Sigurganga Cleveland heldur áfram en Lakers tapaði aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2009 09:00 Kobe Bryant var allt annað en ánægður með úrslit næturinnar. Mynd/GettyImages LeBron James sá til þess að Cleveland vann sinn þrettánda leik í röð í NBA-deildinni í nótt en Kobe Bryant gat ekki komið í veg fyrir að Los Angeles Lakers tapaði sínum öðrum leik í röð. Cleveland er því komið með gott forskot á Lakers í baráttunni um besta árangurinn í allir NBA-deildinni og þar með heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Cleveland vann 36. heimaleik vetrarins (í 37 leikjum) þegar liðið lagði Detroit að velli, 79-73 í hörkuleik. LeBron James skoraði tvisvar sinnum körfu og fékk víti að auki á lokamínútum leiksins en hann endaði leikinn með 25 stig og 12 fráköst. Cleveland vann 16 leiki í marsmánuði og varð aðeins sjötta liðið í sögu deildarinnar sem nær að vinna svo marga leiki í einum mánuði. Richard Hamilton skoraði 13 stig fyrir Detroit og Allen Iverson var með 11 stig. Charlotte Bobcats vann 94-84 sigur á Los Angeles Lakers og vann því báða leiki liðanna á tímabilinu. Þetta var annar tapleikur Lakers-liðsins í röð sem virðist henta illa að spila á móti Charlotte sem hefur unnið 6 af síðustu 7 leikjum liðanna. Raymond Felton skoraði 16 stig fyrir Charlotte en Kobe Bryant var með 25 stig hjá Lakers. Kobe hitti þó aðeins úr 11 af 28 skotum sínum. Portland Trail Blazers hitti frábærlega í 125-104 sigri á Utah Jazz en alls fóru 61,1 prósent skota liðsins rétta leið. LaMarcus Aldridge var með 26 stig og Brandon Roy skoraði 25 stig og gaf 11 stoðsendingar. Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með 20 stig en hann var rekinn út úr húsi um miðjan þriðja leikhluta. Kevin Durant skoraði 31 stig í 96-95 sigri Oklahoma City Thunder á San Antonio Spurs. Þetta var annar sigur Oklahoma á San Antonio í mars. Russell Westbrook átti fínan leik eins og Durant en hann var með 16 stig og 10 stoðsendingar. Carmelo Anthony var með 29 stig í 111-104 sigri Denver Nuggets á New York Knicks en með sigrinum tryggði Denver sér sæti í úrslitakeppninni. Sigur Denver og tap San Antonio þýddi líka að liðið er komið upp í 2. sætið í Vesturdeildinni. Nate Robinson var stigahæstur hjá New York með 30 stig. Rasual Butler tryggði New Orleans Hornets 111-110 sigur á Sacramento Kings með því að skora þriggja stiga körfu um leið og leiktíminn rann út. David West skoraði 40 stig fyrir New Orleans og Chris Paul var með 15 stig og 15 stoðsendingar. Andres Nocioni var með 23 stig fyrir Kings. Andre Iguodala skoraði 19 stig og Andre Miller var með 18 stig og 10 stoðsendingar í 98-85 sigri Philadelphia 76ers á Atlanta Hawks. Josh Smith skoraði 33 stig fyrir Atlanta en hann hitti úr 13 af 15 skotum sínum í leiknum. Indiana Pacers vann mikilvægan 107-105 sigur á Chicago Bulls í baráttunni um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina austan megin. T.J. Ford skoraði lykilkörfu í lokin og endaði með 22 stig og 9 stoðsendingar en Danny Granger var stigahæstur hjá Indiana með 31 stig. Derrick Rose skoraði 24 stig fyrir Bulls. Josh Howard kom til baka eftir meiðsli (11 leikir frá) og var með 14 stig og 6 fráköst á 22 mínútum í 108-88 sigri Dallas Mavericks á Minnesota Timberwolves. Jason Terry var stigahæstur hjá Dallas með 21 stig og Jason Kidd bætti við 8 stigum og 13 stoðsendingum en með þessum sigri náði Dallas fjögurra leikja forskoti á Phoenix í baráttunni um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina vestan megin. Kevin Love var með 23 stig og 12 fráköst hjá Minnesota. NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru allt Keflvíkingar“ „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Sjá meira
LeBron James sá til þess að Cleveland vann sinn þrettánda leik í röð í NBA-deildinni í nótt en Kobe Bryant gat ekki komið í veg fyrir að Los Angeles Lakers tapaði sínum öðrum leik í röð. Cleveland er því komið með gott forskot á Lakers í baráttunni um besta árangurinn í allir NBA-deildinni og þar með heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Cleveland vann 36. heimaleik vetrarins (í 37 leikjum) þegar liðið lagði Detroit að velli, 79-73 í hörkuleik. LeBron James skoraði tvisvar sinnum körfu og fékk víti að auki á lokamínútum leiksins en hann endaði leikinn með 25 stig og 12 fráköst. Cleveland vann 16 leiki í marsmánuði og varð aðeins sjötta liðið í sögu deildarinnar sem nær að vinna svo marga leiki í einum mánuði. Richard Hamilton skoraði 13 stig fyrir Detroit og Allen Iverson var með 11 stig. Charlotte Bobcats vann 94-84 sigur á Los Angeles Lakers og vann því báða leiki liðanna á tímabilinu. Þetta var annar tapleikur Lakers-liðsins í röð sem virðist henta illa að spila á móti Charlotte sem hefur unnið 6 af síðustu 7 leikjum liðanna. Raymond Felton skoraði 16 stig fyrir Charlotte en Kobe Bryant var með 25 stig hjá Lakers. Kobe hitti þó aðeins úr 11 af 28 skotum sínum. Portland Trail Blazers hitti frábærlega í 125-104 sigri á Utah Jazz en alls fóru 61,1 prósent skota liðsins rétta leið. LaMarcus Aldridge var með 26 stig og Brandon Roy skoraði 25 stig og gaf 11 stoðsendingar. Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með 20 stig en hann var rekinn út úr húsi um miðjan þriðja leikhluta. Kevin Durant skoraði 31 stig í 96-95 sigri Oklahoma City Thunder á San Antonio Spurs. Þetta var annar sigur Oklahoma á San Antonio í mars. Russell Westbrook átti fínan leik eins og Durant en hann var með 16 stig og 10 stoðsendingar. Carmelo Anthony var með 29 stig í 111-104 sigri Denver Nuggets á New York Knicks en með sigrinum tryggði Denver sér sæti í úrslitakeppninni. Sigur Denver og tap San Antonio þýddi líka að liðið er komið upp í 2. sætið í Vesturdeildinni. Nate Robinson var stigahæstur hjá New York með 30 stig. Rasual Butler tryggði New Orleans Hornets 111-110 sigur á Sacramento Kings með því að skora þriggja stiga körfu um leið og leiktíminn rann út. David West skoraði 40 stig fyrir New Orleans og Chris Paul var með 15 stig og 15 stoðsendingar. Andres Nocioni var með 23 stig fyrir Kings. Andre Iguodala skoraði 19 stig og Andre Miller var með 18 stig og 10 stoðsendingar í 98-85 sigri Philadelphia 76ers á Atlanta Hawks. Josh Smith skoraði 33 stig fyrir Atlanta en hann hitti úr 13 af 15 skotum sínum í leiknum. Indiana Pacers vann mikilvægan 107-105 sigur á Chicago Bulls í baráttunni um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina austan megin. T.J. Ford skoraði lykilkörfu í lokin og endaði með 22 stig og 9 stoðsendingar en Danny Granger var stigahæstur hjá Indiana með 31 stig. Derrick Rose skoraði 24 stig fyrir Bulls. Josh Howard kom til baka eftir meiðsli (11 leikir frá) og var með 14 stig og 6 fráköst á 22 mínútum í 108-88 sigri Dallas Mavericks á Minnesota Timberwolves. Jason Terry var stigahæstur hjá Dallas með 21 stig og Jason Kidd bætti við 8 stigum og 13 stoðsendingum en með þessum sigri náði Dallas fjögurra leikja forskoti á Phoenix í baráttunni um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina vestan megin. Kevin Love var með 23 stig og 12 fráköst hjá Minnesota.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru allt Keflvíkingar“ „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti