NBA-tröllið og skemmtikrafturinn Shaquille O'Neal hefur náð samkomulagi við fyrrum hnefaleikamanninn Oscar de la Hoya um að mæta sér í hringnum í nýjum raunveruleikaþætti ABC-sjónvarpsstöðvarinnar sem ber hetið „Shaq VS.".
Þátturinn gengur út á það að Shaq skorar ýmsa þekkta íþróttamenn á hólm í þeirra eigin íþróttagrein.
Meðal þeirra íþróttamanna sem Shaq mætir í þáttunum auk de la Hoya eru sundkappinn Michael Phelps, tennisdrottningin Serena Williams og Ólympíumeistararnir í strandblaki kvenna þær Misty May-Treanor og Kerri Walsh.
Þá hefur Shaq einnig skorað hjólreiðamanninn Lance Armstrong og knattspyrnustjörnuna David Beckham á hólm.