Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks eru bæði einum leik frá því að komast í næstu umferð í úrslitakeppni NBA eftir leiki næturinnar.
Kobe Bryant skoraði 38 stig fyrir Lakers í 108-94 sigri á Utah. Staðan því orðin 3-1 í einvíginu.
Sama staða er í einvígi Dallas og San Antonio en Dallas vann sinn þriðja leik í nótt. Tony Parker og Tim Duncan voru bestu menn Spurs en aðrir leikmenn voru meðvitundarlausir og það felldi liðið.
Spurs horfir því fram á að detta út í fyrstu umfeðr síðan árið 2000.
Chris Paul skoraði 32 stig og gaf 12 stoðsendingar þegar New Orleans kom til baka gegn Denver og minnkaði muninn í rimmunni í 2-1.
Miami er einnig komið 2-1 yfir gegn Atlanta en leikur liðanna í nótt var aldrei spennandi. Miami náði góðu forskoti í fyrri hálfleik og lét þá forystu aldrei af hendi.