Sameiginleg sóknaráætlun 29. janúar 2010 06:00 Dagur B. Eggertsson og Katrín Jakobsdóttir skrifa um sóknaráætlun fyrir Ísland Ísland þarf á sameiginlegri framtíðarsýn að halda. Sú sýn verður ekki, og á ekki eingöngu að vera hugsuð og sett fram af nokkrum stjórnmálamönnum. Framtíðarsýn þjóðar verður að byggjast á sameiginlegum grunni og hana verður að móta á lýðræðislegan hátt. Á næstu vikum verða haldnir 8 þjóðfundir um allt land undir merkjum Sóknaráætlunar fyrir Ísland. Á þessum fundum verður, með aðferðafræði þjóðfundar Mauraþúfunnar, rætt um leiðir fyrir landið allt og einstaka landshluta til að sækja fram og einnig til að styrkja innviði samfélagsins. Líkt og á þjóðfundinum sjálfum er hér farin ný leið til að leiða saman hagsmunaaðila og einstaklinga af viðkomandi svæði sem valdir verða af handahófi úr þjóðskrá. Sóknaráætlanir fyrir hvern landshluta verða byggðar á niðurstöðum þessara funda, á grundvelli greiningar á stöðu hvers landshluta, mati á lykilstyrkleikum svæðanna, brýnustu viðfangsefnum þeirrar og tækifærum til framtíðar. Ólíkar raddir - ólíkar hugmyndirkatrín jakobsdóttirStrax eftir myndun nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri-grænna vorið 2009 var hafist handa við undirbúning sóknaráætlunar sem miðar að því að styrkja innviði samfélagsins og finna þeim krafti sem býr í þjóðinni farveg. Ein helsta krafa Íslendinga eftir hrunið er að raddir allra fái að hljóma og að ólíkar hugmyndir, til dæmis um verðmætasköpun, fái notið sín.Íslendingar þurfa á því að halda að allir kraftar séu virkjaðir, bæði fyrir atvinnulífið og samfélagið í heild. Til þess að það megi verða þurfa innviðir samfélagsins að vera sterkir. Sóknaráætlun er ætlað að forgangsraða fjárfestingum framtíðarinnar til að tryggja að svo verði og tryggja að uppbygging samfélagsins byggist á stoðum lýðræðis, jafnréttis og hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Uppbygging samfélagsinsÁ síðustu áratugum hefur íslenskt samfélag verið í hraðri mótun. Við höfum byggt upp fjölmargar áætlanir, til dæmis í atvinnu- og byggða- og samgöngumálum. Um margt hafa þessar áætlanir reynst okkur vel. Hins vegar er ljóst að áherslur í atvinnumálum og nýtingu auðlinda hafa verið umdeildar, fjölbreytni hefur skort og að nú þarf sérstakt afl til að ná okkur út úr kreppunni. Við núverandi aðstæður er því mikilvægara en nokkru sinni að allar ákvarðanir byggi á skýrri framtíðarsýn og miði að því markmiði að stuðla að ábyrgri uppbyggingu, minnka atvinnuleysi og bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja. Samþætting áætlana stjórnvalda og hugmyndafræði þeirra er stórt verkefni og mikilvægur hluti af Sóknaráætlun fyrir Ísland. Aðrar þjóðir sem hafa horfst í augu við mikla efnahagslega erfiðleika, til dæmis Írar, hafa lagt mikla áherslu á að búa til áætlanir um hvernig fjármunum ríkisins sé best varið þegar kemur að uppbyggingu samfélagsins. Það er nauðsynlegt að allar áætlanir stjórnvalda, hvort sem er atvinnustefna, jafnréttisáætlun, umhverfisáætlun, samgönguáætlun eða menntastefna stefni að sama marki og leggi þannig farsælan grunn að uppbyggingu og framþróun í samfélaginu. Takið þáttÁ næstunni verður nánar kynnt hvernig staðið verður að þjóðfundum um land allt. Við hvetjum alla til að fylgjast vel með og minnum á mikilvægi þess að að sem flestar raddir heyrist í vinnunni við mótun Sóknaráætlunar fyrir Ísland. Höfundar eru varaformenn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson og Katrín Jakobsdóttir skrifa um sóknaráætlun fyrir Ísland Ísland þarf á sameiginlegri framtíðarsýn að halda. Sú sýn verður ekki, og á ekki eingöngu að vera hugsuð og sett fram af nokkrum stjórnmálamönnum. Framtíðarsýn þjóðar verður að byggjast á sameiginlegum grunni og hana verður að móta á lýðræðislegan hátt. Á næstu vikum verða haldnir 8 þjóðfundir um allt land undir merkjum Sóknaráætlunar fyrir Ísland. Á þessum fundum verður, með aðferðafræði þjóðfundar Mauraþúfunnar, rætt um leiðir fyrir landið allt og einstaka landshluta til að sækja fram og einnig til að styrkja innviði samfélagsins. Líkt og á þjóðfundinum sjálfum er hér farin ný leið til að leiða saman hagsmunaaðila og einstaklinga af viðkomandi svæði sem valdir verða af handahófi úr þjóðskrá. Sóknaráætlanir fyrir hvern landshluta verða byggðar á niðurstöðum þessara funda, á grundvelli greiningar á stöðu hvers landshluta, mati á lykilstyrkleikum svæðanna, brýnustu viðfangsefnum þeirrar og tækifærum til framtíðar. Ólíkar raddir - ólíkar hugmyndirkatrín jakobsdóttirStrax eftir myndun nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri-grænna vorið 2009 var hafist handa við undirbúning sóknaráætlunar sem miðar að því að styrkja innviði samfélagsins og finna þeim krafti sem býr í þjóðinni farveg. Ein helsta krafa Íslendinga eftir hrunið er að raddir allra fái að hljóma og að ólíkar hugmyndir, til dæmis um verðmætasköpun, fái notið sín.Íslendingar þurfa á því að halda að allir kraftar séu virkjaðir, bæði fyrir atvinnulífið og samfélagið í heild. Til þess að það megi verða þurfa innviðir samfélagsins að vera sterkir. Sóknaráætlun er ætlað að forgangsraða fjárfestingum framtíðarinnar til að tryggja að svo verði og tryggja að uppbygging samfélagsins byggist á stoðum lýðræðis, jafnréttis og hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Uppbygging samfélagsinsÁ síðustu áratugum hefur íslenskt samfélag verið í hraðri mótun. Við höfum byggt upp fjölmargar áætlanir, til dæmis í atvinnu- og byggða- og samgöngumálum. Um margt hafa þessar áætlanir reynst okkur vel. Hins vegar er ljóst að áherslur í atvinnumálum og nýtingu auðlinda hafa verið umdeildar, fjölbreytni hefur skort og að nú þarf sérstakt afl til að ná okkur út úr kreppunni. Við núverandi aðstæður er því mikilvægara en nokkru sinni að allar ákvarðanir byggi á skýrri framtíðarsýn og miði að því markmiði að stuðla að ábyrgri uppbyggingu, minnka atvinnuleysi og bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja. Samþætting áætlana stjórnvalda og hugmyndafræði þeirra er stórt verkefni og mikilvægur hluti af Sóknaráætlun fyrir Ísland. Aðrar þjóðir sem hafa horfst í augu við mikla efnahagslega erfiðleika, til dæmis Írar, hafa lagt mikla áherslu á að búa til áætlanir um hvernig fjármunum ríkisins sé best varið þegar kemur að uppbyggingu samfélagsins. Það er nauðsynlegt að allar áætlanir stjórnvalda, hvort sem er atvinnustefna, jafnréttisáætlun, umhverfisáætlun, samgönguáætlun eða menntastefna stefni að sama marki og leggi þannig farsælan grunn að uppbyggingu og framþróun í samfélaginu. Takið þáttÁ næstunni verður nánar kynnt hvernig staðið verður að þjóðfundum um land allt. Við hvetjum alla til að fylgjast vel með og minnum á mikilvægi þess að að sem flestar raddir heyrist í vinnunni við mótun Sóknaráætlunar fyrir Ísland. Höfundar eru varaformenn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar