Pólstjörnufangi í flugnámi Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. febrúar 2010 17:15 Fangar eru innan veggja Litla Hrauns þegar þeir stunda nám sitt. Mynd/ Vilhelm. Pólstjörnufanginn Guðbjarni Traustason stundar flugnám í fangelsinu á Litla Hrauni þessi misserin, samkvæmt heimildum Vísis. Guðbjarni var einn þeirra sem var dæmdur í fangelsi fyrir smygl á 100 kílóum af fíkniefnum í Pólstjörnumálinu svokallaða á haustmánuðum árið 2007. Heimildir Vísis herma að um bóklega hluta flugnámsins sé að ræða, en ekki eiginlega flugtíma. Fangar fá ekki að taka flugtíma Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Fangelsisins að Litla Hrauni, segist ekki geta tjáð sig um málefni einstakra fanga þegar Vísir spyr hana út í nám Guðbjarna. Hún staðfestir hins vegar að fangar eigi þess ekki kost að sækja flugtíma frá fangelsinu. Hins vegar hafi örfáir fangar fengið að stunda fjarnám sem þeir stundi þá innan veggja fangelsisins. Í undantekningartilfellum fái þeir að sækja próf utan fangelsisins en þá séu þeir í fylgd tveggja fangavarða. Margrét segir að það virðist vera sá misskilningur kominn á kreik að nokkrir fangar stundi nám utan fangelsisins. Það sé ekki rétt. Einn fangi hafi fengið að stunda nám utan veggja fangelsisins. Hann hafi numið við Fjöbrautaskóla Suðurlands. Í öllum öðrum tilfellum hafi fangar stundað námið frá fangelsinu. Námið er mikil hvatning Margrét segir að námið sé föngunum mikil hvatning. Það gleymist stundum að stór hluti af föngum séu strákar sem hafi flosnað upp úr námi í grunnskóla. Þá hafi sex fangar stundað fjarnám við Verzlunarskóla Íslands í fyrra. „Það útskrifðust tveir stúdentar í desember sem höfðu stundað nám hérna," segir Margrét. Þeir hafi útskrifast frá Fjölbrautaskóla Suðurlands. Annar þeirra hafi fengið viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur. Pólstjörnumálið Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Pólstjörnufanginn Guðbjarni Traustason stundar flugnám í fangelsinu á Litla Hrauni þessi misserin, samkvæmt heimildum Vísis. Guðbjarni var einn þeirra sem var dæmdur í fangelsi fyrir smygl á 100 kílóum af fíkniefnum í Pólstjörnumálinu svokallaða á haustmánuðum árið 2007. Heimildir Vísis herma að um bóklega hluta flugnámsins sé að ræða, en ekki eiginlega flugtíma. Fangar fá ekki að taka flugtíma Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Fangelsisins að Litla Hrauni, segist ekki geta tjáð sig um málefni einstakra fanga þegar Vísir spyr hana út í nám Guðbjarna. Hún staðfestir hins vegar að fangar eigi þess ekki kost að sækja flugtíma frá fangelsinu. Hins vegar hafi örfáir fangar fengið að stunda fjarnám sem þeir stundi þá innan veggja fangelsisins. Í undantekningartilfellum fái þeir að sækja próf utan fangelsisins en þá séu þeir í fylgd tveggja fangavarða. Margrét segir að það virðist vera sá misskilningur kominn á kreik að nokkrir fangar stundi nám utan fangelsisins. Það sé ekki rétt. Einn fangi hafi fengið að stunda nám utan veggja fangelsisins. Hann hafi numið við Fjöbrautaskóla Suðurlands. Í öllum öðrum tilfellum hafi fangar stundað námið frá fangelsinu. Námið er mikil hvatning Margrét segir að námið sé föngunum mikil hvatning. Það gleymist stundum að stór hluti af föngum séu strákar sem hafi flosnað upp úr námi í grunnskóla. Þá hafi sex fangar stundað fjarnám við Verzlunarskóla Íslands í fyrra. „Það útskrifðust tveir stúdentar í desember sem höfðu stundað nám hérna," segir Margrét. Þeir hafi útskrifast frá Fjölbrautaskóla Suðurlands. Annar þeirra hafi fengið viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur.
Pólstjörnumálið Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira