Leikjastefna Reykjavíkur 3. september 2010 06:30 Af hverju eru ekki fleiri ungbarnarólur á leikvöllum? Getur borgin ekki sett niður brettagarða fyrir unglinga? Hvar eru trimmtækin við hlaupaleiðir? Þurfa að vera eins leiktæki á öllum leikvöllum? Hvernig eiga eldri borgarar að geta sótt þjónustu gangandi ef þeir geta ekki hvílt sig á bekk á leiðinni? Mega hundarnir hvergi vera? Fjölmargir íbúar spyrja þessara réttmætu spurninga og borgarfulltrúar hafa til margra ára ekki getað svarað öðruvísi en að ganga í einstök mál. Úr verður óskipulögð borg opinna svæða sem tekur tillit til margra að litlu leyti, sumra að engu leyti, og á mismunandi hátt í ólíkum hverfum. Tillaga um gerð leikjastefnu Reykjavíkur var samþykkt í umhverfis- og samgönguráði í júní 2009. Tillagan gerði ráð fyrir að unnið væri að breskri og hollenskri fyrirmynd. Samkvæmt henni er núverandi notkun svæða, gönguleiða og leiktækja í hverju hverfi skoðuð. Íbúafundir eru haldnir um hvað vantar og sérstök skoðun fer fram á þörfum hópa eins og til dæmis eldri borgara, unglinga og hundaeigenda. Nú þegar liggur fyrir fyrsta úttekt á Vesturbænum. Hún leiddi m.a. í ljós nauðsyn þess að tryggja öruggar gönguleiðir að vinsælum svæðum. Næsta verkefni er samtal við íbúa um þarfir ólíkra hópa og skráning á því hvernig íbúar nota eða nota ekki núverandi svæði. Þegar illa stendur á í fjármálum eru líkur á að dýrmæt svæði borgarinnar drabbist niður. Viðhald er skorið við nögl og endurnýjun leiktækja í lágmarki. Þá er mikilvægara en áður að hafa skýra stefnu um hvernig eigi að verja því fé sem til er. Borgarstjórn Reykjavíkur og hverfisráðin þurfa að setja kraft í að vinna þessa leikjastefnu áfram. Forgangsröðun fjárfestinga munu þá grundvallast á vel útfærðri leikjastefnu. Slíkt getur til dæmis leitt til þess að íbúar sameinist um að efla verulega eitt opið leiksvæði á kostnað nokkurra lítilla svæða. Þannig vinnst fjármagn til fjárfestinga og viðhalds og betri sátt um leiksvæði borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Af hverju eru ekki fleiri ungbarnarólur á leikvöllum? Getur borgin ekki sett niður brettagarða fyrir unglinga? Hvar eru trimmtækin við hlaupaleiðir? Þurfa að vera eins leiktæki á öllum leikvöllum? Hvernig eiga eldri borgarar að geta sótt þjónustu gangandi ef þeir geta ekki hvílt sig á bekk á leiðinni? Mega hundarnir hvergi vera? Fjölmargir íbúar spyrja þessara réttmætu spurninga og borgarfulltrúar hafa til margra ára ekki getað svarað öðruvísi en að ganga í einstök mál. Úr verður óskipulögð borg opinna svæða sem tekur tillit til margra að litlu leyti, sumra að engu leyti, og á mismunandi hátt í ólíkum hverfum. Tillaga um gerð leikjastefnu Reykjavíkur var samþykkt í umhverfis- og samgönguráði í júní 2009. Tillagan gerði ráð fyrir að unnið væri að breskri og hollenskri fyrirmynd. Samkvæmt henni er núverandi notkun svæða, gönguleiða og leiktækja í hverju hverfi skoðuð. Íbúafundir eru haldnir um hvað vantar og sérstök skoðun fer fram á þörfum hópa eins og til dæmis eldri borgara, unglinga og hundaeigenda. Nú þegar liggur fyrir fyrsta úttekt á Vesturbænum. Hún leiddi m.a. í ljós nauðsyn þess að tryggja öruggar gönguleiðir að vinsælum svæðum. Næsta verkefni er samtal við íbúa um þarfir ólíkra hópa og skráning á því hvernig íbúar nota eða nota ekki núverandi svæði. Þegar illa stendur á í fjármálum eru líkur á að dýrmæt svæði borgarinnar drabbist niður. Viðhald er skorið við nögl og endurnýjun leiktækja í lágmarki. Þá er mikilvægara en áður að hafa skýra stefnu um hvernig eigi að verja því fé sem til er. Borgarstjórn Reykjavíkur og hverfisráðin þurfa að setja kraft í að vinna þessa leikjastefnu áfram. Forgangsröðun fjárfestinga munu þá grundvallast á vel útfærðri leikjastefnu. Slíkt getur til dæmis leitt til þess að íbúar sameinist um að efla verulega eitt opið leiksvæði á kostnað nokkurra lítilla svæða. Þannig vinnst fjármagn til fjárfestinga og viðhalds og betri sátt um leiksvæði borgarinnar.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar