Þrettán leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt þar sem hæst bar tap LA Lakers gegn Dallas Mavericks auk þess sem Cleveland Cavaliers vann sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar það mætti Minnesota Timberwolves.
Þá hélt Boston Celtics áfram á sigurbraut og jarðaði Chicago Bulls.
Dirk Nowitzki var stigahæstur hjá Mavs í 80-94 sigri liðsins gegn Lakers með 21 stig en Kobe Bryant var atkvæðamestur hjá Lakers með 20 stig.
LeBron James var að vanda stigahæstur hjá Cavaliers í 104-87 sigri liðsins gegn Timberwolves en hann setti niður 24 stig. Þetta var fyrsti sigur Cavs í þremur leikjum til þessa á tímabilinu.
Celtics er hins vegar enn með fullt hús stiga eftir 118-90 sigur gegn Bulls í nótt þar sem Paul Pierce og Eddie House skoruðu 22 stig hvor og Ray Allen skoraði 20 stig.
Úrslitin í nótt:
Philadelphia-Milwaukee 99-86
Charlotte-New York 102-100
Atlanta-Washington 100-89
Indiana-Miami 83-96
Minnesota-Cleveland 87-104
Boston-Chicago 118-90
New Orleans-Sacramento 97-92
Memphis-Toronto 115-107
Detroit-Oklahoma City 83-91
New Jersey-Orlando 85-95
Utah-LA Clippers 111-98
Phoenix-Golden State 123-101
LA Lakers-Dallas 80-94