Jón Gnarr: Konur Jón Gnarr: skrifar 8. maí 2010 06:00 Það er gott að hlæja. Maðurinn er eina dýrategundin á jörðinni sem hefur húmor. Simpansar hafa reyndar vott af húmor en hann er á frekar lágu plani; svokallaður kúk og piss húmor. Dýrin eru einfaldlega ekki nógu gáfuð til að hafa húmor. Þau hafa ekki tímaskyn og geta ekki hugsað abstrakt. Íslenska orðið yfir húmor er enda "kímnigáfa." Karlar og konur hlæja misjafnlega mikið og af misjöfnum hlutum. Það er einstaklingsbundið en líka kynbundið. Erlendar rannsóknir sýna að karlmenn virðast hafa mest gaman af klámbröndurum. Konur aftur á móti hafa meira gaman af orðaleikjagríni eða svokölluðum "Clever-humor". Það gefur vísbendingar um að konur séu klárari en karlar. Karlar og konur eru ólík á margan hátt, ekki bara líkamlegan. Bæði kynin hafa sína kosti og sína galla. Allir karlmenn eru eins og Homer Simpson og allar konur eru eins og Marge. Það er bara þannig. Allir vita að öllum konum finnst gaman að taka til. Við þurfum konur í það mikla tiltektarstarf sem bíður okkar í borginni. Samfélag okkar er í molum eftir mörg ár af frekju og yfirgangi. Viðskiptabólan blés upp af frekju, sprakk og skildi eftir sig sviðna jörð og slettur útum allt. Það er ekki gott. Stjórnmál eru eins og keppni í frekju þar sem hinn frekasti vinnur með því að vaða yfir alla aðra með yfirgangi og þreytandi blaðri. Konur hafa verið í minnihluta á báðum þessum sviðum. En nú þörfnumst við þeirra, ekki bara í tiltektina heldur líka í uppbygginguna. Við hvetjum konur til að vera með í Besta flokknum. Öllum konum finnst gaman að punta sig og gera fínt í kringum sig. Nú er tækifærið! Karlmenn kunna ekki að punta. En þeir eru góðir í að bera og stilla upp ef einhver kona leiðbeinir þeim. Besti flokkurinn vill sjá frekju víkja fyrir húmor og gjafmildi. Endurfæðing Íslensks samfélags verður engin án kvenna. Við viljum reka þessa borg eins og gott hjónaband þar sem bæði hjónin eru glöð. Því kynnum við nú nýjan og kynbættan framboðslista. Við fjölgum konum á listanum. Margar konur vilja vera í Besta flokknum en ekki á listanum og hlakkar til að vinna fyrir Besta flokkinn. Konur eru skemmtilegar, detta skemmtilegir hlutir í hug og gera skemmtilegt. Þær eru góðar í að hafa áhyggjur og gera lista yfir hluti sem þarf að gera. Þær klæða sig líka yfirleitt á fjölbreyttari og skemmtilegri hátt en karlar. Við viljum sýna í verki virðingu okkar fyrir Íslenskum konum. Konur eru helmingur landsmanna og það er okkar trú að hér væri mikið betra að vera ef konur stjórnuðu meiru og hefðu fengið meira kredit fyrir það sem gott hefur verið gert hér á þessu landi. Þar hefur frekjan oftar en ekki tekið völdin og heiðrað sjálfa sig á kostnað hins auðmjúka. Á Arnarhóli stendur styttan af Ingólfi Arnarsyni, til heiðurs því fólki sem fyrst nam hér land. Það voru bæði menn og konur. Ef engar konur hefðu verið með í för værum við einfaldlega ekki til. Það er því krafa Besta flokksins að hrinda í framkvæmd þeim hugmyndum sem hafa verið uppi, en ekki náð fram, að við hlið styttunnar af Ingólfi Arnarsyni rísi önnur og jafnstór stytta af Hallveigu Fróðadóttur eiginkonu hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það er gott að hlæja. Maðurinn er eina dýrategundin á jörðinni sem hefur húmor. Simpansar hafa reyndar vott af húmor en hann er á frekar lágu plani; svokallaður kúk og piss húmor. Dýrin eru einfaldlega ekki nógu gáfuð til að hafa húmor. Þau hafa ekki tímaskyn og geta ekki hugsað abstrakt. Íslenska orðið yfir húmor er enda "kímnigáfa." Karlar og konur hlæja misjafnlega mikið og af misjöfnum hlutum. Það er einstaklingsbundið en líka kynbundið. Erlendar rannsóknir sýna að karlmenn virðast hafa mest gaman af klámbröndurum. Konur aftur á móti hafa meira gaman af orðaleikjagríni eða svokölluðum "Clever-humor". Það gefur vísbendingar um að konur séu klárari en karlar. Karlar og konur eru ólík á margan hátt, ekki bara líkamlegan. Bæði kynin hafa sína kosti og sína galla. Allir karlmenn eru eins og Homer Simpson og allar konur eru eins og Marge. Það er bara þannig. Allir vita að öllum konum finnst gaman að taka til. Við þurfum konur í það mikla tiltektarstarf sem bíður okkar í borginni. Samfélag okkar er í molum eftir mörg ár af frekju og yfirgangi. Viðskiptabólan blés upp af frekju, sprakk og skildi eftir sig sviðna jörð og slettur útum allt. Það er ekki gott. Stjórnmál eru eins og keppni í frekju þar sem hinn frekasti vinnur með því að vaða yfir alla aðra með yfirgangi og þreytandi blaðri. Konur hafa verið í minnihluta á báðum þessum sviðum. En nú þörfnumst við þeirra, ekki bara í tiltektina heldur líka í uppbygginguna. Við hvetjum konur til að vera með í Besta flokknum. Öllum konum finnst gaman að punta sig og gera fínt í kringum sig. Nú er tækifærið! Karlmenn kunna ekki að punta. En þeir eru góðir í að bera og stilla upp ef einhver kona leiðbeinir þeim. Besti flokkurinn vill sjá frekju víkja fyrir húmor og gjafmildi. Endurfæðing Íslensks samfélags verður engin án kvenna. Við viljum reka þessa borg eins og gott hjónaband þar sem bæði hjónin eru glöð. Því kynnum við nú nýjan og kynbættan framboðslista. Við fjölgum konum á listanum. Margar konur vilja vera í Besta flokknum en ekki á listanum og hlakkar til að vinna fyrir Besta flokkinn. Konur eru skemmtilegar, detta skemmtilegir hlutir í hug og gera skemmtilegt. Þær eru góðar í að hafa áhyggjur og gera lista yfir hluti sem þarf að gera. Þær klæða sig líka yfirleitt á fjölbreyttari og skemmtilegri hátt en karlar. Við viljum sýna í verki virðingu okkar fyrir Íslenskum konum. Konur eru helmingur landsmanna og það er okkar trú að hér væri mikið betra að vera ef konur stjórnuðu meiru og hefðu fengið meira kredit fyrir það sem gott hefur verið gert hér á þessu landi. Þar hefur frekjan oftar en ekki tekið völdin og heiðrað sjálfa sig á kostnað hins auðmjúka. Á Arnarhóli stendur styttan af Ingólfi Arnarsyni, til heiðurs því fólki sem fyrst nam hér land. Það voru bæði menn og konur. Ef engar konur hefðu verið með í för værum við einfaldlega ekki til. Það er því krafa Besta flokksins að hrinda í framkvæmd þeim hugmyndum sem hafa verið uppi, en ekki náð fram, að við hlið styttunnar af Ingólfi Arnarsyni rísi önnur og jafnstór stytta af Hallveigu Fróðadóttur eiginkonu hans.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun