Sameiginleg sóknaráætlun 29. janúar 2010 06:00 Dagur B. Eggertsson og Katrín Jakobsdóttir skrifa um sóknaráætlun fyrir Ísland Ísland þarf á sameiginlegri framtíðarsýn að halda. Sú sýn verður ekki, og á ekki eingöngu að vera hugsuð og sett fram af nokkrum stjórnmálamönnum. Framtíðarsýn þjóðar verður að byggjast á sameiginlegum grunni og hana verður að móta á lýðræðislegan hátt. Á næstu vikum verða haldnir 8 þjóðfundir um allt land undir merkjum Sóknaráætlunar fyrir Ísland. Á þessum fundum verður, með aðferðafræði þjóðfundar Mauraþúfunnar, rætt um leiðir fyrir landið allt og einstaka landshluta til að sækja fram og einnig til að styrkja innviði samfélagsins. Líkt og á þjóðfundinum sjálfum er hér farin ný leið til að leiða saman hagsmunaaðila og einstaklinga af viðkomandi svæði sem valdir verða af handahófi úr þjóðskrá. Sóknaráætlanir fyrir hvern landshluta verða byggðar á niðurstöðum þessara funda, á grundvelli greiningar á stöðu hvers landshluta, mati á lykilstyrkleikum svæðanna, brýnustu viðfangsefnum þeirrar og tækifærum til framtíðar. Ólíkar raddir - ólíkar hugmyndirkatrín jakobsdóttirStrax eftir myndun nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri-grænna vorið 2009 var hafist handa við undirbúning sóknaráætlunar sem miðar að því að styrkja innviði samfélagsins og finna þeim krafti sem býr í þjóðinni farveg. Ein helsta krafa Íslendinga eftir hrunið er að raddir allra fái að hljóma og að ólíkar hugmyndir, til dæmis um verðmætasköpun, fái notið sín.Íslendingar þurfa á því að halda að allir kraftar séu virkjaðir, bæði fyrir atvinnulífið og samfélagið í heild. Til þess að það megi verða þurfa innviðir samfélagsins að vera sterkir. Sóknaráætlun er ætlað að forgangsraða fjárfestingum framtíðarinnar til að tryggja að svo verði og tryggja að uppbygging samfélagsins byggist á stoðum lýðræðis, jafnréttis og hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Uppbygging samfélagsinsÁ síðustu áratugum hefur íslenskt samfélag verið í hraðri mótun. Við höfum byggt upp fjölmargar áætlanir, til dæmis í atvinnu- og byggða- og samgöngumálum. Um margt hafa þessar áætlanir reynst okkur vel. Hins vegar er ljóst að áherslur í atvinnumálum og nýtingu auðlinda hafa verið umdeildar, fjölbreytni hefur skort og að nú þarf sérstakt afl til að ná okkur út úr kreppunni. Við núverandi aðstæður er því mikilvægara en nokkru sinni að allar ákvarðanir byggi á skýrri framtíðarsýn og miði að því markmiði að stuðla að ábyrgri uppbyggingu, minnka atvinnuleysi og bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja. Samþætting áætlana stjórnvalda og hugmyndafræði þeirra er stórt verkefni og mikilvægur hluti af Sóknaráætlun fyrir Ísland. Aðrar þjóðir sem hafa horfst í augu við mikla efnahagslega erfiðleika, til dæmis Írar, hafa lagt mikla áherslu á að búa til áætlanir um hvernig fjármunum ríkisins sé best varið þegar kemur að uppbyggingu samfélagsins. Það er nauðsynlegt að allar áætlanir stjórnvalda, hvort sem er atvinnustefna, jafnréttisáætlun, umhverfisáætlun, samgönguáætlun eða menntastefna stefni að sama marki og leggi þannig farsælan grunn að uppbyggingu og framþróun í samfélaginu. Takið þáttÁ næstunni verður nánar kynnt hvernig staðið verður að þjóðfundum um land allt. Við hvetjum alla til að fylgjast vel með og minnum á mikilvægi þess að að sem flestar raddir heyrist í vinnunni við mótun Sóknaráætlunar fyrir Ísland. Höfundar eru varaformenn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson og Katrín Jakobsdóttir skrifa um sóknaráætlun fyrir Ísland Ísland þarf á sameiginlegri framtíðarsýn að halda. Sú sýn verður ekki, og á ekki eingöngu að vera hugsuð og sett fram af nokkrum stjórnmálamönnum. Framtíðarsýn þjóðar verður að byggjast á sameiginlegum grunni og hana verður að móta á lýðræðislegan hátt. Á næstu vikum verða haldnir 8 þjóðfundir um allt land undir merkjum Sóknaráætlunar fyrir Ísland. Á þessum fundum verður, með aðferðafræði þjóðfundar Mauraþúfunnar, rætt um leiðir fyrir landið allt og einstaka landshluta til að sækja fram og einnig til að styrkja innviði samfélagsins. Líkt og á þjóðfundinum sjálfum er hér farin ný leið til að leiða saman hagsmunaaðila og einstaklinga af viðkomandi svæði sem valdir verða af handahófi úr þjóðskrá. Sóknaráætlanir fyrir hvern landshluta verða byggðar á niðurstöðum þessara funda, á grundvelli greiningar á stöðu hvers landshluta, mati á lykilstyrkleikum svæðanna, brýnustu viðfangsefnum þeirrar og tækifærum til framtíðar. Ólíkar raddir - ólíkar hugmyndirkatrín jakobsdóttirStrax eftir myndun nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri-grænna vorið 2009 var hafist handa við undirbúning sóknaráætlunar sem miðar að því að styrkja innviði samfélagsins og finna þeim krafti sem býr í þjóðinni farveg. Ein helsta krafa Íslendinga eftir hrunið er að raddir allra fái að hljóma og að ólíkar hugmyndir, til dæmis um verðmætasköpun, fái notið sín.Íslendingar þurfa á því að halda að allir kraftar séu virkjaðir, bæði fyrir atvinnulífið og samfélagið í heild. Til þess að það megi verða þurfa innviðir samfélagsins að vera sterkir. Sóknaráætlun er ætlað að forgangsraða fjárfestingum framtíðarinnar til að tryggja að svo verði og tryggja að uppbygging samfélagsins byggist á stoðum lýðræðis, jafnréttis og hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Uppbygging samfélagsinsÁ síðustu áratugum hefur íslenskt samfélag verið í hraðri mótun. Við höfum byggt upp fjölmargar áætlanir, til dæmis í atvinnu- og byggða- og samgöngumálum. Um margt hafa þessar áætlanir reynst okkur vel. Hins vegar er ljóst að áherslur í atvinnumálum og nýtingu auðlinda hafa verið umdeildar, fjölbreytni hefur skort og að nú þarf sérstakt afl til að ná okkur út úr kreppunni. Við núverandi aðstæður er því mikilvægara en nokkru sinni að allar ákvarðanir byggi á skýrri framtíðarsýn og miði að því markmiði að stuðla að ábyrgri uppbyggingu, minnka atvinnuleysi og bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja. Samþætting áætlana stjórnvalda og hugmyndafræði þeirra er stórt verkefni og mikilvægur hluti af Sóknaráætlun fyrir Ísland. Aðrar þjóðir sem hafa horfst í augu við mikla efnahagslega erfiðleika, til dæmis Írar, hafa lagt mikla áherslu á að búa til áætlanir um hvernig fjármunum ríkisins sé best varið þegar kemur að uppbyggingu samfélagsins. Það er nauðsynlegt að allar áætlanir stjórnvalda, hvort sem er atvinnustefna, jafnréttisáætlun, umhverfisáætlun, samgönguáætlun eða menntastefna stefni að sama marki og leggi þannig farsælan grunn að uppbyggingu og framþróun í samfélaginu. Takið þáttÁ næstunni verður nánar kynnt hvernig staðið verður að þjóðfundum um land allt. Við hvetjum alla til að fylgjast vel með og minnum á mikilvægi þess að að sem flestar raddir heyrist í vinnunni við mótun Sóknaráætlunar fyrir Ísland. Höfundar eru varaformenn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs.
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar