Skorumst ekki undan Svandís Svavarsdóttir skrifar 16. október 2009 06:00 Frá því á Umhverfisþingi um liðna helgi þar sem ég fjallaði meðal annars um samningsmarkmið Íslands í loftslagsmálum hafa ýmsir stjórnarandstöðuþingmenn sett undir sig hausinn að því er virðist vísvitandi til að nesta umræðuna með blekkingum og rangfærslum. Það er sérkennilegur máti í stjórnmálum að láta sér ekki nægja raunverulegan ágreining um pólitísk markmið, leiðir og aðferðir heldur að leitast við að afflytja og skrumskæla umræðuna til þess eins að ná einni línu í fjölmiðli dagsins. Á Umhverfisþingi sagði ég að íslensk stjórnvöld færu ekki til Kaupmannahafnar til að biðja um nýjar undanþágur í loftslagsmálum og var því þá haldið fram að ég hefði afsalað þjóðinni einum 15 milljörðum á því tímabili sem Kýótó-bókunin nær yfir og að mál yrðu í algjöru uppnámi í árslok 2012 þegar fyrsta skuldbindingartímabil Kýótó rennur út. Hér er um fráleita staðhæfingu að ræða, sem er úr lausu lofti gripin. Staðreyndin er sú að engar breytingar verða á losunarheimildum íslenskra fyrirtækja á skuldbindingartímabili Kýótó-bókunarinnar, til ársloka 2012. Málið snýst um hvers konar kerfi við munum búa við eftir 2012. Við erum í annarri stöðu í samningaviðræðum nú en þegar samið var um Kýótó-bókunina fyrir áratug síðan. Við höfum í raun tekið upp reglur Evrópusambandsins (ESB) um losun gróðurhúsalofttegunda að hluta til, samkvæmt skuldbindingum okkar í EES- samningnum. Ísland er nú þegar, lagalega séð, hluti af viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og nú liggur fyrir að frá og með 1. janúar 2013 munu losunarheimildir til stóriðju hér á landi koma úr viðskiptakerfi ESB. Ekki liggja fyrir nákvæmar úthlutunarreglur á heimildum til ál- og járnblendiframleiðslu innan ESB. Þó bendir allt til þess að fyrirtæki á þessu sviði fái stærstan hluta heimilda og hugsanlega allar fríar í fyrstu, en síðan muni koma til vaxandi skerðingar á heimildum, sem fyrirtæki þurfa að mæta með því að draga úr losun eða kaupa heimildir. Þau fyrirtæki sem standa sig best koma best út úr þessu kerfi, en þau sem menga mikið þurfa að axla þyngri byrðar. Í þessu kerfi er það grundvallaratriði að staða fyrirtækja á ekki að vera ólík eftir ríkjum, heldur eingöngu eftir frammistöðu. Íslensk stjórnvöld hafa rætt við fulltrúa ESB um að taka á sig sameiginlega skuldbindingu gagnvart annarri losun gróðurhúsalofttegunda en þeirra sem falla undir viðskiptakerfi ESB. Slík lausn fæli einkum í sér þrennt: Í fyrsta lagi verður kerfisbreyting, þannig að íslensk fyrirtæki myndu ekki lengur sækja losunarheimildir úr séríslensku regluverki sem byggir á tímabundnu undanþáguákvæði, heldur úr samevrópsku kerfi, þar sem almennar reglur gilda. Í öðru lagi þyrftu Ísland og íslensk fyrirtæki ekki að búa við tvöfalt regluverk og miklu flóknara lagaumhverfi en önnur Evrópuríki. Í þriðja lagi myndi þetta þýða að Ísland tæki upp allt regluverk ESB í loftslagsmálum, en ekki einungis viðskiptakerfið. Þessi lausn er álitin miklu hagfelldari fyrir Ísland og íslensk fyrirtæki en sú að búa við tvöfalt kerfi skuldbindinga í loftslagsmálum. Enginn aukalegur kostnaður félli á Ísland eða íslensk fyrirtæki við þessa kerfisbreytingu, hvað þá 15 milljarðar eða einhver slík tala sem menn hafa haldið á lofti. Ég sagði á nýliðnu Umhverfisþingi að íslensk stjórnvöld færu ekki til Kaupmannahafnar til að biðja um nýjar undanþágur í loftslagsmálum. Við það stend ég. Það er engin von til þess að Ísland fái aukinn kvóta og nýjar flóknar sérlausnir á fundi þar sem allir verða beðnir um að draga úr losun. Ég mun gæta ítrustu hagsmuna Íslands í þessum viðræðum. Fyrir fyrirtæki sem þarfnast losunarheimilda þýðir það að þurfa ekki að standa frammi fyrir aukalegum skuldbindingum árið 2013 í viðbót við þær sem ljóst er að þau munu taka á sig með þátttöku í evrópska viðskiptakerfinu. Fyrir Ísland þýðir það að njóta sanngirni samanborið við önnur ríki og að geta borið höfuðið hátt í loftslagsmálum. Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, talaði í Háskólanum á dögunum. Hann nálgaðist loftslagsmálin á merkilegan hátt. Færeyingar eiga ekki aðild að Kyoto, en þeir vilja engu að síður taka á sig skuldbindingar framtíðarinnar. ,,Við skiptum kannski hlutfallslega engu máli þegar litið er á heildarmyndina, en við viljum taka þátt í að axla byrðarnar," sagði Johannesen. Færeyingar gætu orðið okkur fyrirmynd í því að axla ábyrgð af fullri reisn. Loftslagsmálin eru að líkindum stærsta og flóknasta viðfangsefni stjórnmála komandi ára og áratuga. Þar má Ísland ekki skorast undan. Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Frá því á Umhverfisþingi um liðna helgi þar sem ég fjallaði meðal annars um samningsmarkmið Íslands í loftslagsmálum hafa ýmsir stjórnarandstöðuþingmenn sett undir sig hausinn að því er virðist vísvitandi til að nesta umræðuna með blekkingum og rangfærslum. Það er sérkennilegur máti í stjórnmálum að láta sér ekki nægja raunverulegan ágreining um pólitísk markmið, leiðir og aðferðir heldur að leitast við að afflytja og skrumskæla umræðuna til þess eins að ná einni línu í fjölmiðli dagsins. Á Umhverfisþingi sagði ég að íslensk stjórnvöld færu ekki til Kaupmannahafnar til að biðja um nýjar undanþágur í loftslagsmálum og var því þá haldið fram að ég hefði afsalað þjóðinni einum 15 milljörðum á því tímabili sem Kýótó-bókunin nær yfir og að mál yrðu í algjöru uppnámi í árslok 2012 þegar fyrsta skuldbindingartímabil Kýótó rennur út. Hér er um fráleita staðhæfingu að ræða, sem er úr lausu lofti gripin. Staðreyndin er sú að engar breytingar verða á losunarheimildum íslenskra fyrirtækja á skuldbindingartímabili Kýótó-bókunarinnar, til ársloka 2012. Málið snýst um hvers konar kerfi við munum búa við eftir 2012. Við erum í annarri stöðu í samningaviðræðum nú en þegar samið var um Kýótó-bókunina fyrir áratug síðan. Við höfum í raun tekið upp reglur Evrópusambandsins (ESB) um losun gróðurhúsalofttegunda að hluta til, samkvæmt skuldbindingum okkar í EES- samningnum. Ísland er nú þegar, lagalega séð, hluti af viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og nú liggur fyrir að frá og með 1. janúar 2013 munu losunarheimildir til stóriðju hér á landi koma úr viðskiptakerfi ESB. Ekki liggja fyrir nákvæmar úthlutunarreglur á heimildum til ál- og járnblendiframleiðslu innan ESB. Þó bendir allt til þess að fyrirtæki á þessu sviði fái stærstan hluta heimilda og hugsanlega allar fríar í fyrstu, en síðan muni koma til vaxandi skerðingar á heimildum, sem fyrirtæki þurfa að mæta með því að draga úr losun eða kaupa heimildir. Þau fyrirtæki sem standa sig best koma best út úr þessu kerfi, en þau sem menga mikið þurfa að axla þyngri byrðar. Í þessu kerfi er það grundvallaratriði að staða fyrirtækja á ekki að vera ólík eftir ríkjum, heldur eingöngu eftir frammistöðu. Íslensk stjórnvöld hafa rætt við fulltrúa ESB um að taka á sig sameiginlega skuldbindingu gagnvart annarri losun gróðurhúsalofttegunda en þeirra sem falla undir viðskiptakerfi ESB. Slík lausn fæli einkum í sér þrennt: Í fyrsta lagi verður kerfisbreyting, þannig að íslensk fyrirtæki myndu ekki lengur sækja losunarheimildir úr séríslensku regluverki sem byggir á tímabundnu undanþáguákvæði, heldur úr samevrópsku kerfi, þar sem almennar reglur gilda. Í öðru lagi þyrftu Ísland og íslensk fyrirtæki ekki að búa við tvöfalt regluverk og miklu flóknara lagaumhverfi en önnur Evrópuríki. Í þriðja lagi myndi þetta þýða að Ísland tæki upp allt regluverk ESB í loftslagsmálum, en ekki einungis viðskiptakerfið. Þessi lausn er álitin miklu hagfelldari fyrir Ísland og íslensk fyrirtæki en sú að búa við tvöfalt kerfi skuldbindinga í loftslagsmálum. Enginn aukalegur kostnaður félli á Ísland eða íslensk fyrirtæki við þessa kerfisbreytingu, hvað þá 15 milljarðar eða einhver slík tala sem menn hafa haldið á lofti. Ég sagði á nýliðnu Umhverfisþingi að íslensk stjórnvöld færu ekki til Kaupmannahafnar til að biðja um nýjar undanþágur í loftslagsmálum. Við það stend ég. Það er engin von til þess að Ísland fái aukinn kvóta og nýjar flóknar sérlausnir á fundi þar sem allir verða beðnir um að draga úr losun. Ég mun gæta ítrustu hagsmuna Íslands í þessum viðræðum. Fyrir fyrirtæki sem þarfnast losunarheimilda þýðir það að þurfa ekki að standa frammi fyrir aukalegum skuldbindingum árið 2013 í viðbót við þær sem ljóst er að þau munu taka á sig með þátttöku í evrópska viðskiptakerfinu. Fyrir Ísland þýðir það að njóta sanngirni samanborið við önnur ríki og að geta borið höfuðið hátt í loftslagsmálum. Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, talaði í Háskólanum á dögunum. Hann nálgaðist loftslagsmálin á merkilegan hátt. Færeyingar eiga ekki aðild að Kyoto, en þeir vilja engu að síður taka á sig skuldbindingar framtíðarinnar. ,,Við skiptum kannski hlutfallslega engu máli þegar litið er á heildarmyndina, en við viljum taka þátt í að axla byrðarnar," sagði Johannesen. Færeyingar gætu orðið okkur fyrirmynd í því að axla ábyrgð af fullri reisn. Loftslagsmálin eru að líkindum stærsta og flóknasta viðfangsefni stjórnmála komandi ára og áratuga. Þar má Ísland ekki skorast undan. Höfundur er umhverfisráðherra.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun