Kobe Bryant varð í nótt yngsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar til að skora 24 þúsund stig á ferlinum. Hann skoraði 41 stig í sigri Lakers á Memphis, 98-114.
Þeir Pau Gasol og Andrew Bynum eru báðir frá vegna meiðsla en það kom ekki að sök í nótt. DJ Mbenga og Josh Powell fylltu ágætlega í skarð miðherjanna. Powell skoraði þrettán stig og Mbenga fimm og tók þrettán fráköst.
Ron Artest átti einnig góðan leik með Lakers og skoraði nítján stig.
Hjá Memphis var Rudy Gay stigahæstur með 22 stig en Zach Randolph skoraði 21 stig og tók fimmtán fráköst.
Alls fóru þrettán leikir fram í NBA-deildinni í nótt og má sjá úrslita þeirra hér að neðan:
New Orleans - Toronto 90-107
New York Knicks - Cleveland 91-100
Houston - Oklahoma City 105-94
Charlotte - Atlanta 103-83
Indiana - Washington 102-86
Orlando - Detroit 110-103
Philadelphia - New Jersey 97-94
Boston - Phoenix 103-110
Miami - Denver 96-88
Minnesota - Milwaukee 72-87
Golden State - LA Clippers 90-118
LA Lakers - Memphis 114-98
Portland - San Antonio 96-84
