Drukkinn undir stýri og enn í „lederhosen“ Sindri Sverrisson skrifar 25. september 2024 09:31 Jens Lehmann lék um árabil með Arsenal og hefur tekið þátt í góðgerðaleikjum félagsins eftir að hanskarnir fóru í hilluna. Getty/Stuart MacFarlane Jens Lehmann, fyrrverandi markvörður Arsenal og þýska landsliðsins, er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis á Októberfest í München. Lehmann var stöðvaður af lögreglu um klukkan hálftvö um nótt og var þá enn klæddur í „lederhosen“, leðurstuttbuxurnar sem eru svo einkennandi fyrir Októberfest. „Lögreglan segir að hann hafi lyktað af áfengi og ekið með glæfralegum hætti,“ segir saksóknarinn Anne Leiding. Októberfest er í fullum gangi í München en þessi mikla hátíð, sem einkennist meðal annars af mikilli bjórdrykkju, stendur yfir í sextán daga, fram til 6. október að þessu sinni. Áætlað er að um sex milljónir gesta heimsæki þýsku borgina vegna hátíðarinnar. Lehmann var einn af þeim sem skemmtu sér vel á hátíðinni en þýska blaðið Bild segir að sést hafi til hans standandi og dansandi uppi á einum af löngu bekkjunum á hátíðinni, á sunnudagskvöld. Eftir það settist hann undir stýri. Gat ekki blásið í mælinn Lögreglan reyndi að mæla áfengismagnið í Lehmann en það tókst ekki þar sem að hann blés ekki nógu fast. Því var farið með hann á lögreglustöðina og þar tekið blóðsýni. „Rannsóknin er enn í gangi. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis,“ segir saksóknarinn. Bild óskaði eftir viðbrögðum frá Lehmann en hann hefur ekki viljað tjá sig. Jens Lehmann gæti átt yfir höfði sér dóm fyrir að aka undir áhrifum áfengis.Getty/Sven Hoppe Lehmann er 54 ára gamall. Hann lék á sínum tíma 61 A-landsleik fyrir Þýskaland, síðast árið 2008. Lehmann varði um árabil mark Arsenal, frá 2003-2008 og svo aftur í einum deildarleik árið 2011. Hann lék einnig með Stuttgart, Dortmund og AC Milan en hóf ferilinn með Schalke. Lehmann var markmannsþjálfari hjá Arsenal 2017-2018 og svo aðstoðarþjálfari hjá þýska félaginu Augsburg árið 2019. Lehmann tók svo sæti í stjórn Hertha Berlin árið 2020 en var rekinn ári síðar eftir að hafa sent skilaboð til Dennis Aogo, sérfræðings hjá Sky, um að hann væri aðeins í því starfi til að uppfylla kröfu um að hafa svartan mann í sérfræðingahópnum. Hann baðst síðar afsökunar á þeim skilaboðum. Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira
Lehmann var stöðvaður af lögreglu um klukkan hálftvö um nótt og var þá enn klæddur í „lederhosen“, leðurstuttbuxurnar sem eru svo einkennandi fyrir Októberfest. „Lögreglan segir að hann hafi lyktað af áfengi og ekið með glæfralegum hætti,“ segir saksóknarinn Anne Leiding. Októberfest er í fullum gangi í München en þessi mikla hátíð, sem einkennist meðal annars af mikilli bjórdrykkju, stendur yfir í sextán daga, fram til 6. október að þessu sinni. Áætlað er að um sex milljónir gesta heimsæki þýsku borgina vegna hátíðarinnar. Lehmann var einn af þeim sem skemmtu sér vel á hátíðinni en þýska blaðið Bild segir að sést hafi til hans standandi og dansandi uppi á einum af löngu bekkjunum á hátíðinni, á sunnudagskvöld. Eftir það settist hann undir stýri. Gat ekki blásið í mælinn Lögreglan reyndi að mæla áfengismagnið í Lehmann en það tókst ekki þar sem að hann blés ekki nógu fast. Því var farið með hann á lögreglustöðina og þar tekið blóðsýni. „Rannsóknin er enn í gangi. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis,“ segir saksóknarinn. Bild óskaði eftir viðbrögðum frá Lehmann en hann hefur ekki viljað tjá sig. Jens Lehmann gæti átt yfir höfði sér dóm fyrir að aka undir áhrifum áfengis.Getty/Sven Hoppe Lehmann er 54 ára gamall. Hann lék á sínum tíma 61 A-landsleik fyrir Þýskaland, síðast árið 2008. Lehmann varði um árabil mark Arsenal, frá 2003-2008 og svo aftur í einum deildarleik árið 2011. Hann lék einnig með Stuttgart, Dortmund og AC Milan en hóf ferilinn með Schalke. Lehmann var markmannsþjálfari hjá Arsenal 2017-2018 og svo aðstoðarþjálfari hjá þýska félaginu Augsburg árið 2019. Lehmann tók svo sæti í stjórn Hertha Berlin árið 2020 en var rekinn ári síðar eftir að hafa sent skilaboð til Dennis Aogo, sérfræðings hjá Sky, um að hann væri aðeins í því starfi til að uppfylla kröfu um að hafa svartan mann í sérfræðingahópnum. Hann baðst síðar afsökunar á þeim skilaboðum.
Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira