Robinson vann troðslukeppnina - myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. febrúar 2009 11:48 Nate Robinson treður hér yfir Dwight Howard í nótt. Nordic Photos / Getty Images Stjörnuleikurinn í NBA-deildinni í körfubolta fer fram í Phoenix í kvöld en í gærkvöldi fór fram hin fræga troðslukeppni. Það var Nate Robinson, leikmaður New York, sem bar sigur úr býtum í henni og hafði hann betur gegn ríkjandi meistara, Dwight Howard hjá Orlando. Það er talsverður hæðarmunur á þessum tveimur en Robinson er ekki nema 1,75 m á hæð sem gerir sigur hans þeim mun merkilegri. Robinson fékk 52 prósent atkvæða áhorfenda sem kusu en hann vann þessa keppni einnig árið 2006. Robinson fékk leyfi hjá Howard til að stökkva yfir hann í troðslunni sinni og dugði það til að færa honum sigurinn enda er Howard 2,11 m á hæð. Robinson átti reyndar ekki von á því að Howard væri til í að gera þetta fyrir hann. „Ég spurði hann í lyftunni á föstudaginn," sagði Robinson. „Hann sagðist alveg vera til í þetta en ég hélt að han væri að grínast." „Þetta snýst bara um að skemmta sér og öðrum," sagði Howard um troðsluna. „Og hann vann mjög sanngjarnan sigur. Áhorfendur elskuðu troðsluna en við vorum að reyna að búa til flotta sýningu fyrir þá. Um það snýst stjörnuhelgin og skiptir það engu máli hver vinnur og hver tapar." Smelltu hér til að sjá myndband af umræddri troðslu. Hér má sjá samantakt af allri troðslukeppninni. Howard byrjaði reyndar mjög vel í keppninni og var fyrsta troðslan hans sérstaklega áhugaverð. Hann hljóp inn í símaklefa rétt utan vallarins, kom aftur klæddur Superman-búningi og tróð með miklum tilþrifum. Eftir keppnina var það mál manna að Robinson myndi héðan í frá ganga undir nafninu Krypto-Nate. Daequan Cook vann sigur í þriggja stiga skotkeppnina eftir harða keppni við Rashard Lewis, leikmann Orlando en Cook leikur með Miami. Þar með lauk tveggja ára sigurgöngu Jason Kapono. Þá var einnig keppt í H-O-R-S-E sem íslenskir körfuboltaunnendur þekkja betur sem A-S-N-I. Þar var það Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City, sem bar sigur úr býtum í keppni við þá OJ Mayo og Joe Johnson þó svo að Durant hafi verið fyrstur til að fá fjóra stafi í keppninni. Stjörnuleikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti og hefst útsending klukkan 01.15 eftir miðnætti í kvöld.Smelltu hér til að sjá samantekt af öllum keppnum gærkvölsins. NBA Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Varar Luke Littler við Man. United heilkenninu Sport „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Flytja heimsleikana í CrossFit til New York fylkis Sport Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
Stjörnuleikurinn í NBA-deildinni í körfubolta fer fram í Phoenix í kvöld en í gærkvöldi fór fram hin fræga troðslukeppni. Það var Nate Robinson, leikmaður New York, sem bar sigur úr býtum í henni og hafði hann betur gegn ríkjandi meistara, Dwight Howard hjá Orlando. Það er talsverður hæðarmunur á þessum tveimur en Robinson er ekki nema 1,75 m á hæð sem gerir sigur hans þeim mun merkilegri. Robinson fékk 52 prósent atkvæða áhorfenda sem kusu en hann vann þessa keppni einnig árið 2006. Robinson fékk leyfi hjá Howard til að stökkva yfir hann í troðslunni sinni og dugði það til að færa honum sigurinn enda er Howard 2,11 m á hæð. Robinson átti reyndar ekki von á því að Howard væri til í að gera þetta fyrir hann. „Ég spurði hann í lyftunni á föstudaginn," sagði Robinson. „Hann sagðist alveg vera til í þetta en ég hélt að han væri að grínast." „Þetta snýst bara um að skemmta sér og öðrum," sagði Howard um troðsluna. „Og hann vann mjög sanngjarnan sigur. Áhorfendur elskuðu troðsluna en við vorum að reyna að búa til flotta sýningu fyrir þá. Um það snýst stjörnuhelgin og skiptir það engu máli hver vinnur og hver tapar." Smelltu hér til að sjá myndband af umræddri troðslu. Hér má sjá samantakt af allri troðslukeppninni. Howard byrjaði reyndar mjög vel í keppninni og var fyrsta troðslan hans sérstaklega áhugaverð. Hann hljóp inn í símaklefa rétt utan vallarins, kom aftur klæddur Superman-búningi og tróð með miklum tilþrifum. Eftir keppnina var það mál manna að Robinson myndi héðan í frá ganga undir nafninu Krypto-Nate. Daequan Cook vann sigur í þriggja stiga skotkeppnina eftir harða keppni við Rashard Lewis, leikmann Orlando en Cook leikur með Miami. Þar með lauk tveggja ára sigurgöngu Jason Kapono. Þá var einnig keppt í H-O-R-S-E sem íslenskir körfuboltaunnendur þekkja betur sem A-S-N-I. Þar var það Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City, sem bar sigur úr býtum í keppni við þá OJ Mayo og Joe Johnson þó svo að Durant hafi verið fyrstur til að fá fjóra stafi í keppninni. Stjörnuleikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti og hefst útsending klukkan 01.15 eftir miðnætti í kvöld.Smelltu hér til að sjá samantekt af öllum keppnum gærkvölsins.
NBA Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Varar Luke Littler við Man. United heilkenninu Sport „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Flytja heimsleikana í CrossFit til New York fylkis Sport Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira