Arteta varðist ásökunum: „Þá væri ég mjög tregur“ Sindri Sverrisson skrifar 25. september 2024 07:31 Mikel Arteta fer yfir málin með Gabriel Jesus á Etihad-leikvanginum á sunnudaginn. Getty/James Gill Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir ekkert athugavert við það hvernig lið hans spilaði í 2-2 jafnteflinu við Manchester City í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag. Arsenal missti Leandro Trossard af velli með rautt spjald í lok fyrri hálfleiks en var aðeins nokkrum sekúndum frá því að halda út og landa 2-1 sigri. Liðið hefur verið sakað um að tefja og þeir John Stones og Kyle Walker létu hafa eftir sér að Arsenal-menn beittu bellibrögðum til að verja forskot sitt. Arteta sagði fátt annað hafa verið í stöðunni fyrir Arsenal en að verjast mjög aftarlega manni færri, og benti á hvernig City brást við þegar liðið var manni færra í skamma stund í fyrri hálfleik, vegna meiðsla Rodri. Sjáið hvað City gerði sínar þrjátíu sekúndur „Við urðum að spila leikinn með þeim hætti sem við gerðum. City var með tíu menn í þrjátíu sekúndur. Sjáið hvað þeir gerðu þá. Það er eðlilegt,“ segir Arteta en á meðan að City beið eftir að geta skipt Rodri af velli braut Ilkay Gündogan af sér, og Bernardo Silva stóð fyrir boltanum svo að Arsenal gæti ekki tekið aukaspyrnuna hratt. Arteta segir að það væri hreinlega til marks um heimsku ef að hann lærði ekki af fyrri leikjum: „Því miður höfum við lent í sömu stöðu áður. Við lentum í því sama með Granit [Xhaka] þegar við töpuðum 5-0 [árið 2021]. Svo það er eins gott að við lærum. Ef við gerðum það ekki þá væri ég mjög tregur,“ sagði Arteta. Segir ljóst að einhverjir missi af leiknum í kvöld Fjórir leikmenn Arsenal lögðust niður vegna krampa í seinni hálfleiknum geng City, þeir David Raya, Jurrien Timber, Riccardo Calafiori og Gabriel Martinelli. Það þótti til marks um að liðið væri að tefja en Arteta segir ljóst að ekki geti allir spilað leikinn við Bolton í deildabikarnum í kvöld. „Ég kýs alltaf að halda mig við staðreyndir, frekar en að áætla eitthvað. Við skulum sjá til hver getur spilað [í kvöld] og síðan getum við talað um bellibrögð eða slíkt. Því miður já, þá verða einhverjir leikmenn ekki til taks,“ sagði Arteta. Erling Haaland to Mikel Arteta and Gabriel Jesus after Man City’s 2-2 draw vs. Arsenal 😲 pic.twitter.com/aoFdTBSlXn— ESPN UK (@ESPNUK) September 23, 2024 Stjórinn var einnig spurður út í það þegar Erling Haaland var með stæla við hann eftir leik. Norðmaðurinn kallaði tvívegis til Arteta: „Vertu áfram auðmjúkur.“ Spánverjinn vildi ekki gera neitt úr því: „Þetta er hluti af fótboltanum. Hluti af íþróttum. Eftir leik gufar allt upp og menn snúa sér að öðru,“ sagði Arteta. Enski boltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira
Arsenal missti Leandro Trossard af velli með rautt spjald í lok fyrri hálfleiks en var aðeins nokkrum sekúndum frá því að halda út og landa 2-1 sigri. Liðið hefur verið sakað um að tefja og þeir John Stones og Kyle Walker létu hafa eftir sér að Arsenal-menn beittu bellibrögðum til að verja forskot sitt. Arteta sagði fátt annað hafa verið í stöðunni fyrir Arsenal en að verjast mjög aftarlega manni færri, og benti á hvernig City brást við þegar liðið var manni færra í skamma stund í fyrri hálfleik, vegna meiðsla Rodri. Sjáið hvað City gerði sínar þrjátíu sekúndur „Við urðum að spila leikinn með þeim hætti sem við gerðum. City var með tíu menn í þrjátíu sekúndur. Sjáið hvað þeir gerðu þá. Það er eðlilegt,“ segir Arteta en á meðan að City beið eftir að geta skipt Rodri af velli braut Ilkay Gündogan af sér, og Bernardo Silva stóð fyrir boltanum svo að Arsenal gæti ekki tekið aukaspyrnuna hratt. Arteta segir að það væri hreinlega til marks um heimsku ef að hann lærði ekki af fyrri leikjum: „Því miður höfum við lent í sömu stöðu áður. Við lentum í því sama með Granit [Xhaka] þegar við töpuðum 5-0 [árið 2021]. Svo það er eins gott að við lærum. Ef við gerðum það ekki þá væri ég mjög tregur,“ sagði Arteta. Segir ljóst að einhverjir missi af leiknum í kvöld Fjórir leikmenn Arsenal lögðust niður vegna krampa í seinni hálfleiknum geng City, þeir David Raya, Jurrien Timber, Riccardo Calafiori og Gabriel Martinelli. Það þótti til marks um að liðið væri að tefja en Arteta segir ljóst að ekki geti allir spilað leikinn við Bolton í deildabikarnum í kvöld. „Ég kýs alltaf að halda mig við staðreyndir, frekar en að áætla eitthvað. Við skulum sjá til hver getur spilað [í kvöld] og síðan getum við talað um bellibrögð eða slíkt. Því miður já, þá verða einhverjir leikmenn ekki til taks,“ sagði Arteta. Erling Haaland to Mikel Arteta and Gabriel Jesus after Man City’s 2-2 draw vs. Arsenal 😲 pic.twitter.com/aoFdTBSlXn— ESPN UK (@ESPNUK) September 23, 2024 Stjórinn var einnig spurður út í það þegar Erling Haaland var með stæla við hann eftir leik. Norðmaðurinn kallaði tvívegis til Arteta: „Vertu áfram auðmjúkur.“ Spánverjinn vildi ekki gera neitt úr því: „Þetta er hluti af fótboltanum. Hluti af íþróttum. Eftir leik gufar allt upp og menn snúa sér að öðru,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira