Áfram frítt í strætó? 2. júní 2009 06:00 Hildur Björnsdóttir skrifar um strætó Undanfarin ár hafa námsmönnum staðið til boða gjaldfrjálsar strætóferðir á höfuðborgarsvæðinu. Þjónustan hefur mælst vel fyrir meðal námsmanna og gefið góða raun í borginni. Nú hins vegar hyggjast strætóyfirvöld leggja niður gjaldfrjáls strætókort vegna fjárhagsörðugleika sem alls staðar láta að sér kveða í íslensku samfélagi. Stúdentaráð Háskóla Íslands harmar þau áform og óskar þess að námsmönnum verði áfram boðnar gjaldfrjálsar strætóferðir næsta skólaár. Langtímamarkmið gjaldfrjálsra strætókorta er aukin áhersla á notkun almenningssamgangna meðal ungs fólks, minni umferð einkabíla í borginni, bætt umhverfisvernd og aukinn sparnaður fyrir stúdenta og samfélagið í heild. Með gjaldfrjálsum strætókortum má kalla fram nauðsynlega viðhorfsbreytingu meðal borgarbúa, auka notkun strætisvagna og stuðla þannig að sparnaði hvað varðar gatnaviðgerðir, umferðarmannvirki og annað gatnaviðhald. Áður en öllum framangreindum markmiðum verður náð þarf þó einnig að taka leiðakerfi og þjónustu Strætó bs. til gagngerrar endurskoðunar svo strætisvagnar verði loks að ákjósanlegum fararkosti fyrir borgarbúa. Undirrituð kallar eftir því að ríkið styðji við erfiðan rekstur Strætó bs. með niðurfellingu opinberra gjalda og stuðli að bættum samgöngukostum í höfuðborginni. Styðja þarf sveitarfélögin í landinu við niðurgreiðslu strætókorta og tryggja að almenningssamgöngur verði að fýsilegum kosti fyrir námsmenn og allan almenning. Ólíkt því sem tíðkaðist síðasta skólaár eru stjórnvöld einnig hvött til að gæta jafnræðis og sjá til þess að allir námsmenn fái áfram frítt í strætó - óháð lögheimili eða þjóðaruppruna. Íslenski valdasprotinn er nú í höndum ríkisstjórnar sem í stjórnarsáttmála sínum leggur áherslu á græn gildi og stórefldar almenningssamgöngur. Nú þurfa menn að líta til framtíðar og taka ákvarðanir til hagsbóta fyrir samfélagið í heild - Íslendingar þurfa að ákveða hvers kyns höfuðborg þeir kjósa að byggja. Undirrituð hvetur því ríkisstjórnina til að standa við fögru orðin, stuðla að eflingu íslenskra almenningssamgangna og tryggja að námsmönnum verði áfram boðnar gjaldfrjálsar strætóferðir næsta skólaár. Höfundur er formaður SHÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Hildur Björnsdóttir skrifar um strætó Undanfarin ár hafa námsmönnum staðið til boða gjaldfrjálsar strætóferðir á höfuðborgarsvæðinu. Þjónustan hefur mælst vel fyrir meðal námsmanna og gefið góða raun í borginni. Nú hins vegar hyggjast strætóyfirvöld leggja niður gjaldfrjáls strætókort vegna fjárhagsörðugleika sem alls staðar láta að sér kveða í íslensku samfélagi. Stúdentaráð Háskóla Íslands harmar þau áform og óskar þess að námsmönnum verði áfram boðnar gjaldfrjálsar strætóferðir næsta skólaár. Langtímamarkmið gjaldfrjálsra strætókorta er aukin áhersla á notkun almenningssamgangna meðal ungs fólks, minni umferð einkabíla í borginni, bætt umhverfisvernd og aukinn sparnaður fyrir stúdenta og samfélagið í heild. Með gjaldfrjálsum strætókortum má kalla fram nauðsynlega viðhorfsbreytingu meðal borgarbúa, auka notkun strætisvagna og stuðla þannig að sparnaði hvað varðar gatnaviðgerðir, umferðarmannvirki og annað gatnaviðhald. Áður en öllum framangreindum markmiðum verður náð þarf þó einnig að taka leiðakerfi og þjónustu Strætó bs. til gagngerrar endurskoðunar svo strætisvagnar verði loks að ákjósanlegum fararkosti fyrir borgarbúa. Undirrituð kallar eftir því að ríkið styðji við erfiðan rekstur Strætó bs. með niðurfellingu opinberra gjalda og stuðli að bættum samgöngukostum í höfuðborginni. Styðja þarf sveitarfélögin í landinu við niðurgreiðslu strætókorta og tryggja að almenningssamgöngur verði að fýsilegum kosti fyrir námsmenn og allan almenning. Ólíkt því sem tíðkaðist síðasta skólaár eru stjórnvöld einnig hvött til að gæta jafnræðis og sjá til þess að allir námsmenn fái áfram frítt í strætó - óháð lögheimili eða þjóðaruppruna. Íslenski valdasprotinn er nú í höndum ríkisstjórnar sem í stjórnarsáttmála sínum leggur áherslu á græn gildi og stórefldar almenningssamgöngur. Nú þurfa menn að líta til framtíðar og taka ákvarðanir til hagsbóta fyrir samfélagið í heild - Íslendingar þurfa að ákveða hvers kyns höfuðborg þeir kjósa að byggja. Undirrituð hvetur því ríkisstjórnina til að standa við fögru orðin, stuðla að eflingu íslenskra almenningssamgangna og tryggja að námsmönnum verði áfram boðnar gjaldfrjálsar strætóferðir næsta skólaár. Höfundur er formaður SHÍ.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar