Framsækna skattkerfið 12. nóvember 2009 06:00 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar um skatta Stundum reyna menn að sveipa það sem er vont jákvæðum blæ með því nefna það notalegum nöfnum. Þetta er ákveðin tegund markaðssetningar, með það að markmiði að selja vondar hugmyndir. Steingrímur J. Sigfússon tók þennan pól í hæðina á þriðjudag þegar haft var eftir honum í Morgunblaðinu: „við ætlum að fara í framsækið skattkerfi, það er alveg á hreinu". Það sem Steingrímur kallar „framsækið skattkerfi" er tilvísun í breytingar á skattkerfi Íslands sem leiða til 50 milljarða króna skattahækkana. Ríkisstjórnin ætlar að þrepaskipta skattkerfinu og hækka skattprósentur þannig að hæsta þrepið verði tæp 50%. Sú prósenta á að gilda fyrir einstaklinga með yfir 500.000 krónur í mánaðartekjur. Hvernig eru þessar breytingar „framsæknar"? Þetta eru vinnuletjandi breytingar á versta tíma sem flækja skattkerfið og auka líkur á skattsvikum. Aðgerðin mun minnka umsvif hagkerfis sem nú þegar er í hjartastoppi. Lækning ríkisstjórnarinnar er sambærileg því að draga blóð úr hjartasjúklingnum. Þetta er gert á sama tíma og skuldir heimila eru í hámarki og tekjur í lágmarki. Hvernig dettur mönnum í hug að það séu tækifæri til mikilla skattahækkana við slíkar aðstæður? Brýnt er að minnka fjárlagahallann og það er óþolandi hvað ríkisstjórnin hefur verið sein til verksins. Þrátt fyrir töfina er útfærslan enn á hugmyndastigi. Heilt fjárlagaár hefur tapast vegna seinagangs. Í stöðunni í dag eru ekki til neinar góðar leiðir og því mikilvægt að velja illskástu leiðina. Leiðin sem nú lak af borði fjármálaráðherra er skattpíning sem mun lengja kreppuna og dýpka. Líklega er skattpíningin ekki búin enn. Ríkisstjórnin íhugar að heimila sveitastjórnum að hækka útsvarið til að sækja ,,ónýtta tekjustofna", en það er annað notalegt nafn sem vinstri menn nota um aukna skattheimtu af íbúum sveitarfélaga. Í dag er hámarksprósenta útsvars, 13,03%, nýtt af mörgum sveitarfélögum en hækkun hennar ef af verður bætist við þær skattahækkanir sem nú standa til hjá ríkisstjórninni. Mikilvægt er að allir skilji hvaða stefna er tekin og þá skiptir máli að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar um skatta Stundum reyna menn að sveipa það sem er vont jákvæðum blæ með því nefna það notalegum nöfnum. Þetta er ákveðin tegund markaðssetningar, með það að markmiði að selja vondar hugmyndir. Steingrímur J. Sigfússon tók þennan pól í hæðina á þriðjudag þegar haft var eftir honum í Morgunblaðinu: „við ætlum að fara í framsækið skattkerfi, það er alveg á hreinu". Það sem Steingrímur kallar „framsækið skattkerfi" er tilvísun í breytingar á skattkerfi Íslands sem leiða til 50 milljarða króna skattahækkana. Ríkisstjórnin ætlar að þrepaskipta skattkerfinu og hækka skattprósentur þannig að hæsta þrepið verði tæp 50%. Sú prósenta á að gilda fyrir einstaklinga með yfir 500.000 krónur í mánaðartekjur. Hvernig eru þessar breytingar „framsæknar"? Þetta eru vinnuletjandi breytingar á versta tíma sem flækja skattkerfið og auka líkur á skattsvikum. Aðgerðin mun minnka umsvif hagkerfis sem nú þegar er í hjartastoppi. Lækning ríkisstjórnarinnar er sambærileg því að draga blóð úr hjartasjúklingnum. Þetta er gert á sama tíma og skuldir heimila eru í hámarki og tekjur í lágmarki. Hvernig dettur mönnum í hug að það séu tækifæri til mikilla skattahækkana við slíkar aðstæður? Brýnt er að minnka fjárlagahallann og það er óþolandi hvað ríkisstjórnin hefur verið sein til verksins. Þrátt fyrir töfina er útfærslan enn á hugmyndastigi. Heilt fjárlagaár hefur tapast vegna seinagangs. Í stöðunni í dag eru ekki til neinar góðar leiðir og því mikilvægt að velja illskástu leiðina. Leiðin sem nú lak af borði fjármálaráðherra er skattpíning sem mun lengja kreppuna og dýpka. Líklega er skattpíningin ekki búin enn. Ríkisstjórnin íhugar að heimila sveitastjórnum að hækka útsvarið til að sækja ,,ónýtta tekjustofna", en það er annað notalegt nafn sem vinstri menn nota um aukna skattheimtu af íbúum sveitarfélaga. Í dag er hámarksprósenta útsvars, 13,03%, nýtt af mörgum sveitarfélögum en hækkun hennar ef af verður bætist við þær skattahækkanir sem nú standa til hjá ríkisstjórninni. Mikilvægt er að allir skilji hvaða stefna er tekin og þá skiptir máli að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Höfundur er borgarfulltrúi.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun