Stjörnumenn hafa aldrei unnið Keflavík - geta breytt því í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2009 18:00 Gunnar Einarsson var sjóðheitur í fyrri leiknum gegn Stjörnunni. Mynd/Vilhelm Stjarnan hefur unnið alla sex heimaleiki sína undir stjórn Teits Örlygssonar en Stjörnumenn þurfa að endurskrifa sögu félagsins í úrvalsdeild ætli þeir að bæta við þá sigurgöngu. Stjarnan tekur á móti Keflavík í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19.15 í Íþróttahúsinu í Ásgarði. Stjarnan hefur aldrei unnið Keflavík í úrvalsdeild karla. Liðin hafa mæst fimm sinnum í úrvalsdeild karla og Keflavík hefur unnið alla leikina með 12 til 55 stiga mun. Að meðaltali hefur Keflavík unnið Garðbæinga með 27,8 stiga mun í þessum fimm leikjum. Keflavík vann fyrri leik liðanna i vetur með 34 stiga mun í Keflavík, 93-59, en það er stærsta tap Stjörnunnar á tímabilinu. Stjörnumenn réðu þá ekkert við Gunnar Einarsson sem skoraði 33 stig í leiknum þar af 21 stig úr þriggja stiga skotum. Sigurður Gunnar Þorsteinsson, miðherji Keflavíkurliðsins, var einnig illviðráðanlegur undir körfunum í þessum leik en hann var með 22 stig, 19 fráköst og 5 varin skot í þessum stórsigri liðsins. Stjörnumaðurinn Justin Shouse vill væntanlega bæta fyrir sína frammistöðu í leiknum í nóvember þar sem hann klikkaði á 7 af 9 skotum og var með 4 stig, 1 stoðsendingu og 7 tapaða bolta. Stjarnan á enn eftir að vinna sinn fyrsta leik eftir að bikarmeistaratitillinn kom í hús en liðið lá með 29 stigum gegn KR í síðasta leik. Keflvíkingar hafa verið á góðri siglingu á útivöllum þar sem liðið hefur unnið fimm leiki í röð. Keflavík hefur unnið alla þess fimm útileiki með 14 stigum eða meira. Leikir Stjörnunnar og Keflavíkur í úrvalsdeild karla: 14. október 2001 Stjarnan-Keflavík 83-95 (Keflavík +12) 18. janúar 2002 Keflavík-Stjarnan 120-65 (Keflavík +55) 15. nóvember 2007 Stjarnan-Keflavík 101-80 (Keflavík +21) 17. febrúar 2008 Keflavík-Stjarnan 95-78 (Keflavík +17) 17. nóvember 2008 Keflavík-Stjarnan 93-59 (Keflavík +34) Dominos-deild karla Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Stjarnan hefur unnið alla sex heimaleiki sína undir stjórn Teits Örlygssonar en Stjörnumenn þurfa að endurskrifa sögu félagsins í úrvalsdeild ætli þeir að bæta við þá sigurgöngu. Stjarnan tekur á móti Keflavík í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19.15 í Íþróttahúsinu í Ásgarði. Stjarnan hefur aldrei unnið Keflavík í úrvalsdeild karla. Liðin hafa mæst fimm sinnum í úrvalsdeild karla og Keflavík hefur unnið alla leikina með 12 til 55 stiga mun. Að meðaltali hefur Keflavík unnið Garðbæinga með 27,8 stiga mun í þessum fimm leikjum. Keflavík vann fyrri leik liðanna i vetur með 34 stiga mun í Keflavík, 93-59, en það er stærsta tap Stjörnunnar á tímabilinu. Stjörnumenn réðu þá ekkert við Gunnar Einarsson sem skoraði 33 stig í leiknum þar af 21 stig úr þriggja stiga skotum. Sigurður Gunnar Þorsteinsson, miðherji Keflavíkurliðsins, var einnig illviðráðanlegur undir körfunum í þessum leik en hann var með 22 stig, 19 fráköst og 5 varin skot í þessum stórsigri liðsins. Stjörnumaðurinn Justin Shouse vill væntanlega bæta fyrir sína frammistöðu í leiknum í nóvember þar sem hann klikkaði á 7 af 9 skotum og var með 4 stig, 1 stoðsendingu og 7 tapaða bolta. Stjarnan á enn eftir að vinna sinn fyrsta leik eftir að bikarmeistaratitillinn kom í hús en liðið lá með 29 stigum gegn KR í síðasta leik. Keflvíkingar hafa verið á góðri siglingu á útivöllum þar sem liðið hefur unnið fimm leiki í röð. Keflavík hefur unnið alla þess fimm útileiki með 14 stigum eða meira. Leikir Stjörnunnar og Keflavíkur í úrvalsdeild karla: 14. október 2001 Stjarnan-Keflavík 83-95 (Keflavík +12) 18. janúar 2002 Keflavík-Stjarnan 120-65 (Keflavík +55) 15. nóvember 2007 Stjarnan-Keflavík 101-80 (Keflavík +21) 17. febrúar 2008 Keflavík-Stjarnan 95-78 (Keflavík +17) 17. nóvember 2008 Keflavík-Stjarnan 93-59 (Keflavík +34)
Dominos-deild karla Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira