Cleveland Cavaliers tapaði sínum öðrum leik í röð í nótt þegar liðið lá 93-110 á útivelli á móti Charlotte Bobcats. Antawn Jamison lék sinn fyrsta leik með toppliði NBA-deildarinnar en átti skelfilegan dag, klikkaði á öllum tólf skotum sínu, var blokkaður fimm sinnum og skaut tveimur loftboltum.
Stephen Jackson skoraði 29 stig fyrir Charlotte Bobcats sem hefur vann 3 af 4 leikjum liðanna í vetur en þau gætu hugsanlega mæst í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. LeBron James var með 22 stig og 9 stoðsendingar hjá Cleveland.
Dirk Nowitzki var með 23 stig og þeir Caron Butler og Jason Terry bættu báðir við 16 stigum þegar Dallas Mavericks vann 95-85 sigur á Orlando Magic. Dwight Howard var með 20 stig, 16 fráköst og 5 varin skot fyrir Orlando en það dugði ekki til.
Ray Allen er að vakna til lífsins og hann var með 21 stig í 96-76 sigri Boston Celtics á Portland Trail Blazers.
Al Thornton byrjaði vel með Washington Wizards og skoraði 21 stig í sínum fyrsta leik þegar liðið vann 107-97 sigur á Denver Nuggets. Annar maður sem kom til Wizards í skiptum fyrir skömmu, Josh Howard, skoraði 20 stig.
Amare Stoudemire var með 22 stig og braut 20 stiga múrinn í níunda leiknum í röð þegar Phoenix Suns vann 88-80 sigur á Atlanta Hawks.
Carlos Boozer var með 30 stig og 16 fráköst og Andrei Kirilenko bætti við 22 stigum í 100-89 sigri Utah Jazz á Golden State Warriors. Þetta var sjötti útisigur liðsins í röð sem er lengsta sigurgangan utan Salt Lake City í átta ár.
Michael Beasley var með 30 stig þegar Miami Heat vann 100-86 sigur á Memphis Grizzlies í tvíframlengdum leik og þrátt fyrir að leika án Dwyane Wade.
Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:
Charlotte Bobcats-Cleveland Cavaliers 110-93
Philadelphia 76Ers-San Antonio Spurs 106-94
Washington Wizards-Denver Nuggets 107-97
Detroit Pistons-Milwaukee Bucks 85-91
Memphis Grizzlies-Miami Heat 87-100 (Tvíframlengt)
Minnesota Timberwolves-Chicago Bulls 94-100
New Jersey Nets-Toronto Raptors 89-106
New Orleans Hornets-Indiana Pacers 107-101
Orlando Magic-Dallas Mavericks 85-95
Phoenix Suns-Atlanta Hawks 88-80
Golden State Warriors-Utah Jazz 89-100
Portland Trail Blazers-Boston Celtics 76-96
