Bandaríkjamenn falla fyrir teboðinu Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. október 2010 04:00 Slagorðin vantar ekki á kosningaspjöldin þegar Teboðshreyfingin heldur fundi. Nordicphotos/AFP Örlög demókrata virðast þegar ráðin fyrir þingkosningarnar í næstu viku. Repúblikanar njóta mikils meðbyrs, og þakka það ekki síst hinni umdeildu Teboðshreyfingu, sem hefur vakið athygli fyrir skrautlegan málflutning á köflum. Ljóst þykir að bandarískir demókratar muni missa töluvert af þingsætum í kosningunum, sem haldnar verða á þriðjudaginn í næstu viku. Spurningin snýst nú orðið eingöngu um það hversu stór sigur repúblikana verður, og munar þá mestu um hvort repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeild eins og nú virðast horfur á, eða jafnvel báðum deildum Bandaríkjaþings, sem mögulegt virðist. Velgengni repúblikana í skoðanakönnunum er að stórum hluta byggð á vinsældum Teboðshreyfingarinnar svonefndu, sem hefur verið áberandi í bandarískri stjórnmálaumræðu síðustu misserin. Teboðshreyfingin þykir þó á köflum öfgakennd í málflutningi, svo hófsamir repúblikanar óttast sigurgöngu hennar ekkert síður en demókratar. Sérstaklega hafa margvísleg ummæli frambjóðanda hreyfingarinnar til öldungadeildarþingsætis fyrir Delaware vakið furðu. Hún hefur til dæmis fullyrt að þróunarkenningin sé goðsögn: „Hvers vegna eru apar þá ekki enn að þróast í menn?" spurði hún. Einnig hélt hún því fram að bandarískir vísindamenn væru að rækta saman menn og dýr með þeim árangri að á rannsóknarstofum þeirra væru nú til „mýs með fullvirka mannsheila". Þá hefur hún lagt mikla áherslu á nauðsyn skírlífis og telur frjálsræði í kynferðismálum hafa haft skelfilegar afleiðingar: „Við fengum kynlífsbyltinguna á sjöunda áratugnum og nú er fólk að deyja úr alnæmi," sagði hún eitt sinn. Við sama tækifæri sagði hún aðskilnað kristni og skólastarfs hafa haft skelfilegar afleiðingar: „Við fjarlægðum Biblíuna og bænahald úr almenningsskólum, og nú er verið að skjóta á fólk í hverri viku."Smellið til að sjá myndina stærri.Þetta eru kannski öfgakenndustu dæmin, en samkvæmt skoðanakönnunum eru áherslur stuðningsmanna hreyfingarinnar dálítið langt úti á jaðri stjórnmálanna. Þannig er yfirgnæfandi meirihluti þeirra til dæmis á móti auknum réttindum samkynhneigðra. Þeir eru einnig almennt andvígir miklum samskiptum stjórnvalda við múslimaríki og þeir vilja sýna innflytjendum fulla hörku.Þekktasti málsvari Teboðshreyfingarinnar er Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska, sem John McCain fékk til að vera varaforsetaefni hans í forsetakosningunum fyrir tveimur árum. Hún er ekki í framboði nú, en heldur áfram að vekja athygli á hreyfingunni með afdráttarlausum yfirlýsingum af ýmsu tagi. Demókratar vonuðust reyndar lengi vel til þess að öfgar Teboðshreyfingarinnar yrðu til þess að fæla kjósendur frá Repúblikanaflokknum. Sú þróun myndi þá vinna á móti óánægju Bandaríkjamanna með Demókrataflokkinn, nú þegar Barack Obama hefur glímt í tvö ár með misjöfnum árangri við bæði erfiða efnahagskreppu og óvinsæla hernaðararfleifð fyrri stjórnar Repúblikanaflokksins. Sú virðist þó ekki ætla að verða raunin. Sigurganga repúblikana með Teboðshreyfinguna í fararbroddi fer ekki framhjá neinum lengur.Sarah Palin er einn forsprakka Teboðshreyfingarinnar.Teboðshreyfingin nýja Nýja teboðshreyfingin fór af stað með látum snemma árs 2009 og efndi til mótmæla gegn ríkisstjórn Baracks Obama víða um Bandaríkin. Hún á sér þó rætur í sams konar mótmælum sem efnt hefur verið til nokkuð reglulega síðustu áratugina þar í landi. Boðskapurinn er einfaldur: skattar eru ranglátir, ríkisútgjöldum á að halda í lágmarki. Við þetta bætast ýmsar kristilegar áherslur, misjafnlega sérvitringslegar. Uppistaðan í hreyfingunni er laustengdir einstaklingar yst til hægri í Repúblikanaflokknum, með dyggum stuðningi fjársterkra repúblikana.Fræg mynd af atburðinum í Boston eftir Nathaniel Currier.Teboðið í Boston 1773 Teboðshreyfingin er nefnd eftir „teboðinu í Boston", sögufrægri mótmælaaðgerð sem átti sér stað í desember árið 1773, þremur árum áður en Bandaríkjamenn sögðu skilið við Bretland og stofnuðu sjálfstætt ríki. Hópur manna réðst um borð í þrjú skip frá Bretlandi, sem lágu í höfninni í Boston, og eyðilögðu þar þrjá heila skipsfarma af tei með því að henda því í höfnina. Með þessu vildu þeir mótmæla skattlagningu breska konungsins á te, sem flutt var frá breskum nýlendum í Austurlöndum til Bretlands og þaðan aftur til Bandaríkjanna. Bandaríkjamönnum þótti ranglátt að þurfa að greiða þennan skatt, og mótmælin í Boston urðu til þess að efla sjálfstæðishreyfingu þeirra. Skroll-Fréttir Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Fleiri fréttir Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Sjá meira
Örlög demókrata virðast þegar ráðin fyrir þingkosningarnar í næstu viku. Repúblikanar njóta mikils meðbyrs, og þakka það ekki síst hinni umdeildu Teboðshreyfingu, sem hefur vakið athygli fyrir skrautlegan málflutning á köflum. Ljóst þykir að bandarískir demókratar muni missa töluvert af þingsætum í kosningunum, sem haldnar verða á þriðjudaginn í næstu viku. Spurningin snýst nú orðið eingöngu um það hversu stór sigur repúblikana verður, og munar þá mestu um hvort repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeild eins og nú virðast horfur á, eða jafnvel báðum deildum Bandaríkjaþings, sem mögulegt virðist. Velgengni repúblikana í skoðanakönnunum er að stórum hluta byggð á vinsældum Teboðshreyfingarinnar svonefndu, sem hefur verið áberandi í bandarískri stjórnmálaumræðu síðustu misserin. Teboðshreyfingin þykir þó á köflum öfgakennd í málflutningi, svo hófsamir repúblikanar óttast sigurgöngu hennar ekkert síður en demókratar. Sérstaklega hafa margvísleg ummæli frambjóðanda hreyfingarinnar til öldungadeildarþingsætis fyrir Delaware vakið furðu. Hún hefur til dæmis fullyrt að þróunarkenningin sé goðsögn: „Hvers vegna eru apar þá ekki enn að þróast í menn?" spurði hún. Einnig hélt hún því fram að bandarískir vísindamenn væru að rækta saman menn og dýr með þeim árangri að á rannsóknarstofum þeirra væru nú til „mýs með fullvirka mannsheila". Þá hefur hún lagt mikla áherslu á nauðsyn skírlífis og telur frjálsræði í kynferðismálum hafa haft skelfilegar afleiðingar: „Við fengum kynlífsbyltinguna á sjöunda áratugnum og nú er fólk að deyja úr alnæmi," sagði hún eitt sinn. Við sama tækifæri sagði hún aðskilnað kristni og skólastarfs hafa haft skelfilegar afleiðingar: „Við fjarlægðum Biblíuna og bænahald úr almenningsskólum, og nú er verið að skjóta á fólk í hverri viku."Smellið til að sjá myndina stærri.Þetta eru kannski öfgakenndustu dæmin, en samkvæmt skoðanakönnunum eru áherslur stuðningsmanna hreyfingarinnar dálítið langt úti á jaðri stjórnmálanna. Þannig er yfirgnæfandi meirihluti þeirra til dæmis á móti auknum réttindum samkynhneigðra. Þeir eru einnig almennt andvígir miklum samskiptum stjórnvalda við múslimaríki og þeir vilja sýna innflytjendum fulla hörku.Þekktasti málsvari Teboðshreyfingarinnar er Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska, sem John McCain fékk til að vera varaforsetaefni hans í forsetakosningunum fyrir tveimur árum. Hún er ekki í framboði nú, en heldur áfram að vekja athygli á hreyfingunni með afdráttarlausum yfirlýsingum af ýmsu tagi. Demókratar vonuðust reyndar lengi vel til þess að öfgar Teboðshreyfingarinnar yrðu til þess að fæla kjósendur frá Repúblikanaflokknum. Sú þróun myndi þá vinna á móti óánægju Bandaríkjamanna með Demókrataflokkinn, nú þegar Barack Obama hefur glímt í tvö ár með misjöfnum árangri við bæði erfiða efnahagskreppu og óvinsæla hernaðararfleifð fyrri stjórnar Repúblikanaflokksins. Sú virðist þó ekki ætla að verða raunin. Sigurganga repúblikana með Teboðshreyfinguna í fararbroddi fer ekki framhjá neinum lengur.Sarah Palin er einn forsprakka Teboðshreyfingarinnar.Teboðshreyfingin nýja Nýja teboðshreyfingin fór af stað með látum snemma árs 2009 og efndi til mótmæla gegn ríkisstjórn Baracks Obama víða um Bandaríkin. Hún á sér þó rætur í sams konar mótmælum sem efnt hefur verið til nokkuð reglulega síðustu áratugina þar í landi. Boðskapurinn er einfaldur: skattar eru ranglátir, ríkisútgjöldum á að halda í lágmarki. Við þetta bætast ýmsar kristilegar áherslur, misjafnlega sérvitringslegar. Uppistaðan í hreyfingunni er laustengdir einstaklingar yst til hægri í Repúblikanaflokknum, með dyggum stuðningi fjársterkra repúblikana.Fræg mynd af atburðinum í Boston eftir Nathaniel Currier.Teboðið í Boston 1773 Teboðshreyfingin er nefnd eftir „teboðinu í Boston", sögufrægri mótmælaaðgerð sem átti sér stað í desember árið 1773, þremur árum áður en Bandaríkjamenn sögðu skilið við Bretland og stofnuðu sjálfstætt ríki. Hópur manna réðst um borð í þrjú skip frá Bretlandi, sem lágu í höfninni í Boston, og eyðilögðu þar þrjá heila skipsfarma af tei með því að henda því í höfnina. Með þessu vildu þeir mótmæla skattlagningu breska konungsins á te, sem flutt var frá breskum nýlendum í Austurlöndum til Bretlands og þaðan aftur til Bandaríkjanna. Bandaríkjamönnum þótti ranglátt að þurfa að greiða þennan skatt, og mótmælin í Boston urðu til þess að efla sjálfstæðishreyfingu þeirra.
Skroll-Fréttir Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Fleiri fréttir Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent