Bikarmeistarar Stjörnunnar eru komnir í sumafrí eftir 1-2 tap fyrir Snæfelli í oddaleik liðanna í 8 liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í Stykkishólmi í gærkvöldi.
Stjörnumenn urðu þar með fjórðu bikarmeistararnir á fimm árum sem detta strax út í átta liða úrslitunum. Undantekningin á þessum fimm árum er Snæfellsliðið í fyrra sem fór alla leið í lokaúrslitin.
Á árunum 2002 til 2004 þá fylgdu bikarmeistararnir bikarsigrinum eftir með því að verða Íslandsmeistarar líka. Síðasta liðið til þess að vinna tvöfalt var Keflavíkurliðið veturinn 2003-04.
Gengi síðustu tíu bikarmeistara í úrslitkeppninni
2000 Grindavík (2. sæti, 1-3 tap fyrir KR)
2001 ÍR [Komst ekki í úrslitakeppnina]
2002 Njarðvík (Íslandsmeistari)
2003 Keflavík (Íslandsmeistari)
2004 Keflavík (Íslandsmeistari)
2005 Njarðvík (8 liða úrslit, 0-2 tap fyrir ÍR)
2006 Grindavík (8 liða úrslit, 0-2 tap fyrir Skallagrími)
2007 ÍR (8 liða úrslit, 1-2 tap fyrir KR)
2008 Snæfell (2. sæti, 0-3 tap fyrir Keflavík)
2009 Stjarnan (8 liða úrslit, 1-2 tap fyrir Snæfelli)