Lögreglan er traustsins verð Björn Bjarnason skrifar 23. júlí 2009 06:15 Um nokkurt árabil hélt Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins, uppi gagnrýni, of oft órökstuddri, á störf mín sem dómsmálaráðherra. Ég lét af því embætti 1. febrúar 2009, en Jón Kaldal heldur áfram að saka mig um vandræði í rekstri lögreglunnar, eins og lesa mátti í leiðara Fréttablaðsins 22. júlí. Áður en ég lét af störfum hafði ég lagt drög að því, að veittar yrðu 150 m. kr. aukalega úr ríkissjóði til lögreglumála, einkum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vildi ég, að komið yrði til móts við útgjöld vegna mikils álags við öryggisgæslu sl. haust og fram undir lok janúar. Eftir stjórnarskipti var málið úr mínum höndum. Á tímabilinu 2004-2008 hækkuðu útgjöld löggæslu úr 5,4 milljörðum króna á árinu 2004 í rúmlega 7,7 milljarða króna á árinu 2008. Hækkunin, 43%, á tímabilinu er rétt ríflega hækkun launavísitölu á sama tíma. Að kenna þessa þróun við „áralangt fjársvelti" eins og Jón Kaldal gerir í leiðara sínum, stenst ekki. Sé leitað að snöggum bletti á framvindu lögreglumála í minni tíð sem dómsmálaráðherra, mætti spyrja: Var nóg að gert til að breyta innri starfsskipan lögreglu? Eru hlutföll til dæmis rétt milli undirmanna og yfirmanna? Reifaðar voru hugmyndir um að fela einkaaðila að annast bílaflota lögreglunnar og tryggja endurnýjun hans auk annars tækjabúnaðar. Hefur verið horfið frá þeim? Jón Kaldal telur þróun löggæslumála „sérstakt rannsóknarefni". Mikil gögn og tölfræði liggur fyrir um þessa þróun á undanförnum árum. Jón ætti að kynna sér þau, áður en hann fellir dóma sína. Ég er stoltur af þróun lögreglumála undanfarin ár. Góður árangur lögreglumanna við úrlausn flókinna og viðkvæmra mála er til marks um mikinn metnað og áræði. Ég hvet til þess, að áfram verði unnið að því að efla löggæslu í landinu og búa lögreglumönnum sem best starfsskilyrði. Höfundur er fyrrverandi dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Um nokkurt árabil hélt Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins, uppi gagnrýni, of oft órökstuddri, á störf mín sem dómsmálaráðherra. Ég lét af því embætti 1. febrúar 2009, en Jón Kaldal heldur áfram að saka mig um vandræði í rekstri lögreglunnar, eins og lesa mátti í leiðara Fréttablaðsins 22. júlí. Áður en ég lét af störfum hafði ég lagt drög að því, að veittar yrðu 150 m. kr. aukalega úr ríkissjóði til lögreglumála, einkum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vildi ég, að komið yrði til móts við útgjöld vegna mikils álags við öryggisgæslu sl. haust og fram undir lok janúar. Eftir stjórnarskipti var málið úr mínum höndum. Á tímabilinu 2004-2008 hækkuðu útgjöld löggæslu úr 5,4 milljörðum króna á árinu 2004 í rúmlega 7,7 milljarða króna á árinu 2008. Hækkunin, 43%, á tímabilinu er rétt ríflega hækkun launavísitölu á sama tíma. Að kenna þessa þróun við „áralangt fjársvelti" eins og Jón Kaldal gerir í leiðara sínum, stenst ekki. Sé leitað að snöggum bletti á framvindu lögreglumála í minni tíð sem dómsmálaráðherra, mætti spyrja: Var nóg að gert til að breyta innri starfsskipan lögreglu? Eru hlutföll til dæmis rétt milli undirmanna og yfirmanna? Reifaðar voru hugmyndir um að fela einkaaðila að annast bílaflota lögreglunnar og tryggja endurnýjun hans auk annars tækjabúnaðar. Hefur verið horfið frá þeim? Jón Kaldal telur þróun löggæslumála „sérstakt rannsóknarefni". Mikil gögn og tölfræði liggur fyrir um þessa þróun á undanförnum árum. Jón ætti að kynna sér þau, áður en hann fellir dóma sína. Ég er stoltur af þróun lögreglumála undanfarin ár. Góður árangur lögreglumanna við úrlausn flókinna og viðkvæmra mála er til marks um mikinn metnað og áræði. Ég hvet til þess, að áfram verði unnið að því að efla löggæslu í landinu og búa lögreglumönnum sem best starfsskilyrði. Höfundur er fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar