Keflavík í undanúrslitin 17. mars 2009 21:00 Keflvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta með sigri á Njarðvík í öðrum leik liðanna 104-92. Keflavík vann einvígið því 2-0. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi í kvöld. 20:55 - Keflavík vinnur leikinn. Lokatölur 104-92 og liðið vinnur því einvígið 2-0. 20:46. Njarðvík 79 - Keflavík 89. 2:47 mín eftir af leiknum. Sitton og Rosa skiptast á körfum. 20:39 - Njarðvík 73 - Keflavík 85. 4:45 eftir af leiknum. 20:31 - Njarðvíkingar neita að gefast upp og minnka muninn í 68-78 með tveimur þristum í röð frá Loga og Magnúsi. 7 mín eftir af leiknum. Þriðja leikhluta lokið. Njarðvík 59 - Keflavík 73. Keflvíkingar stóðust að mestu áhlaup heimamanna í þriðja leikhluta og eru með pálmann í höndunum fyrir lokaleikhlutann. Njarðvík er á leið í sumarfrí eftir tíu leikmínútur að öllu óbreyttu. 20:16 - Staðan 65-51 fyrir Keflavík þegar 2:57 eru eftir af þriðja leikhluta. Heimamenn miklu hressari en í fyrri hálfleik og skárra væri það nú. Þetta er orðið leikur á ný og áhorfendur að ærast hér í Ljónagryfjunni. 20:11 - Smá lífsmark hjá Njarðvík. Heimamenn hafa minnkað muninn í 60-45 eftir góða rispu. Á sama tíma hefur sóknarleikur Keflavíkur ekki gengið upp. Þriðji leikhluti hálfnaður. 20:00 - Jesse Rosa var stigahæsti leikmaður Keflavíkur í fyrri hálfleik með 21 stig og 4 stoðsendingar og 4 fráköst. Hann er með 25 í framlag líkt og Sigurður Þorsteinsson, en Sigurður er með 16 stig (8-10 í skotum) og 10 fráköst í hálfleiknum. Hjá Njarðvík er Logi Gunnarsson stigahæstur með 11 stig en hefur aðeins hitt úr 2 af 9 skotum sínum. Magnús Gunnarsson er með 10 stig. Hálfleikur. Keflavík hefur yfir 58-34. Það er hægt að lýsa leik Njarðvíkinga með einu orði. Vandræðalegt. Vörn liðsins er ekki nógu góð og menn eru hikandi í sókninni. Ekki bætir úr skák að Jesse Rosa hjá Keflavík er gjörsamlega að fara hamförum. Maðurinn er kominn með 21 stig og setti sjö í röð hér á stuttum kafla í öðrum leikhluta. 19:40 - Annar leikhluti hálfnaður. Keflavík hefur yfir 36-18 og ræður algjörlega ferðinni í leiknum. Jesse Rosa er með 11 stig hjá Keflavík og Sigurður Þorsteinsson 10. Magnús Gunnarsson 8 hjá Njarðvík. Fyrsta leikhluta lokið. Keflavík 26 - Njarðvík 14. Keflvíkingar byrja mun betur og hafa góða forystu eftir fyrsta leikhlutann. Njarðvíkingar verða að laga hjá sér vörnina. 19:29 - Keflavík hefur yfir 21-11. Góð rispa hjá gestunum. Ein og hálf mínúta eftir af fyrsta leikhluta. 19:21 - Leikhlé tekið þegar 6:06 eru eftir af fyrsta leikhluta. Keflavík yfir 6-2. Baráttan hefur verið gríðarleg hér á upphafsmínútunum en stóru byssurnar eru ekki að finna sig enn sem komið er. Logi Gunnarsson og Magnús Gunnarsson hafa klikkað á fyrstu fimm skotunum sínum samanlagt hjá Njarðvík. 19:15 - Joey Drummer og félagar í stuðningsmannasveit Keflavíkur láta sitt ekki eftir liggja og beina söngvum sínum yfir í græna enda stúkunnar. En nóg um það - leikurinn er hafinn! 19:12 - Nú er búið að kynna liðin og hávaðinn hér í gryfjunni er gríðarlegur. Stuðningsmenn Njarðvíkur berja trommur og leiðinlega margir þeirra virðast hafa mætt með flautur sem þeir þenja óspart. Þetta lofar góðu fyrir stemminguna. 19:04 - Nú styttist í að flautað verði til leiks hér í Ljónagryfjunni. Liðin eru búin að hita upp og áhorfendur bíða með eftirvæntingu á pöllunum. Rétt er að geta þess að leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport fyrir þá sem hafa aðgang að þeirri ágætu stöð. Arnar Björnsson og Friðrik Ingi lýsa leiknum beint og eru hressir að sjá. Dominos-deild karla Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Sjá meira
Keflvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta með sigri á Njarðvík í öðrum leik liðanna 104-92. Keflavík vann einvígið því 2-0. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi í kvöld. 20:55 - Keflavík vinnur leikinn. Lokatölur 104-92 og liðið vinnur því einvígið 2-0. 20:46. Njarðvík 79 - Keflavík 89. 2:47 mín eftir af leiknum. Sitton og Rosa skiptast á körfum. 20:39 - Njarðvík 73 - Keflavík 85. 4:45 eftir af leiknum. 20:31 - Njarðvíkingar neita að gefast upp og minnka muninn í 68-78 með tveimur þristum í röð frá Loga og Magnúsi. 7 mín eftir af leiknum. Þriðja leikhluta lokið. Njarðvík 59 - Keflavík 73. Keflvíkingar stóðust að mestu áhlaup heimamanna í þriðja leikhluta og eru með pálmann í höndunum fyrir lokaleikhlutann. Njarðvík er á leið í sumarfrí eftir tíu leikmínútur að öllu óbreyttu. 20:16 - Staðan 65-51 fyrir Keflavík þegar 2:57 eru eftir af þriðja leikhluta. Heimamenn miklu hressari en í fyrri hálfleik og skárra væri það nú. Þetta er orðið leikur á ný og áhorfendur að ærast hér í Ljónagryfjunni. 20:11 - Smá lífsmark hjá Njarðvík. Heimamenn hafa minnkað muninn í 60-45 eftir góða rispu. Á sama tíma hefur sóknarleikur Keflavíkur ekki gengið upp. Þriðji leikhluti hálfnaður. 20:00 - Jesse Rosa var stigahæsti leikmaður Keflavíkur í fyrri hálfleik með 21 stig og 4 stoðsendingar og 4 fráköst. Hann er með 25 í framlag líkt og Sigurður Þorsteinsson, en Sigurður er með 16 stig (8-10 í skotum) og 10 fráköst í hálfleiknum. Hjá Njarðvík er Logi Gunnarsson stigahæstur með 11 stig en hefur aðeins hitt úr 2 af 9 skotum sínum. Magnús Gunnarsson er með 10 stig. Hálfleikur. Keflavík hefur yfir 58-34. Það er hægt að lýsa leik Njarðvíkinga með einu orði. Vandræðalegt. Vörn liðsins er ekki nógu góð og menn eru hikandi í sókninni. Ekki bætir úr skák að Jesse Rosa hjá Keflavík er gjörsamlega að fara hamförum. Maðurinn er kominn með 21 stig og setti sjö í röð hér á stuttum kafla í öðrum leikhluta. 19:40 - Annar leikhluti hálfnaður. Keflavík hefur yfir 36-18 og ræður algjörlega ferðinni í leiknum. Jesse Rosa er með 11 stig hjá Keflavík og Sigurður Þorsteinsson 10. Magnús Gunnarsson 8 hjá Njarðvík. Fyrsta leikhluta lokið. Keflavík 26 - Njarðvík 14. Keflvíkingar byrja mun betur og hafa góða forystu eftir fyrsta leikhlutann. Njarðvíkingar verða að laga hjá sér vörnina. 19:29 - Keflavík hefur yfir 21-11. Góð rispa hjá gestunum. Ein og hálf mínúta eftir af fyrsta leikhluta. 19:21 - Leikhlé tekið þegar 6:06 eru eftir af fyrsta leikhluta. Keflavík yfir 6-2. Baráttan hefur verið gríðarleg hér á upphafsmínútunum en stóru byssurnar eru ekki að finna sig enn sem komið er. Logi Gunnarsson og Magnús Gunnarsson hafa klikkað á fyrstu fimm skotunum sínum samanlagt hjá Njarðvík. 19:15 - Joey Drummer og félagar í stuðningsmannasveit Keflavíkur láta sitt ekki eftir liggja og beina söngvum sínum yfir í græna enda stúkunnar. En nóg um það - leikurinn er hafinn! 19:12 - Nú er búið að kynna liðin og hávaðinn hér í gryfjunni er gríðarlegur. Stuðningsmenn Njarðvíkur berja trommur og leiðinlega margir þeirra virðast hafa mætt með flautur sem þeir þenja óspart. Þetta lofar góðu fyrir stemminguna. 19:04 - Nú styttist í að flautað verði til leiks hér í Ljónagryfjunni. Liðin eru búin að hita upp og áhorfendur bíða með eftirvæntingu á pöllunum. Rétt er að geta þess að leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport fyrir þá sem hafa aðgang að þeirri ágætu stöð. Arnar Björnsson og Friðrik Ingi lýsa leiknum beint og eru hressir að sjá.
Dominos-deild karla Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti