Handbolti

HM í Kína: Stelpurnar hans Þóris og Florentina áfram á sigurbraut

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kari Mette Johansen var í miklu stuði í lokin.
Kari Mette Johansen var í miklu stuði í lokin. Mynd/AFP
Norsku og rúmensku kvennalandsliðin unnu bæði leiki sína í annarri umferð á HM í kvennahandbolta í Kína í dag. Norska liðið vann ellefu marka sigur á Túnis, 36-25, en Rúmenska liðið vann 37-28 sigur á Japan.

Norska liðið byrjaði vel og komst í 5-1 og 14-7 en Túnisliðið gafst ekki upp minnkaði muninn í fjögur mörk fyrir hálfleik (14-18) og niður í tvö mörk (19-21) í upphafi seinni hálfleiks. Þá fóru þær norsku í stuð og unnu síðustu 18 mínútur leiksins 15-6 og þar með leikinn með ellefu mörkum.

Kari Mette Johansen skoraði öll sex mörk sín í leiknum á þessum lokakafla en hún var markahæst í norska liðinu ásamt Heidi Loke en Camilla Herrem skoraði fimm mörk.

Florentina Stanciu fann sig ekki eins vel á móti Japan og í fyrsta leiknum á móti Chile en hún varði 5 af 21 skoti (24 prósent) sem hún fékk á sig í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×