Arnar og Sandra Dís tvöfaldir meistarar í tennis

Arnar Sigurðsson og Sandra Dís Kristjánsdóttir urðu í dag Íslandsmeistarar í einliðaleik í tennis en þau koma bæði úr TFK. Arnar sigraði Raj K. Bonifacius í tveimur lotum 6:1 og 6:0 og Sandra hafði betur gegn Rebekku Pétursdóttur 7:6 og 6:2 en úrslitaleikurinn í kvennaflokki var mjög jafn og stóð yfir í 2 klukkutíma og korter. Arnar og Sandra urðu tvöfaldir meistarar því þau sigruðu einnig í tvíliðaleik en Arnar lék með Raj og Sandra með henni Rebekku.