Traustir Færeyingar bjóða tryggingar Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar 11. mars 2009 00:01 Vilja opin samskipti. Edvard Heen, framkvæmdastjóri færeyska tryggingafélagsins Føroyar, segir að félagið stefni að því að hefja starfsemi á íslenskum markaði fyrir árslok. Félagið vilji hafa opin og heiðarleg samskipti á íslenskum markaði og tilkynni því fyrirætlanir sínar nú. Mynd/Anton Færeyska tryggingafélagið Føroyar, TF, ætlar að hefja starfsemi á íslenskum tryggingamarkaði fyrir lok þessa árs. Félagið hefur einkum áhuga á því að kaupa íslenskt tryggingafélag og hefur átt viðræður við VÍS, TM og Sjóvá í því skyni. Einnig kemur til greina að opna hér útibú, stofna nýtt tryggingafélag eða hefja beina sölu á tryggingum. Félagið kynnti þessi áform sín í gær. Edvard Heen, framkvæmdastjóri Føroyar, segir að almenningur á Íslandi leiti nú eftir viðskiptum við fyrirtæki sem þeir geti treyst. TF vilji koma opið og heiðarlega fram og upplýsa Íslendinga um áhuga sinn og fyrirætlanir. Þetta sé félag sem hægt sé að treysta auk þess sem það geti boðið samkeppnishæft verð. Tryggingaverð sé heldur lægra í Færeyjum en á Íslandi. Heen segir að til greina komi að kaupa sig inn í tryggingafélag hér og það geti gengið hratt fyrir sig, eða hægt. Hugsanlega skýrist þetta eftir mánuð. Markmiðið sé hins vegar að hefja starfsemi innan árs. TF hafi lengi haft áhuga á því að færa út kvíarnar erlendis og unnið að því nú í tvö ár að koma inn á íslenskan markað. Það hafi því ekki verið spurning um hvort heldur hvenær félagið myndi koma hingað. „Við erum ekki hér vegna kreppunnar eða til að koma á brunaútsölu heldur vegna langtímamarkmiða. Við teljum að rekstrarumhverfið hér sé svipað því sem við höfum í Færeyjum," segir hann. Að baki TF stendur sterkt félag, að sögn Heen, þar sem hinn almenni tryggingataki í Færeyjum á um leið í félaginu, svipað og í Samvinnutryggingum hér áður fyrr. Heen segir að félagið standi fjárhagslega sterkt og vilji setja verulegt fjármagn í að kaupa sig inn á íslenska markaðinn. Hann segir að auðvitað séu einhver takmörk á því hvað félagið setji mikla peninga í þetta en horfa verði á það í samhengi. „Við getum verið að tala um verulega margar milljónir í dönskum krónum," segir hann og telur eðlilegt að TF kanni samstarf við íslenska banka um að koma inn í íslenskt tryggingafélag. Félagið hafi þegar hitt Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra og hann hafi boðið Færeyinga velkomna. Þá hafi félagið átt í viðræðum við íslenska banka. „Við erum ekki hér til að vera gráðug. Við erum með fé og erum tilbúin til að fjárfesta því að við teljum að Íslendingar verði fljótir að rífa sig upp úr kreppunni. Húsin verða hér áfram, bílarnir og skipin. Okkar markmið er að verða hluti af íslensku samfélagi," segir Heen. Markaðir Viðskipti Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Færeyska tryggingafélagið Føroyar, TF, ætlar að hefja starfsemi á íslenskum tryggingamarkaði fyrir lok þessa árs. Félagið hefur einkum áhuga á því að kaupa íslenskt tryggingafélag og hefur átt viðræður við VÍS, TM og Sjóvá í því skyni. Einnig kemur til greina að opna hér útibú, stofna nýtt tryggingafélag eða hefja beina sölu á tryggingum. Félagið kynnti þessi áform sín í gær. Edvard Heen, framkvæmdastjóri Føroyar, segir að almenningur á Íslandi leiti nú eftir viðskiptum við fyrirtæki sem þeir geti treyst. TF vilji koma opið og heiðarlega fram og upplýsa Íslendinga um áhuga sinn og fyrirætlanir. Þetta sé félag sem hægt sé að treysta auk þess sem það geti boðið samkeppnishæft verð. Tryggingaverð sé heldur lægra í Færeyjum en á Íslandi. Heen segir að til greina komi að kaupa sig inn í tryggingafélag hér og það geti gengið hratt fyrir sig, eða hægt. Hugsanlega skýrist þetta eftir mánuð. Markmiðið sé hins vegar að hefja starfsemi innan árs. TF hafi lengi haft áhuga á því að færa út kvíarnar erlendis og unnið að því nú í tvö ár að koma inn á íslenskan markað. Það hafi því ekki verið spurning um hvort heldur hvenær félagið myndi koma hingað. „Við erum ekki hér vegna kreppunnar eða til að koma á brunaútsölu heldur vegna langtímamarkmiða. Við teljum að rekstrarumhverfið hér sé svipað því sem við höfum í Færeyjum," segir hann. Að baki TF stendur sterkt félag, að sögn Heen, þar sem hinn almenni tryggingataki í Færeyjum á um leið í félaginu, svipað og í Samvinnutryggingum hér áður fyrr. Heen segir að félagið standi fjárhagslega sterkt og vilji setja verulegt fjármagn í að kaupa sig inn á íslenska markaðinn. Hann segir að auðvitað séu einhver takmörk á því hvað félagið setji mikla peninga í þetta en horfa verði á það í samhengi. „Við getum verið að tala um verulega margar milljónir í dönskum krónum," segir hann og telur eðlilegt að TF kanni samstarf við íslenska banka um að koma inn í íslenskt tryggingafélag. Félagið hafi þegar hitt Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra og hann hafi boðið Færeyinga velkomna. Þá hafi félagið átt í viðræðum við íslenska banka. „Við erum ekki hér til að vera gráðug. Við erum með fé og erum tilbúin til að fjárfesta því að við teljum að Íslendingar verði fljótir að rífa sig upp úr kreppunni. Húsin verða hér áfram, bílarnir og skipin. Okkar markmið er að verða hluti af íslensku samfélagi," segir Heen.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira