Denver fór illa með heitt lið Oklahoma í nótt. Oklahoma búið að vinna 12 af síðustu 14 en Denver hafði tapað tveim leikjum í röð áður en liðið mætti Oklahoma.
Denver hafði gríðarlega yfirburði í leiknum og leiddi með allt að 40 stigum þegar best lét.
Oklahoma hefur samt með sprettinum komið sér í stöðu til þess að komast í úrslitakeppnina. Þrátt fyrir það vill þjálfari liðsins ekki ræða úrslitakeppnina. Hann segir enn vera langt í land með að liðið nái því takmarki.
Úrslit næturinnar:
Atlanta-Philadelphia 112-93
Orlando-Golden State 117-90
Boston-Charlotte 104-80
NJ Nets-Cleveland 92-111
NY Knicks-Detroit 128-104
Milwaukee-Washington 100-87
New Orleans-Memphis 100-104
Dallas-Minnesota 112-109
Houston-Sacramento 81-84
Denver-Oklahoma 119-90
Portland-Indiana 102-79
LA Clippers-Phoenix 101-127