Umfjöllun: Jafntefli í toppslag Vals og Stjörnunnar Ómar Þorgeirsson skrifar 8. júní 2009 19:56 Kristín Ýr Bjarnadóttir í baráttu við leikmenn Stjörnunnar í kvöld. Mynd/Stefán Valur og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Vodafonevellinum í kvöld. Valsstúlkur fengu miklu fleiri marktækifæri í leiknum en Stjörnustúlkur börðust grimmilega og Sandra Sigurðardóttir markvörður Stjörnunnar fór hreinlega á kostum í markinu. Stjarnan komst yfir á 34. mínútu, nokkuð gegn gangi leiksins, en undirbúningur marksins var einkar glæsilegur. Stjörnustúlkan Björk Gunnarsdóttir lék á hvern varnarmanninn á fætur öðrum og gaf svo á Soffíu Arnþrúði Gunnarsdóttur sem skoraði með skoti frá vítateignum sem hafði viðkomu í varnarmanni Vals. Staðan var 0-1 fyrir Stjörnuna á hálfleik. Valur byrjaði hins vegar með látum í seinni hálfleik og strax á 50. mínútu jafnaði Kristín Ýr Bjarnadóttir leikinn fyrir Val. Stuttu síðar tóku Valsstúlkur svo forystu í leiknum þegar Rakel Logadóttir skoraði með föstu skoti eftir sendingu frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Mikil harka færðist í leikinn á lokakaflanum og fljúgandi tæklingar út um allan völl, enda toppsætið í húfi. Valsstúlkur fengu sem fyrr beittari færi en það voru Stjörnustúlkur sem skoruðu. Aðdragandi marksins var umdeildur en Sigurhjörtur Snorrason dómari leiksins dæmdi þá vítaspyrnu að því er virtist fyrir bakhrindingu á Aniku Laufeyju Baldursdóttur í vítateig Vals en mikil þvaga myndaðist í teignum og erfitt var að sjá hvað gerðist. Leikmenn Vals vildu hins vegar fá hendi dæmda á Aniku Laufeyju en hún handlék boltann greinilega eftir að meint brot hafði átt sér stað. Upphaflega dóminum var þó ekki haggað og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir brá sér á vítapunktinn en María Björg varði skot hennar. Ásgerður Stefanía hirti hins vegar frákastið og skoraði þá af miklu öryggi. Mark Ásgerðar Stefaníu reyndist lokamark leiksins og Stjörnustúlkur eðlilega sáttar í leikslok, með að hafa fengið stigið, en Valsstúlkur voru sárar og svekktar. Liðin eru nú efst og jöfn á toppi deildarinnar með sextán stig, ásamt Breiðabliki, en Valur er með besta markahlutfallið af liðunum þremur. Valur - Stjarnan 2-2 0-1 Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir (34.) 1-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (50.) 2-1 Rakel Logadóttir (57.) 2-2 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (86.) Vodafonevöllurinn. Áhorfendur: Óuppgefið. Dómari: Sigurhjörtur Snorrason Skot (á mark):15-9 (6-4)Varin skot: Sandra 4 - María Björg 2Horn: 8-5Aukaspyrnur fengnar: 17-14Rangstöður: 8-0 Valur (4-4-2): María Björg Ágústsdóttir Sif Atladóttir Pála Marie Einarsdóttir Embla Sigríður Grétarsdóttir Thelma Björk Einarsdóttir Rakel Logadóttir Katrín Jónsdóttir Helga Sjöfn Jóhannesdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir (90., Andrea Ýr Gústavsdóttir) Kristín Ýr Bjarnadóttir (74., Dagný Brynjarsdóttir) Dóra María Lárusdóttir Stjarnan (4-5-1): Sandra Sigurðardóttir Guðríður Hannesdóttir Eyrún Guðmundsdóttir Anna Björk Kristjánsdóttir Kristrún Kristjánsdóttir Inga Birna Friðjónsdóttir (45., Helga Franklínsdóttir) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ÁSgerður Stefanía Baldursdóttir Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir (82., Anika Laufey Baldursdóttir) Edda María Birgisdóttir Björk Gunnarsdóttir (73., Karen Sturludóttir) Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Valur og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Vodafonevellinum í kvöld. Valsstúlkur fengu miklu fleiri marktækifæri í leiknum en Stjörnustúlkur börðust grimmilega og Sandra Sigurðardóttir markvörður Stjörnunnar fór hreinlega á kostum í markinu. Stjarnan komst yfir á 34. mínútu, nokkuð gegn gangi leiksins, en undirbúningur marksins var einkar glæsilegur. Stjörnustúlkan Björk Gunnarsdóttir lék á hvern varnarmanninn á fætur öðrum og gaf svo á Soffíu Arnþrúði Gunnarsdóttur sem skoraði með skoti frá vítateignum sem hafði viðkomu í varnarmanni Vals. Staðan var 0-1 fyrir Stjörnuna á hálfleik. Valur byrjaði hins vegar með látum í seinni hálfleik og strax á 50. mínútu jafnaði Kristín Ýr Bjarnadóttir leikinn fyrir Val. Stuttu síðar tóku Valsstúlkur svo forystu í leiknum þegar Rakel Logadóttir skoraði með föstu skoti eftir sendingu frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Mikil harka færðist í leikinn á lokakaflanum og fljúgandi tæklingar út um allan völl, enda toppsætið í húfi. Valsstúlkur fengu sem fyrr beittari færi en það voru Stjörnustúlkur sem skoruðu. Aðdragandi marksins var umdeildur en Sigurhjörtur Snorrason dómari leiksins dæmdi þá vítaspyrnu að því er virtist fyrir bakhrindingu á Aniku Laufeyju Baldursdóttur í vítateig Vals en mikil þvaga myndaðist í teignum og erfitt var að sjá hvað gerðist. Leikmenn Vals vildu hins vegar fá hendi dæmda á Aniku Laufeyju en hún handlék boltann greinilega eftir að meint brot hafði átt sér stað. Upphaflega dóminum var þó ekki haggað og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir brá sér á vítapunktinn en María Björg varði skot hennar. Ásgerður Stefanía hirti hins vegar frákastið og skoraði þá af miklu öryggi. Mark Ásgerðar Stefaníu reyndist lokamark leiksins og Stjörnustúlkur eðlilega sáttar í leikslok, með að hafa fengið stigið, en Valsstúlkur voru sárar og svekktar. Liðin eru nú efst og jöfn á toppi deildarinnar með sextán stig, ásamt Breiðabliki, en Valur er með besta markahlutfallið af liðunum þremur. Valur - Stjarnan 2-2 0-1 Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir (34.) 1-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (50.) 2-1 Rakel Logadóttir (57.) 2-2 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (86.) Vodafonevöllurinn. Áhorfendur: Óuppgefið. Dómari: Sigurhjörtur Snorrason Skot (á mark):15-9 (6-4)Varin skot: Sandra 4 - María Björg 2Horn: 8-5Aukaspyrnur fengnar: 17-14Rangstöður: 8-0 Valur (4-4-2): María Björg Ágústsdóttir Sif Atladóttir Pála Marie Einarsdóttir Embla Sigríður Grétarsdóttir Thelma Björk Einarsdóttir Rakel Logadóttir Katrín Jónsdóttir Helga Sjöfn Jóhannesdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir (90., Andrea Ýr Gústavsdóttir) Kristín Ýr Bjarnadóttir (74., Dagný Brynjarsdóttir) Dóra María Lárusdóttir Stjarnan (4-5-1): Sandra Sigurðardóttir Guðríður Hannesdóttir Eyrún Guðmundsdóttir Anna Björk Kristjánsdóttir Kristrún Kristjánsdóttir Inga Birna Friðjónsdóttir (45., Helga Franklínsdóttir) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ÁSgerður Stefanía Baldursdóttir Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir (82., Anika Laufey Baldursdóttir) Edda María Birgisdóttir Björk Gunnarsdóttir (73., Karen Sturludóttir)
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti