Umfjöllun: Jafntefli í toppslag Vals og Stjörnunnar Ómar Þorgeirsson skrifar 8. júní 2009 19:56 Kristín Ýr Bjarnadóttir í baráttu við leikmenn Stjörnunnar í kvöld. Mynd/Stefán Valur og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Vodafonevellinum í kvöld. Valsstúlkur fengu miklu fleiri marktækifæri í leiknum en Stjörnustúlkur börðust grimmilega og Sandra Sigurðardóttir markvörður Stjörnunnar fór hreinlega á kostum í markinu. Stjarnan komst yfir á 34. mínútu, nokkuð gegn gangi leiksins, en undirbúningur marksins var einkar glæsilegur. Stjörnustúlkan Björk Gunnarsdóttir lék á hvern varnarmanninn á fætur öðrum og gaf svo á Soffíu Arnþrúði Gunnarsdóttur sem skoraði með skoti frá vítateignum sem hafði viðkomu í varnarmanni Vals. Staðan var 0-1 fyrir Stjörnuna á hálfleik. Valur byrjaði hins vegar með látum í seinni hálfleik og strax á 50. mínútu jafnaði Kristín Ýr Bjarnadóttir leikinn fyrir Val. Stuttu síðar tóku Valsstúlkur svo forystu í leiknum þegar Rakel Logadóttir skoraði með föstu skoti eftir sendingu frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Mikil harka færðist í leikinn á lokakaflanum og fljúgandi tæklingar út um allan völl, enda toppsætið í húfi. Valsstúlkur fengu sem fyrr beittari færi en það voru Stjörnustúlkur sem skoruðu. Aðdragandi marksins var umdeildur en Sigurhjörtur Snorrason dómari leiksins dæmdi þá vítaspyrnu að því er virtist fyrir bakhrindingu á Aniku Laufeyju Baldursdóttur í vítateig Vals en mikil þvaga myndaðist í teignum og erfitt var að sjá hvað gerðist. Leikmenn Vals vildu hins vegar fá hendi dæmda á Aniku Laufeyju en hún handlék boltann greinilega eftir að meint brot hafði átt sér stað. Upphaflega dóminum var þó ekki haggað og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir brá sér á vítapunktinn en María Björg varði skot hennar. Ásgerður Stefanía hirti hins vegar frákastið og skoraði þá af miklu öryggi. Mark Ásgerðar Stefaníu reyndist lokamark leiksins og Stjörnustúlkur eðlilega sáttar í leikslok, með að hafa fengið stigið, en Valsstúlkur voru sárar og svekktar. Liðin eru nú efst og jöfn á toppi deildarinnar með sextán stig, ásamt Breiðabliki, en Valur er með besta markahlutfallið af liðunum þremur. Valur - Stjarnan 2-2 0-1 Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir (34.) 1-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (50.) 2-1 Rakel Logadóttir (57.) 2-2 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (86.) Vodafonevöllurinn. Áhorfendur: Óuppgefið. Dómari: Sigurhjörtur Snorrason Skot (á mark):15-9 (6-4)Varin skot: Sandra 4 - María Björg 2Horn: 8-5Aukaspyrnur fengnar: 17-14Rangstöður: 8-0 Valur (4-4-2): María Björg Ágústsdóttir Sif Atladóttir Pála Marie Einarsdóttir Embla Sigríður Grétarsdóttir Thelma Björk Einarsdóttir Rakel Logadóttir Katrín Jónsdóttir Helga Sjöfn Jóhannesdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir (90., Andrea Ýr Gústavsdóttir) Kristín Ýr Bjarnadóttir (74., Dagný Brynjarsdóttir) Dóra María Lárusdóttir Stjarnan (4-5-1): Sandra Sigurðardóttir Guðríður Hannesdóttir Eyrún Guðmundsdóttir Anna Björk Kristjánsdóttir Kristrún Kristjánsdóttir Inga Birna Friðjónsdóttir (45., Helga Franklínsdóttir) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ÁSgerður Stefanía Baldursdóttir Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir (82., Anika Laufey Baldursdóttir) Edda María Birgisdóttir Björk Gunnarsdóttir (73., Karen Sturludóttir) Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjá meira
Valur og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Vodafonevellinum í kvöld. Valsstúlkur fengu miklu fleiri marktækifæri í leiknum en Stjörnustúlkur börðust grimmilega og Sandra Sigurðardóttir markvörður Stjörnunnar fór hreinlega á kostum í markinu. Stjarnan komst yfir á 34. mínútu, nokkuð gegn gangi leiksins, en undirbúningur marksins var einkar glæsilegur. Stjörnustúlkan Björk Gunnarsdóttir lék á hvern varnarmanninn á fætur öðrum og gaf svo á Soffíu Arnþrúði Gunnarsdóttur sem skoraði með skoti frá vítateignum sem hafði viðkomu í varnarmanni Vals. Staðan var 0-1 fyrir Stjörnuna á hálfleik. Valur byrjaði hins vegar með látum í seinni hálfleik og strax á 50. mínútu jafnaði Kristín Ýr Bjarnadóttir leikinn fyrir Val. Stuttu síðar tóku Valsstúlkur svo forystu í leiknum þegar Rakel Logadóttir skoraði með föstu skoti eftir sendingu frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Mikil harka færðist í leikinn á lokakaflanum og fljúgandi tæklingar út um allan völl, enda toppsætið í húfi. Valsstúlkur fengu sem fyrr beittari færi en það voru Stjörnustúlkur sem skoruðu. Aðdragandi marksins var umdeildur en Sigurhjörtur Snorrason dómari leiksins dæmdi þá vítaspyrnu að því er virtist fyrir bakhrindingu á Aniku Laufeyju Baldursdóttur í vítateig Vals en mikil þvaga myndaðist í teignum og erfitt var að sjá hvað gerðist. Leikmenn Vals vildu hins vegar fá hendi dæmda á Aniku Laufeyju en hún handlék boltann greinilega eftir að meint brot hafði átt sér stað. Upphaflega dóminum var þó ekki haggað og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir brá sér á vítapunktinn en María Björg varði skot hennar. Ásgerður Stefanía hirti hins vegar frákastið og skoraði þá af miklu öryggi. Mark Ásgerðar Stefaníu reyndist lokamark leiksins og Stjörnustúlkur eðlilega sáttar í leikslok, með að hafa fengið stigið, en Valsstúlkur voru sárar og svekktar. Liðin eru nú efst og jöfn á toppi deildarinnar með sextán stig, ásamt Breiðabliki, en Valur er með besta markahlutfallið af liðunum þremur. Valur - Stjarnan 2-2 0-1 Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir (34.) 1-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (50.) 2-1 Rakel Logadóttir (57.) 2-2 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (86.) Vodafonevöllurinn. Áhorfendur: Óuppgefið. Dómari: Sigurhjörtur Snorrason Skot (á mark):15-9 (6-4)Varin skot: Sandra 4 - María Björg 2Horn: 8-5Aukaspyrnur fengnar: 17-14Rangstöður: 8-0 Valur (4-4-2): María Björg Ágústsdóttir Sif Atladóttir Pála Marie Einarsdóttir Embla Sigríður Grétarsdóttir Thelma Björk Einarsdóttir Rakel Logadóttir Katrín Jónsdóttir Helga Sjöfn Jóhannesdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir (90., Andrea Ýr Gústavsdóttir) Kristín Ýr Bjarnadóttir (74., Dagný Brynjarsdóttir) Dóra María Lárusdóttir Stjarnan (4-5-1): Sandra Sigurðardóttir Guðríður Hannesdóttir Eyrún Guðmundsdóttir Anna Björk Kristjánsdóttir Kristrún Kristjánsdóttir Inga Birna Friðjónsdóttir (45., Helga Franklínsdóttir) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ÁSgerður Stefanía Baldursdóttir Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir (82., Anika Laufey Baldursdóttir) Edda María Birgisdóttir Björk Gunnarsdóttir (73., Karen Sturludóttir)
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjá meira