Framherjinn Zach Randolph hjá LA Clippers í NBA deildinni var handekinn vegna ölvunarakstur nokkrum klukkutímum eftir tap liðsins gegn LA Lakers í fyrrinótt.
Randolph hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann hjá Clippers í kjölfarið, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem kappinn er til vandræða - innan eða utan vallar.
Hann var dæmdur í bann fyrir að slá til mótherja síns í síðasta mánuði og þegar hann var leikmaður Portland fyrir nokkrum árum var hann handtekinn með fíkniefni í fórum sínum.