Kobe Bryant var yfirburðarmaður á vellinum þegar Los Angeles Lakers saltaði Orlando Magic í fyrsta leik liðanna um NBA-meistaratitilinn í nótt. Hann skoraði 40 stig, tók átta fráköst, sendi átta stoðsendingar, varði tvo skot og stal tveimur boltum.
„Mig langar bara virkilega í titilinn, það er allt og sumt. Þú setur allt í leikinn þegar þú ert kominn inn á og tilfinningarnar yfirbuga mann," sagði Bryant eftir sigurinn.
„Mér líður frábærlega. Mér hefur aldrei liðið svona vel svona seint á tímabilinu á ferlinum. Mér líður stórkostlega," sagði hinn þrítugi Bryant.
Næsti leikur er annað kvöld og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Kobe Bryant hefur aldrei liðið betur
Hjalti Þór Hreinsson skrifar
