Larry Miller, eigandi Utah Jazz í NBA deildinni, lést í gærkvöldi. Miller keypti helming í félaginu árið 1985 og keypti það allt ári síðar.
Miller varnaði því í tvígang að þetta litla félag yrði flutt frá Salt Lake City og náði að byggja upp eitt stöðugasta lið NBA deildarinnar síðustu tvo áratugi á einu minnsta markaðssvæði deildarinnar.
Miller var 64 ára gamall og hafði verið alvarlega veikur síðustu misseri. Hann fékk hjartaáfall í fyrra og voru báðir fætur teknir af honum í síðasta mánuði vegna alvarlegrar sykursýki.
Síðustu tíðindin sem Miller fékk að liði sínu var sigur á meisturum Boston Celtics á fimmtudagskvöldið.