Góð fjárfesting Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 7. maí 2009 06:00 Í heimskreppunni miklu á fjórða áratug aldarinnar fylgdi mikið atvinnuleysi á Íslandi. Þeir sem höfðu fyrir fjölskyldu að sjá gengu fyrir þeirri vinnu sem bauðst. Unglingarnir mættu afgangi og atvinnuleysi þeirra á meðal varð nánast algjört. Mörgum stóð ógn af hugsanlegum afdrifum ungdómsins og ráðamenn voru hvattir til aðgerða. Í kjölfarið setti bæjarstjórnin í Reykjavík í tilraunaskyni upp í vinnuskóla sem var fyrsti vísir Vinnuskólans eins og við þekkjum hann. Hann var þá starfræktur í skíðaskála Ármanns fyrir pilta og gert var ráð fyrir að piltarnir fengu 15 krónur að námskeiði loknu. Á stríðsárunum var mikið vinnuframboð og unglingar tóku þátt í ýmsum störfum en við lok fimmta áratugarins hafði aftur sótt í gamla farið fyrir stríð. Árið 1951 varð vinnuskólinn formlega til. Borgarstjórn Reykjavíkur er stolt af því að nú, þegar líklegt er að færri störf standi unglingum til boða en áður, að allir unglingar í 8.-10. bekk fái starf í Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar. Það er mikilvægt fyrir borgarbúa að unglingar geti gengið að starfi vísu hjá Vinnuskólanum og það er fagnaðarefni að borgarstjórn hafi tryggt þennan valkost. Í vetur eru 4.500 nemendur skráðir í 8. -10. bekk grunnskóla í Reykjavík. Búist er við að 80-90% þeirra skrái sig í skólann sem er mun meira en 2008 en þá voru nemendur um 2.400. Það er því líklegt að unglingum í Vinnuskólanum fjölgi um tæplega 50% í sumar. Skráningu lýkur 24. maí. Verkefni nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur lúta að viðhaldi, snyrtingu og fegrun umhverfisins. Leitast er við að ala með unglingunum ýmsar dyggðir svo sem skyldurækni, ábyrgðartilfinningu, reglusemi, stundvísi og góða umgengni. Þessi markmið hafa ekki mikið breyst, unglingarnir fá þjálfun við verkleg störf og þeir taka þátt í fræðslu sem eykur víðsýni. Vinna nemenda er góð langtímafjárfesting. Það hefur gríðarlega sterkt forvarnargildi fyrir allt samfélagið að geta veitt unglingum uppeldis- og félagslegt skjól í Vinnuskólunum. Það er góð fjárfesting að skapa unglingum vinnu. Höfundur er formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í heimskreppunni miklu á fjórða áratug aldarinnar fylgdi mikið atvinnuleysi á Íslandi. Þeir sem höfðu fyrir fjölskyldu að sjá gengu fyrir þeirri vinnu sem bauðst. Unglingarnir mættu afgangi og atvinnuleysi þeirra á meðal varð nánast algjört. Mörgum stóð ógn af hugsanlegum afdrifum ungdómsins og ráðamenn voru hvattir til aðgerða. Í kjölfarið setti bæjarstjórnin í Reykjavík í tilraunaskyni upp í vinnuskóla sem var fyrsti vísir Vinnuskólans eins og við þekkjum hann. Hann var þá starfræktur í skíðaskála Ármanns fyrir pilta og gert var ráð fyrir að piltarnir fengu 15 krónur að námskeiði loknu. Á stríðsárunum var mikið vinnuframboð og unglingar tóku þátt í ýmsum störfum en við lok fimmta áratugarins hafði aftur sótt í gamla farið fyrir stríð. Árið 1951 varð vinnuskólinn formlega til. Borgarstjórn Reykjavíkur er stolt af því að nú, þegar líklegt er að færri störf standi unglingum til boða en áður, að allir unglingar í 8.-10. bekk fái starf í Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar. Það er mikilvægt fyrir borgarbúa að unglingar geti gengið að starfi vísu hjá Vinnuskólanum og það er fagnaðarefni að borgarstjórn hafi tryggt þennan valkost. Í vetur eru 4.500 nemendur skráðir í 8. -10. bekk grunnskóla í Reykjavík. Búist er við að 80-90% þeirra skrái sig í skólann sem er mun meira en 2008 en þá voru nemendur um 2.400. Það er því líklegt að unglingum í Vinnuskólanum fjölgi um tæplega 50% í sumar. Skráningu lýkur 24. maí. Verkefni nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur lúta að viðhaldi, snyrtingu og fegrun umhverfisins. Leitast er við að ala með unglingunum ýmsar dyggðir svo sem skyldurækni, ábyrgðartilfinningu, reglusemi, stundvísi og góða umgengni. Þessi markmið hafa ekki mikið breyst, unglingarnir fá þjálfun við verkleg störf og þeir taka þátt í fræðslu sem eykur víðsýni. Vinna nemenda er góð langtímafjárfesting. Það hefur gríðarlega sterkt forvarnargildi fyrir allt samfélagið að geta veitt unglingum uppeldis- og félagslegt skjól í Vinnuskólunum. Það er góð fjárfesting að skapa unglingum vinnu. Höfundur er formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar