Rannsóknargögn lögreglu skilin eftir á víðavangi 27. apríl 2009 18:59 Öll rannsóknargögn lögreglu í Pólstjörnumálinu og öðrum umfangsmiklum lögreglumálum voru skilin eftir á víðavangi. Á meðal þess sem þar var að finna voru ljósmyndir og aðrar viðkvæmar persónuupplýsingar. Lögmaður, sem stóð í flutningum um helgina, er ábyrgur. Í ruslagámi rétt við Þingvallavatn, sem er mikið notaður af fólki í sumarhúsum á svæðinu, fannst ekkert venjulegt rusl þegar fréttastofa kom á staðinn í morgun. Í staðinn var þar að finna mörg þúsund blaðsíður af rannsóknargöngum, afritum af lögregluskýrslum, ljósmyndum og fleira. Á meðal þeirra gagna sem þarna var að finna voru rannsóknargögn lögreglu úr pólstjörnumálinu svokallaða, einu stærsta fíkniefnamáli síðari tíma. Gögnin í gámnum voru gríðarlega ítarleg og nákvæm og í sumum tilfellum afar persónuleg. Nöfn kennitölur og bankaupplýsingar úr skilnaðarmálum, innheimtumálum og gjaldþrotamálum svo eitthvað sé nefnt. Viðlíka gögn úr öðrum umfangsmiklum sakamálum var einnig að finna í gámnum. Ljósmyndir sem voru í gámnum eru eru gott dæmi um það hvers konar göng þetta eru. Þær eru teknar af óeinkennisklæddum lögreglumönnum í Kaupmannahöfn og sýna höfuðpaurana í Pólstjórnumálinu á meðan smyglið var enn í undirbúningi. Ekki beint eitthvað sem þú vilt skilja eftir á glámbekk, Fréttastofa fann fljótlega út að gögnin eru af lögfræðistofunni Lega og tilheyra flest sakborningum sem lögfræðingar stofunnar hafa varið gegn ákærum undanfarin ár. Framkvæmdastjóri lögmannafélags Íslands sagði málið alvarlegt þegar fréttastofa ræddi við hann í dag. Lögmenn séu bundnir trúnaði við skjólstæðinga sína. Og hann hafi mögulega verið brotinn í þessu tilfelli. Viðkvæmum gögnum eigi að eyða þannig að tryggt sé að þau komist ekki í rangar hendur. Bjarni Hauksson hjá lögfræðistofunni Lega segir að gögnin hafi lent í ruslagámnum á Þingvöllum fyrir mistök sem urðu í flutningum um helgina. Þau yrðu tafarlaust fjarlægð. Hann sagðist miður sín vegna mistakanna. Pólstjörnumálið Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Öll rannsóknargögn lögreglu í Pólstjörnumálinu og öðrum umfangsmiklum lögreglumálum voru skilin eftir á víðavangi. Á meðal þess sem þar var að finna voru ljósmyndir og aðrar viðkvæmar persónuupplýsingar. Lögmaður, sem stóð í flutningum um helgina, er ábyrgur. Í ruslagámi rétt við Þingvallavatn, sem er mikið notaður af fólki í sumarhúsum á svæðinu, fannst ekkert venjulegt rusl þegar fréttastofa kom á staðinn í morgun. Í staðinn var þar að finna mörg þúsund blaðsíður af rannsóknargöngum, afritum af lögregluskýrslum, ljósmyndum og fleira. Á meðal þeirra gagna sem þarna var að finna voru rannsóknargögn lögreglu úr pólstjörnumálinu svokallaða, einu stærsta fíkniefnamáli síðari tíma. Gögnin í gámnum voru gríðarlega ítarleg og nákvæm og í sumum tilfellum afar persónuleg. Nöfn kennitölur og bankaupplýsingar úr skilnaðarmálum, innheimtumálum og gjaldþrotamálum svo eitthvað sé nefnt. Viðlíka gögn úr öðrum umfangsmiklum sakamálum var einnig að finna í gámnum. Ljósmyndir sem voru í gámnum eru eru gott dæmi um það hvers konar göng þetta eru. Þær eru teknar af óeinkennisklæddum lögreglumönnum í Kaupmannahöfn og sýna höfuðpaurana í Pólstjórnumálinu á meðan smyglið var enn í undirbúningi. Ekki beint eitthvað sem þú vilt skilja eftir á glámbekk, Fréttastofa fann fljótlega út að gögnin eru af lögfræðistofunni Lega og tilheyra flest sakborningum sem lögfræðingar stofunnar hafa varið gegn ákærum undanfarin ár. Framkvæmdastjóri lögmannafélags Íslands sagði málið alvarlegt þegar fréttastofa ræddi við hann í dag. Lögmenn séu bundnir trúnaði við skjólstæðinga sína. Og hann hafi mögulega verið brotinn í þessu tilfelli. Viðkvæmum gögnum eigi að eyða þannig að tryggt sé að þau komist ekki í rangar hendur. Bjarni Hauksson hjá lögfræðistofunni Lega segir að gögnin hafi lent í ruslagámnum á Þingvöllum fyrir mistök sem urðu í flutningum um helgina. Þau yrðu tafarlaust fjarlægð. Hann sagðist miður sín vegna mistakanna.
Pólstjörnumálið Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira