Arteta varðist ásökunum: „Þá væri ég mjög tregur“ Sindri Sverrisson skrifar 25. september 2024 07:31 Mikel Arteta fer yfir málin með Gabriel Jesus á Etihad-leikvanginum á sunnudaginn. Getty/James Gill Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir ekkert athugavert við það hvernig lið hans spilaði í 2-2 jafnteflinu við Manchester City í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag. Arsenal missti Leandro Trossard af velli með rautt spjald í lok fyrri hálfleiks en var aðeins nokkrum sekúndum frá því að halda út og landa 2-1 sigri. Liðið hefur verið sakað um að tefja og þeir John Stones og Kyle Walker létu hafa eftir sér að Arsenal-menn beittu bellibrögðum til að verja forskot sitt. Arteta sagði fátt annað hafa verið í stöðunni fyrir Arsenal en að verjast mjög aftarlega manni færri, og benti á hvernig City brást við þegar liðið var manni færra í skamma stund í fyrri hálfleik, vegna meiðsla Rodri. Sjáið hvað City gerði sínar þrjátíu sekúndur „Við urðum að spila leikinn með þeim hætti sem við gerðum. City var með tíu menn í þrjátíu sekúndur. Sjáið hvað þeir gerðu þá. Það er eðlilegt,“ segir Arteta en á meðan að City beið eftir að geta skipt Rodri af velli braut Ilkay Gündogan af sér, og Bernardo Silva stóð fyrir boltanum svo að Arsenal gæti ekki tekið aukaspyrnuna hratt. Arteta segir að það væri hreinlega til marks um heimsku ef að hann lærði ekki af fyrri leikjum: „Því miður höfum við lent í sömu stöðu áður. Við lentum í því sama með Granit [Xhaka] þegar við töpuðum 5-0 [árið 2021]. Svo það er eins gott að við lærum. Ef við gerðum það ekki þá væri ég mjög tregur,“ sagði Arteta. Segir ljóst að einhverjir missi af leiknum í kvöld Fjórir leikmenn Arsenal lögðust niður vegna krampa í seinni hálfleiknum geng City, þeir David Raya, Jurrien Timber, Riccardo Calafiori og Gabriel Martinelli. Það þótti til marks um að liðið væri að tefja en Arteta segir ljóst að ekki geti allir spilað leikinn við Bolton í deildabikarnum í kvöld. „Ég kýs alltaf að halda mig við staðreyndir, frekar en að áætla eitthvað. Við skulum sjá til hver getur spilað [í kvöld] og síðan getum við talað um bellibrögð eða slíkt. Því miður já, þá verða einhverjir leikmenn ekki til taks,“ sagði Arteta. Erling Haaland to Mikel Arteta and Gabriel Jesus after Man City’s 2-2 draw vs. Arsenal 😲 pic.twitter.com/aoFdTBSlXn— ESPN UK (@ESPNUK) September 23, 2024 Stjórinn var einnig spurður út í það þegar Erling Haaland var með stæla við hann eftir leik. Norðmaðurinn kallaði tvívegis til Arteta: „Vertu áfram auðmjúkur.“ Spánverjinn vildi ekki gera neitt úr því: „Þetta er hluti af fótboltanum. Hluti af íþróttum. Eftir leik gufar allt upp og menn snúa sér að öðru,“ sagði Arteta. Enski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Sjá meira
Arsenal missti Leandro Trossard af velli með rautt spjald í lok fyrri hálfleiks en var aðeins nokkrum sekúndum frá því að halda út og landa 2-1 sigri. Liðið hefur verið sakað um að tefja og þeir John Stones og Kyle Walker létu hafa eftir sér að Arsenal-menn beittu bellibrögðum til að verja forskot sitt. Arteta sagði fátt annað hafa verið í stöðunni fyrir Arsenal en að verjast mjög aftarlega manni færri, og benti á hvernig City brást við þegar liðið var manni færra í skamma stund í fyrri hálfleik, vegna meiðsla Rodri. Sjáið hvað City gerði sínar þrjátíu sekúndur „Við urðum að spila leikinn með þeim hætti sem við gerðum. City var með tíu menn í þrjátíu sekúndur. Sjáið hvað þeir gerðu þá. Það er eðlilegt,“ segir Arteta en á meðan að City beið eftir að geta skipt Rodri af velli braut Ilkay Gündogan af sér, og Bernardo Silva stóð fyrir boltanum svo að Arsenal gæti ekki tekið aukaspyrnuna hratt. Arteta segir að það væri hreinlega til marks um heimsku ef að hann lærði ekki af fyrri leikjum: „Því miður höfum við lent í sömu stöðu áður. Við lentum í því sama með Granit [Xhaka] þegar við töpuðum 5-0 [árið 2021]. Svo það er eins gott að við lærum. Ef við gerðum það ekki þá væri ég mjög tregur,“ sagði Arteta. Segir ljóst að einhverjir missi af leiknum í kvöld Fjórir leikmenn Arsenal lögðust niður vegna krampa í seinni hálfleiknum geng City, þeir David Raya, Jurrien Timber, Riccardo Calafiori og Gabriel Martinelli. Það þótti til marks um að liðið væri að tefja en Arteta segir ljóst að ekki geti allir spilað leikinn við Bolton í deildabikarnum í kvöld. „Ég kýs alltaf að halda mig við staðreyndir, frekar en að áætla eitthvað. Við skulum sjá til hver getur spilað [í kvöld] og síðan getum við talað um bellibrögð eða slíkt. Því miður já, þá verða einhverjir leikmenn ekki til taks,“ sagði Arteta. Erling Haaland to Mikel Arteta and Gabriel Jesus after Man City’s 2-2 draw vs. Arsenal 😲 pic.twitter.com/aoFdTBSlXn— ESPN UK (@ESPNUK) September 23, 2024 Stjórinn var einnig spurður út í það þegar Erling Haaland var með stæla við hann eftir leik. Norðmaðurinn kallaði tvívegis til Arteta: „Vertu áfram auðmjúkur.“ Spánverjinn vildi ekki gera neitt úr því: „Þetta er hluti af fótboltanum. Hluti af íþróttum. Eftir leik gufar allt upp og menn snúa sér að öðru,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Sjá meira