Þrír Bandaríkjamenn fá Nóbelsverðlaunin í læknisfræði í ár fyrir að hafa fundið skýringar á því hvernig litningar halda sér ósködduðum þegar frumur skiptast.
Verðlaunahafarnir eru Elizabeth H. Blackburn, Carol W. Greider og Jack W. Szostak, en þetta er í fyrsta sinn sem tvær konur eru meðal verðlaunahafa í læknisfræði.
Verðlaunin verða afhent í Stokkhólmi hinn 10. desember.
Í dag verður tilkynnt hverjir fá Nóbelsverðlaun í eðlisfræði, á morgun efnafræði, á fimmtudag í bókmenntum og á föstudag hverjir hljóta friðarverðlaunin í ár.
Áttuðu sig á starfi litninga
Guðsteinn Bjarnason skrifar
