Allen Iverson snéri aftur í NBA-boltann í nótt er hann lék á ný með Philadelphia Sixers. Liðið mætti hans gamla félagi, Denver, og varð að sætta sig við tap. Góðu tíðindin fyrir Sixers voru þau að uppselt var í fyrsta skipti á leik hjá liðinu í vetur.
Iverson skoraði 11 stig, gaf 6 stoðsendingar og tók 5 fráköst í leiknum en hann lék nánast allan leikinn. Sixers nú búið að tapa 10 leikjum í röð.
„Það mun taka smá tíma að finna taktinn. Það var pirrandi að geta ekki gert það sem ég tel mig geta gert þar sem ég var svo slappur," sagði Iverson sem hitti úr 4 af 11 skotum sínum utan af velli en hann virkaði þreyttur í leiknum enda ekki spilað í mánuð.
Úrslt næturinnar:
Philadelphia-Denver 83-93
NY Knicks-Portland 93-84
Oklahoma-Golden state 104-88
Utah-San Antonio 104-101