Helga Margrét náði ekki HM-lágmarki - bætti Íslandsmet Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júní 2009 15:02 Helga Margrét Þorsteinsdóttir, sjöþrautarkona. Mynd/Aleksandar Djorovic Helga Margrét Þorsteinsdóttir var hársbreidd frá því að ná lágmarki fyrir HM í fjölþraut sem fer fram í næsta mánuði. Hún bætti þó eigið Íslandsmet í sjöþraut kvenna og fékk bronsverðlaun á mótinu. Hún var að keppa á alþjóðlegu fjölþrautarmóti í Kladno í Tékklandi ásamt Einari Daða Lárusson og Ágústu Tryggvadóttur. Helga Margrét og Ágústa kepptu í sjöþraut kvenna og Einar Daði í tugþraut unglinga nítján ára og yngri. Ekki vantaði nema 22 stig að Helga Margrét næði lágmarkinu en alls hlaut hún 5878 stig sem er nýtt og glæsilegt Íslandsmet í sjöþraut kvenna. Hún var í öðru sæti og ekki nema 58 stigum á eftir Ólympíumeistaranum, Nataliy Dobrynska frá Úkraínu, eftir fyrri keppnisdaginn. Þá var hún á góðri leið með að ná Íslandsmetinu og ná HM-lágmarkinu. Hún byrjaði vel í dag er hún stökk 5,78 metra í langstökki. Það var bæting frá árangri hennar í sömu grein er hún bætti Íslandsmetið sitt. Hún hins vegar náði sér ekki á strik í spjótkasinu og ljóst að hún þyrfti að bæta sig talsvert í 800 metra hlaupinu til að ná HM-lágmarkinu. Hún bætti sig um tvær sekúndur en það dugði því miður ekki til. Engu að síður kom hún fyrst í mark í 800 metra hlaupinu og niðurstaðan glæsilegt Íslandsmet. Metið bætti hún um 157 stig.Árangur Helgu Margrétar: 100 m grindahlaup: 14,19 sek (952 stig) Hástökk: 1,73 m (891 stig) Kúluvarp: 14,09 m (800 stig) 200 m hlaup: 24,77 sek (908 stig)Fyrri dagur: 3551 stig Langstökk: 5,78 m (783 stig) Spjótkast: 40,17 m (671 stig) 800 m hlaup: 2:16,42 mín (873 stig) Samtals: 5878 stig Íþróttir Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira
Helga Margrét Þorsteinsdóttir var hársbreidd frá því að ná lágmarki fyrir HM í fjölþraut sem fer fram í næsta mánuði. Hún bætti þó eigið Íslandsmet í sjöþraut kvenna og fékk bronsverðlaun á mótinu. Hún var að keppa á alþjóðlegu fjölþrautarmóti í Kladno í Tékklandi ásamt Einari Daða Lárusson og Ágústu Tryggvadóttur. Helga Margrét og Ágústa kepptu í sjöþraut kvenna og Einar Daði í tugþraut unglinga nítján ára og yngri. Ekki vantaði nema 22 stig að Helga Margrét næði lágmarkinu en alls hlaut hún 5878 stig sem er nýtt og glæsilegt Íslandsmet í sjöþraut kvenna. Hún var í öðru sæti og ekki nema 58 stigum á eftir Ólympíumeistaranum, Nataliy Dobrynska frá Úkraínu, eftir fyrri keppnisdaginn. Þá var hún á góðri leið með að ná Íslandsmetinu og ná HM-lágmarkinu. Hún byrjaði vel í dag er hún stökk 5,78 metra í langstökki. Það var bæting frá árangri hennar í sömu grein er hún bætti Íslandsmetið sitt. Hún hins vegar náði sér ekki á strik í spjótkasinu og ljóst að hún þyrfti að bæta sig talsvert í 800 metra hlaupinu til að ná HM-lágmarkinu. Hún bætti sig um tvær sekúndur en það dugði því miður ekki til. Engu að síður kom hún fyrst í mark í 800 metra hlaupinu og niðurstaðan glæsilegt Íslandsmet. Metið bætti hún um 157 stig.Árangur Helgu Margrétar: 100 m grindahlaup: 14,19 sek (952 stig) Hástökk: 1,73 m (891 stig) Kúluvarp: 14,09 m (800 stig) 200 m hlaup: 24,77 sek (908 stig)Fyrri dagur: 3551 stig Langstökk: 5,78 m (783 stig) Spjótkast: 40,17 m (671 stig) 800 m hlaup: 2:16,42 mín (873 stig) Samtals: 5878 stig
Íþróttir Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira