Traustir Færeyingar bjóða tryggingar Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar 11. mars 2009 00:01 Vilja opin samskipti. Edvard Heen, framkvæmdastjóri færeyska tryggingafélagsins Føroyar, segir að félagið stefni að því að hefja starfsemi á íslenskum markaði fyrir árslok. Félagið vilji hafa opin og heiðarleg samskipti á íslenskum markaði og tilkynni því fyrirætlanir sínar nú. Mynd/Anton Færeyska tryggingafélagið Føroyar, TF, ætlar að hefja starfsemi á íslenskum tryggingamarkaði fyrir lok þessa árs. Félagið hefur einkum áhuga á því að kaupa íslenskt tryggingafélag og hefur átt viðræður við VÍS, TM og Sjóvá í því skyni. Einnig kemur til greina að opna hér útibú, stofna nýtt tryggingafélag eða hefja beina sölu á tryggingum. Félagið kynnti þessi áform sín í gær. Edvard Heen, framkvæmdastjóri Føroyar, segir að almenningur á Íslandi leiti nú eftir viðskiptum við fyrirtæki sem þeir geti treyst. TF vilji koma opið og heiðarlega fram og upplýsa Íslendinga um áhuga sinn og fyrirætlanir. Þetta sé félag sem hægt sé að treysta auk þess sem það geti boðið samkeppnishæft verð. Tryggingaverð sé heldur lægra í Færeyjum en á Íslandi. Heen segir að til greina komi að kaupa sig inn í tryggingafélag hér og það geti gengið hratt fyrir sig, eða hægt. Hugsanlega skýrist þetta eftir mánuð. Markmiðið sé hins vegar að hefja starfsemi innan árs. TF hafi lengi haft áhuga á því að færa út kvíarnar erlendis og unnið að því nú í tvö ár að koma inn á íslenskan markað. Það hafi því ekki verið spurning um hvort heldur hvenær félagið myndi koma hingað. „Við erum ekki hér vegna kreppunnar eða til að koma á brunaútsölu heldur vegna langtímamarkmiða. Við teljum að rekstrarumhverfið hér sé svipað því sem við höfum í Færeyjum," segir hann. Að baki TF stendur sterkt félag, að sögn Heen, þar sem hinn almenni tryggingataki í Færeyjum á um leið í félaginu, svipað og í Samvinnutryggingum hér áður fyrr. Heen segir að félagið standi fjárhagslega sterkt og vilji setja verulegt fjármagn í að kaupa sig inn á íslenska markaðinn. Hann segir að auðvitað séu einhver takmörk á því hvað félagið setji mikla peninga í þetta en horfa verði á það í samhengi. „Við getum verið að tala um verulega margar milljónir í dönskum krónum," segir hann og telur eðlilegt að TF kanni samstarf við íslenska banka um að koma inn í íslenskt tryggingafélag. Félagið hafi þegar hitt Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra og hann hafi boðið Færeyinga velkomna. Þá hafi félagið átt í viðræðum við íslenska banka. „Við erum ekki hér til að vera gráðug. Við erum með fé og erum tilbúin til að fjárfesta því að við teljum að Íslendingar verði fljótir að rífa sig upp úr kreppunni. Húsin verða hér áfram, bílarnir og skipin. Okkar markmið er að verða hluti af íslensku samfélagi," segir Heen. Markaðir Viðskipti Mest lesið Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Færeyska tryggingafélagið Føroyar, TF, ætlar að hefja starfsemi á íslenskum tryggingamarkaði fyrir lok þessa árs. Félagið hefur einkum áhuga á því að kaupa íslenskt tryggingafélag og hefur átt viðræður við VÍS, TM og Sjóvá í því skyni. Einnig kemur til greina að opna hér útibú, stofna nýtt tryggingafélag eða hefja beina sölu á tryggingum. Félagið kynnti þessi áform sín í gær. Edvard Heen, framkvæmdastjóri Føroyar, segir að almenningur á Íslandi leiti nú eftir viðskiptum við fyrirtæki sem þeir geti treyst. TF vilji koma opið og heiðarlega fram og upplýsa Íslendinga um áhuga sinn og fyrirætlanir. Þetta sé félag sem hægt sé að treysta auk þess sem það geti boðið samkeppnishæft verð. Tryggingaverð sé heldur lægra í Færeyjum en á Íslandi. Heen segir að til greina komi að kaupa sig inn í tryggingafélag hér og það geti gengið hratt fyrir sig, eða hægt. Hugsanlega skýrist þetta eftir mánuð. Markmiðið sé hins vegar að hefja starfsemi innan árs. TF hafi lengi haft áhuga á því að færa út kvíarnar erlendis og unnið að því nú í tvö ár að koma inn á íslenskan markað. Það hafi því ekki verið spurning um hvort heldur hvenær félagið myndi koma hingað. „Við erum ekki hér vegna kreppunnar eða til að koma á brunaútsölu heldur vegna langtímamarkmiða. Við teljum að rekstrarumhverfið hér sé svipað því sem við höfum í Færeyjum," segir hann. Að baki TF stendur sterkt félag, að sögn Heen, þar sem hinn almenni tryggingataki í Færeyjum á um leið í félaginu, svipað og í Samvinnutryggingum hér áður fyrr. Heen segir að félagið standi fjárhagslega sterkt og vilji setja verulegt fjármagn í að kaupa sig inn á íslenska markaðinn. Hann segir að auðvitað séu einhver takmörk á því hvað félagið setji mikla peninga í þetta en horfa verði á það í samhengi. „Við getum verið að tala um verulega margar milljónir í dönskum krónum," segir hann og telur eðlilegt að TF kanni samstarf við íslenska banka um að koma inn í íslenskt tryggingafélag. Félagið hafi þegar hitt Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra og hann hafi boðið Færeyinga velkomna. Þá hafi félagið átt í viðræðum við íslenska banka. „Við erum ekki hér til að vera gráðug. Við erum með fé og erum tilbúin til að fjárfesta því að við teljum að Íslendingar verði fljótir að rífa sig upp úr kreppunni. Húsin verða hér áfram, bílarnir og skipin. Okkar markmið er að verða hluti af íslensku samfélagi," segir Heen.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira