Framherjinn Danny Granger hjá Indiana Pacers í NBA deildinni var í dag sæmdur verðlaunum fyrir að sýna mestar framfarir allra leikmanna í vetur.
Granger hefur aukið stigaskor sitt um fimm stig eða meira að meðaltali síðustu þrjú ár sín í deildinni og var fimmti stigahæsti leikmaður NBA á liðnum vetri með 25,8 stig í leik.
Granger var í fyrsta sinn valinn í leikmannaúrval Austurdeildarinnar í stjörnuleiknum í febrúar.