Leik Los Angeles Lakers og Cleveland Cavaliers í kvöld er beðið með mikilli eftirvæntingu. Þar mætast tveir bestu körfuboltamenn í heiminum í dag, um það verður varla deilt.
Það er alltaf ábót í NBA-veislunni um jólin og í kvöld er engin undantekning þar á. Leikurinn verður eflaust frábær skemmtun.
Það er skemmtileg viðbót að Shaquille O´Neal spilar gegn sínu gamla félagi og sínum gamla vini, en hann leikur nú með Cleveland.
Allra augu verða þó á þeim Kobe og LeBron, félögunum tveimur sem vonandi bjóða upp á snilldartakta líkt og alltaf.
Þess má geta að leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í kvöld klukkan 22.

