Nate Robinson átti fínan leik fyrir Boston Celtics í nótt er liðið lagði Detroit Pistons af velli.
Boston spilaði á köflum kerfi úr bók Knicks til þess að losa um Robinson sem svaraði vel með því að skora 14 stig. Þetta var fjórði leikur Robinson með Celtics síðan hann kom frá New York.
Þungu fargi var létt af leikmönnum Celtics með sigrinum enda þurfti liðið eitthvað jákvætt eftir neyðarlegt tap fyrir NJ Nets.
Úrslit næturinnar:
Detroit-Boston 100-105
Miami-Golden State 110-106
Oklahoma-Sacramento 113-107
LA Lakers-Indiana 122-99