Lögreglan er traustsins verð Björn Bjarnason skrifar 23. júlí 2009 06:15 Um nokkurt árabil hélt Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins, uppi gagnrýni, of oft órökstuddri, á störf mín sem dómsmálaráðherra. Ég lét af því embætti 1. febrúar 2009, en Jón Kaldal heldur áfram að saka mig um vandræði í rekstri lögreglunnar, eins og lesa mátti í leiðara Fréttablaðsins 22. júlí. Áður en ég lét af störfum hafði ég lagt drög að því, að veittar yrðu 150 m. kr. aukalega úr ríkissjóði til lögreglumála, einkum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vildi ég, að komið yrði til móts við útgjöld vegna mikils álags við öryggisgæslu sl. haust og fram undir lok janúar. Eftir stjórnarskipti var málið úr mínum höndum. Á tímabilinu 2004-2008 hækkuðu útgjöld löggæslu úr 5,4 milljörðum króna á árinu 2004 í rúmlega 7,7 milljarða króna á árinu 2008. Hækkunin, 43%, á tímabilinu er rétt ríflega hækkun launavísitölu á sama tíma. Að kenna þessa þróun við „áralangt fjársvelti" eins og Jón Kaldal gerir í leiðara sínum, stenst ekki. Sé leitað að snöggum bletti á framvindu lögreglumála í minni tíð sem dómsmálaráðherra, mætti spyrja: Var nóg að gert til að breyta innri starfsskipan lögreglu? Eru hlutföll til dæmis rétt milli undirmanna og yfirmanna? Reifaðar voru hugmyndir um að fela einkaaðila að annast bílaflota lögreglunnar og tryggja endurnýjun hans auk annars tækjabúnaðar. Hefur verið horfið frá þeim? Jón Kaldal telur þróun löggæslumála „sérstakt rannsóknarefni". Mikil gögn og tölfræði liggur fyrir um þessa þróun á undanförnum árum. Jón ætti að kynna sér þau, áður en hann fellir dóma sína. Ég er stoltur af þróun lögreglumála undanfarin ár. Góður árangur lögreglumanna við úrlausn flókinna og viðkvæmra mála er til marks um mikinn metnað og áræði. Ég hvet til þess, að áfram verði unnið að því að efla löggæslu í landinu og búa lögreglumönnum sem best starfsskilyrði. Höfundur er fyrrverandi dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Um nokkurt árabil hélt Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins, uppi gagnrýni, of oft órökstuddri, á störf mín sem dómsmálaráðherra. Ég lét af því embætti 1. febrúar 2009, en Jón Kaldal heldur áfram að saka mig um vandræði í rekstri lögreglunnar, eins og lesa mátti í leiðara Fréttablaðsins 22. júlí. Áður en ég lét af störfum hafði ég lagt drög að því, að veittar yrðu 150 m. kr. aukalega úr ríkissjóði til lögreglumála, einkum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vildi ég, að komið yrði til móts við útgjöld vegna mikils álags við öryggisgæslu sl. haust og fram undir lok janúar. Eftir stjórnarskipti var málið úr mínum höndum. Á tímabilinu 2004-2008 hækkuðu útgjöld löggæslu úr 5,4 milljörðum króna á árinu 2004 í rúmlega 7,7 milljarða króna á árinu 2008. Hækkunin, 43%, á tímabilinu er rétt ríflega hækkun launavísitölu á sama tíma. Að kenna þessa þróun við „áralangt fjársvelti" eins og Jón Kaldal gerir í leiðara sínum, stenst ekki. Sé leitað að snöggum bletti á framvindu lögreglumála í minni tíð sem dómsmálaráðherra, mætti spyrja: Var nóg að gert til að breyta innri starfsskipan lögreglu? Eru hlutföll til dæmis rétt milli undirmanna og yfirmanna? Reifaðar voru hugmyndir um að fela einkaaðila að annast bílaflota lögreglunnar og tryggja endurnýjun hans auk annars tækjabúnaðar. Hefur verið horfið frá þeim? Jón Kaldal telur þróun löggæslumála „sérstakt rannsóknarefni". Mikil gögn og tölfræði liggur fyrir um þessa þróun á undanförnum árum. Jón ætti að kynna sér þau, áður en hann fellir dóma sína. Ég er stoltur af þróun lögreglumála undanfarin ár. Góður árangur lögreglumanna við úrlausn flókinna og viðkvæmra mála er til marks um mikinn metnað og áræði. Ég hvet til þess, að áfram verði unnið að því að efla löggæslu í landinu og búa lögreglumönnum sem best starfsskilyrði. Höfundur er fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar