Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR, bætti í kvöld eigið Íslandsmet í 50 metra skriðsundi í 25 metra laug.
Hún synti á 24,94 sekúndum og bætti þar með metið um 36 hundraðshluta úr sekúndu. Gamla metið var sett í nóvember árið 2007.
Ragnheiður setti metið á vormóti Breiðabliks en þar var keppt í nýrri 25 metra innilaug í Sundlaug Kópavogs.
Ragnheiður setti Íslandsmet
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
