðveikir sé þar með komnir í guða tölu því þar enda geðsjúkir seint. Eitt það mikilvægasta fyrir bata geðveikra er hins vegar að samfélagið taki þeim opnum örmum. Það hef ég reynt sjálf, eftir veru á geðdeild. Og við Ármann erum sammála þegar hann segir að það sé eiginlega betra að tala meira um geðveiki en minna, það geti dregið úr hræðslunni. Undir hvaða formerkjum það er gert – skiptir hins vegar höfuðmáli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Fordómar, eða hvernig alið er á þeim, er sjaldnast þægilegt umræðuefni. Flest viljum við vinna bug á okkar fordómum. Fæst viljum við vera þátttakendur í að ala á þeim. Og að ala á þeim er oftast ekki með einbeittum vilja gert. Það er eðli gamalla ranghugmynda um ákveðna hópa að læða sér inn í tungumálið. Hver kannast ekki við að hafa gripið til orða sem hamra á úr sér gengnum hugmyndum um minnihlutahópa? Ranghugmyndir um geðsjúka lifa góðu lífi. Geðsjúklingar eru hættulegir og vondir. Í bíómyndum og glæpaþáttum eru glæpamenn oftar en ekki geðsjúklingar. Engu að síður sýna rannsóknir að geðsjúkir fremja ekki fleiri glæpi en annað fólk. Í fræðsluriti Rauða krossins um geðsjúkdóma segir: „Flestir glæpamenn hafa ekki vald á eðlilegum samskiptum við annað fólk og hafa ekki náð að laga sig að þeim lögum og reglum sem gilda í þjóðfélaginu. Hvorugt af þessu er hægt að kalla geðsjúkdóm heldur er um að ræða félagslegan eða sálrænan vanda.“ Því er alltaf hætt við að baráttumálin litlu endi sem mús í kjaftinum á þeim stóru. Andri Snær skrifar grein og vekur þarfa umræðu um orkustjórnun landsins. Um leið læðist þó ljót mýta um geðsjúklinginn vonda og hættulega inn í greinina. Andri Snær má eiga það að hafa ekki viljandi ætlað að ala á fordómum. Þöggun er hins vegar ekki í boði, eða að litið sé framhjá því að þessi mýta smeygi sér þarna svo rækilega og oft inn í mikið lesna grein. Ármann Jakobsson skrifar grein á vefsíðuna Smugan.is sem fjallar meðal annars um að ekki mega festa sig í orðhengilshætti. „En alldæmigert er þetta fyrir þann orðhengilshátt og hræðslu við kjarna málsins sem Halldór Laxness nefnir í Innansveitarkróniku. Ef þetta er ekki að drepa málum á dreif, þá kann ég ekki helskó að binda.“ Að festa sig ekki í orðhengilshætti á oft við í umræðu – en aldrei um fordóma. Fordómum hættir nefnilega til að leynast á milli laga. Leynast í texta, dyljast í umræðunni. Fordómarnir koma sjaldnast upp á yfirborðið öðruvísi. Og þá þarf að benda á þá, sama þótt örlítið ryk falli á frábær rit eða ágætis fólk. Það er nefnilega ástæða fyrir því að þrátt fyrir heljarinnar mikla baráttu geðsjúkra í áratugi eru aðeins fimm ár síðan einn af hverjum sjö Íslendinga (samkvæmt rannsókn IMG Gallup fyrir Rauða kross Íslands) sagðist ekki vilja búa í nábýli við geðfatlaðan einstakling. Geðsjúkir eiga einnig erfiðara með að fá vinnu (sem er ein mikilvægasta leið að bata). Ástæðurnar fyrir þessum fordómum eru margþættar en mjög margir leggja að því líkum að fjölmiðlar og staðalímynd sem birtist oft þar af geðsjúkum, skipti þar sköpum. Tungumálið er verkfæri. Því er ekki hægt að halda því fram að grein á við grein Andra Snæs skipti engu máli. Sama þótt um óvitaskap hafi verið að ræða. Í áðurnefndri könnun IMG Gallup þar sem viðhorf Íslendinga til geðsjúkra var skoðað var viðhorf til múslima kannað um leið. Fordómar gegn múslimum eru enn meiri, einn af hverjum fimm vildi ekki búa í nábýli við þá. Kannski væri einfaldara að skipta út orðum til að útskýra á hvaða hátt grein Andra Snæs snerti marga geðsjúklinga. Múslimar hafa síðustu árin þurft að berjast við hugmyndir hins vestræna heims um að þeir séu kvenhatarar og öfgafullir hryðjuverkamenn. Hvað ef Andri Snær hefði skrifað grein, tja, til að mynda um kvennabaráttuna og notað orðin „múslimsk“ hegðun og „múslimsk“ framkoma til að lýsa því hvernig kvenhatur getur orðið sem verst. Sumir múslimar eru jú vondir við konur. En örugglega ekki fleiri en sá hópur siðblindra einstaklinga sem tilheyra flokknum geðsjúkir. Að lokum. Í Bakþönkum mínum sem birtust í Fréttablaðinu 15. september minntist ég á að „oft“ væru geðsjúklingar frjóir í hugsun. Rétt er að taka fram að þrátt fyrir að það einkenni sé viðurkennt einkenni á ákveðnum geðsjúkdómi, geðhvörfum, er slíkt ekki algilt, eins og Ármann bendir á í grein sinni „Rithöfundar og listamenn sem verða geðveikir eru mun frægari en öskukarlar sem verða það. Þess vegna halda margir að skapandi fólki sé hættara við geðveiki en öðrum. En sú goðsögn stenst ekki.“ Ég held að enginn vilji setja geðsjúkdóma upp á stall. Hins vegar hafa margir reynt að ræða um geðsjúkdóma, og góðu hliðarnar, sem mótvægi við umræðu sem hefur verið neikvæð í margar aldir. Það er óþarfa hræðsla að geðveikir sé þar með komnir í guða tölu því þar enda geðsjúkir seint. Eitt það mikilvægasta fyrir bata geðveikra er hins vegar að samfélagið taki þeim opnum örmum. Það hef ég reynt sjálf, eftir veru á geðdeild. Og við Ármann erum sammála þegar hann segir að það sé eiginlega betra að tala meira um geðveiki en minna, það geti dregið úr hræðslunni. Undir hvaða formerkjum það er gert – skiptir hins vegar höfuðmáli.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun