Íslenski boltinn

Nóg að gera hjá ítölsku aganefndinni

NordicPhotos/GettyImages

Aganefndin í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu hefur haft nóg að gera eftir leiki helgarinnar þar sem átta rauð spjöld fóru á loft í níu leikjum.

Brasilíski miðjumaðurinn Felipe Melo hjá Fiorentina og Úrúgvæmaðurinn Diego Lopez hjá Cagliari hafa báðir verið dæmdir í fimm leikja bann eftir að hafa slegist í göngunum eftir leik liðanna um helgina. Fiorentina vann leikinn 2-1.

Þá varð Roma fyrir miklu áfalli í dag þegar tilkynnt var að varnarmaðurinn Philippe Mexes fengi þriggja leikja bann vegna brottvísunar sinnar í grannaslagnum gegn Lazio um helgina, en þar fengu þrír leikmenn að sjá rautt.

Roma er í sjötta sæti deildarinnar og leikbann lykilmannsins Mexes kemur því illa við Evrópukandídatana. 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×