Hugsum bara um sigur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. júní 2009 07:00 Guðmundur tók virkan þátt í leiknum á sunnudag og verður án vafa álíka líflegur á hliðarlínunni í dag. Mynd/Valli Íslenska landsliðið getur tryggt sig inn á EM í dag með því að sigra eða ná jafntefli gegn Makedóníumönnum. Tapi liðið leiknum er draumurinn um að komast á EM samt ekki úti þar sem sigur ytra gegn Eistlandi dugar liðinu. Strákarnir voru grátlega nálægt því að tryggja sætið um síðustu helgi gegn Norðmönnum. Eftir frábæran leik missti liðið unninn leik niður í jafntefli. Það voru mikil vonbrigði. „Maður verður bara að sætta sig við þetta en þetta var eins og að vera kýldur fast í andlitið," sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og var bersýnilega enn svekktur að hafa ekki klárað dæmið á sunnudaginn síðasta. Hann segir strákunum hafa gengið vel að vinna með vonbrigðin og þeir verða tilbúnir í slaginn í kvöld að hans mati. Þar sé stefnan sett á sigur og ekkert annað. „Leikurinn gegn Makedóníumönnum verður enn meira spennandi fyrir vikið og þar af leiðandi skemmtilegra að spila hann. Það truflar okkur ekkert að vita að við megum tapa leiknum. Það eina sem við hugsum um er að vinna leikinn og tryggja sætið," sagði Guðmundur sem vill vinna riðilinn svo Ísland eigi möguleika á að komast í efsta styrkleikaflokk þegar dregið verður í riðla á EM. Eins og er búið að margtyggja þá hefur íslenska liðið verið einstaklega óheppið með meiðsli og frammistaða liðsins í riðlakeppninni hefur komið þægilega á óvart í ljósi alls mótlætisins. „Það á það til að gleymast í umræðunni. Eins og á móti Noregi voru vonbrigði að gera jafntefli en það má ekki gleyma því að leikurinn var vel leikinn lengstum af okkar hálfu og ég var virkilega ánægður með margt í leiknum," sagði Guðmundur en strákarnir þurfa að eiga annan góðan leik í dag til þess að leggja sterkt lið Makedóníu. „Ég skora á fólk að koma og troðfylla Höllina. Við þurfum á mjög öflugum stuðningi eins og hefur verið á þessum 17. júní leikjunum. Svo held ég að fólk verði ekki svikið af því að mæta og taka þátt í fjörinu," sagði Guðmundur Guðmundsson að lokum. Aron Pálmarsson verður líklega ekki með liðinu í dag vegna meiðsla en Snorri Steinn Guðjónsson mun geta beitt sér en hann kom mjög sterkur inn í leiknum gegn Norðmönnum. Íslenski handboltinn Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Sjá meira
Íslenska landsliðið getur tryggt sig inn á EM í dag með því að sigra eða ná jafntefli gegn Makedóníumönnum. Tapi liðið leiknum er draumurinn um að komast á EM samt ekki úti þar sem sigur ytra gegn Eistlandi dugar liðinu. Strákarnir voru grátlega nálægt því að tryggja sætið um síðustu helgi gegn Norðmönnum. Eftir frábæran leik missti liðið unninn leik niður í jafntefli. Það voru mikil vonbrigði. „Maður verður bara að sætta sig við þetta en þetta var eins og að vera kýldur fast í andlitið," sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og var bersýnilega enn svekktur að hafa ekki klárað dæmið á sunnudaginn síðasta. Hann segir strákunum hafa gengið vel að vinna með vonbrigðin og þeir verða tilbúnir í slaginn í kvöld að hans mati. Þar sé stefnan sett á sigur og ekkert annað. „Leikurinn gegn Makedóníumönnum verður enn meira spennandi fyrir vikið og þar af leiðandi skemmtilegra að spila hann. Það truflar okkur ekkert að vita að við megum tapa leiknum. Það eina sem við hugsum um er að vinna leikinn og tryggja sætið," sagði Guðmundur sem vill vinna riðilinn svo Ísland eigi möguleika á að komast í efsta styrkleikaflokk þegar dregið verður í riðla á EM. Eins og er búið að margtyggja þá hefur íslenska liðið verið einstaklega óheppið með meiðsli og frammistaða liðsins í riðlakeppninni hefur komið þægilega á óvart í ljósi alls mótlætisins. „Það á það til að gleymast í umræðunni. Eins og á móti Noregi voru vonbrigði að gera jafntefli en það má ekki gleyma því að leikurinn var vel leikinn lengstum af okkar hálfu og ég var virkilega ánægður með margt í leiknum," sagði Guðmundur en strákarnir þurfa að eiga annan góðan leik í dag til þess að leggja sterkt lið Makedóníu. „Ég skora á fólk að koma og troðfylla Höllina. Við þurfum á mjög öflugum stuðningi eins og hefur verið á þessum 17. júní leikjunum. Svo held ég að fólk verði ekki svikið af því að mæta og taka þátt í fjörinu," sagði Guðmundur Guðmundsson að lokum. Aron Pálmarsson verður líklega ekki með liðinu í dag vegna meiðsla en Snorri Steinn Guðjónsson mun geta beitt sér en hann kom mjög sterkur inn í leiknum gegn Norðmönnum.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Sjá meira