Ótrúlegur sigur Chicago á Boston Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. apríl 2009 11:23 Derrick Rose tekur skot að körfunni í gær. Nordic Photos / Getty Images Úrslitakeppnin í NBA-deildinni hófst í gær með fjórum leikjum. Óvæntustu úrslitin voru að meistarar Boston töpuðu á heimavelli fyrir Chicago, 105-103, í framlengdum leik. Leikstjórnandinn og nýliðinn Derrick Rose átti stórleik fyrir Chicago og skoraði 36 stig í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni á ferlinum. Hann gaf einnig ellefu stoðsendingar í leiknum. Kareem Abdul-Jabbar skoraði einnig 36 stig í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni sem er met hjá nýliða í sögu NBA-deildarinnar. Rose varð einnig aðeins annar maðurinn í sögunni til að skora minnst 35 stig og gefa stoðsendingar í sínum fyrsta leik í úrslitakeppninni. Næsti leikur liðanna er á mánudaginn en á þann dag verða nákvæmlega 23 ár liðin frá því að þessi lið mættust í úrslitakeppninni í frægum leik. Michael Jordan skoraði 63 stig í leiknum en Boston fagnaði engu að síður sigri. „Ég vona að þetta verði til þess að við vöknum til lífsins," sagði Paul Pierce sem skoraði 23 stig fyrir Boston í leiknum. „Chicago er ekki bara sátt við að vera í úrslitakeppnina. Þeir vilja ná lengra." Tyrus Thomas skoraði sextán stig fyrir Chicago, þar af sex af átta stigum liðsins í framlengingunni. Hann skoraði sigurkörfu leiksins þegar 51 sekúnda var eftir af framlengingunni. Sigurinn þýðir að Chicago á nú möguleika á að slá Boston úr leik með því að vinna heimaleiki sína í rimmu liðanna. Greinilegt er að Boston saknar Kevin Garnett sem er frá vegna meiðsla. Óvíst er hvort hann verði orðinn klár áður en úrslitakeppninni lýkur. Rajon Rando var með 29 stig í leiknum en Ray Allen átti skelfilegan dag. Hann skoraði fjögur stig og hitti úr einu af tólf skotum. Pierce átti möguleika að tryggja Boston sigur í stöðunni 97-96 fyrir Chicago. Hann fór á vítalínuna og náði að jafna metin en klikkaði á síðara vítinu. Þrjár aðrar rimmur hófust í gær. Dallas gerði sér lítið fyrir og vann San Antonio á útivelli, 105-97. Þetta var fyrsti sigur Dallas á útivelli í úrslitakeppninni í þrjú ár. Josh Howard skoraði 25 stig fyrir Dallas. Cleveland vann Detroit, 102-84. LeBron James setti niður flautuþrist í lok fyrri hálfleiks og var alls með 38 stig, átta fráköst og sjö stoðsendingar. Houston vann Portland, 108-81. Yao Ming skoraði 24 stig fyrir Houston - öll í fyrri hálfleik. NBA Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fleiri fréttir Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Sjá meira
Úrslitakeppnin í NBA-deildinni hófst í gær með fjórum leikjum. Óvæntustu úrslitin voru að meistarar Boston töpuðu á heimavelli fyrir Chicago, 105-103, í framlengdum leik. Leikstjórnandinn og nýliðinn Derrick Rose átti stórleik fyrir Chicago og skoraði 36 stig í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni á ferlinum. Hann gaf einnig ellefu stoðsendingar í leiknum. Kareem Abdul-Jabbar skoraði einnig 36 stig í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni sem er met hjá nýliða í sögu NBA-deildarinnar. Rose varð einnig aðeins annar maðurinn í sögunni til að skora minnst 35 stig og gefa stoðsendingar í sínum fyrsta leik í úrslitakeppninni. Næsti leikur liðanna er á mánudaginn en á þann dag verða nákvæmlega 23 ár liðin frá því að þessi lið mættust í úrslitakeppninni í frægum leik. Michael Jordan skoraði 63 stig í leiknum en Boston fagnaði engu að síður sigri. „Ég vona að þetta verði til þess að við vöknum til lífsins," sagði Paul Pierce sem skoraði 23 stig fyrir Boston í leiknum. „Chicago er ekki bara sátt við að vera í úrslitakeppnina. Þeir vilja ná lengra." Tyrus Thomas skoraði sextán stig fyrir Chicago, þar af sex af átta stigum liðsins í framlengingunni. Hann skoraði sigurkörfu leiksins þegar 51 sekúnda var eftir af framlengingunni. Sigurinn þýðir að Chicago á nú möguleika á að slá Boston úr leik með því að vinna heimaleiki sína í rimmu liðanna. Greinilegt er að Boston saknar Kevin Garnett sem er frá vegna meiðsla. Óvíst er hvort hann verði orðinn klár áður en úrslitakeppninni lýkur. Rajon Rando var með 29 stig í leiknum en Ray Allen átti skelfilegan dag. Hann skoraði fjögur stig og hitti úr einu af tólf skotum. Pierce átti möguleika að tryggja Boston sigur í stöðunni 97-96 fyrir Chicago. Hann fór á vítalínuna og náði að jafna metin en klikkaði á síðara vítinu. Þrjár aðrar rimmur hófust í gær. Dallas gerði sér lítið fyrir og vann San Antonio á útivelli, 105-97. Þetta var fyrsti sigur Dallas á útivelli í úrslitakeppninni í þrjú ár. Josh Howard skoraði 25 stig fyrir Dallas. Cleveland vann Detroit, 102-84. LeBron James setti niður flautuþrist í lok fyrri hálfleiks og var alls með 38 stig, átta fráköst og sjö stoðsendingar. Houston vann Portland, 108-81. Yao Ming skoraði 24 stig fyrir Houston - öll í fyrri hálfleik.
NBA Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fleiri fréttir Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Sjá meira