Boston þurfti tvær framlengingar gegn Charlotte Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2009 09:00 Ray Allen fagnar sigurkörfu sinni í nótt. Mynd/GettyImages Boston Celtics komst í hann krappann í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann Charlotte Bobcats, 111-109, eftir tvíframlengdan leik. Ray Allen tryggði Boston sigurinn með þriggja stiga körfu þegar aðeins 2,1 sekúnda var eftir af leiknum. Charlotte er að berjast um síðasta sætið í úrslitakeppnina, hafði unnið Lakers-liðið kvöldið áður og var í góðri stöðu til þess að vinna leikinn. Boston hefur gengið í gegnum meiðslahrjáðar og erfiðar vikur en náði með þessu eins leiks forskoti á Orlando sem tapaði í nótt. Paul Pierce var með 32 stig hjá Boston, Allen skoraði 21 og Rajon Rondo var með 21 stig og 9 stoðsendingar. Hjá Charlotte var Gerald Wallace með 20 stig og 10 fráköst.Chris Bosh var með 24 stig og lykilkörfu í lokin þegar Toronto Raptors vann 99-95 sigur á Orlando Magic. Þetta var fimmti sigur Toronto í röð. Jose Calderon var með 21 stig fyrir Toronto og Shawn Marion bætti við 17 stigum og 15 fráköstum. Dwight Howard var með 30 stig hjá Orlando.Los Angeles Lakers komst aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð og vann 104-98 sigur á Milwaukee Bucks. Kobe Bryant var ákveðinn í að tapa ekki fleiri leikjum, hitti út 7 fyrstu skotunum sínum og endaði með 30 stig. Pau Gasol var sterkur í lokin með 8 af 15 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Ramon Sessions var með þrennu hjá Bucks, 16 stig, 16 stoðsendingar og 10 fráköst.Devin Harris var með 19 stig og 11 stoðsendingar í 111-98 sigri New Jersey Nets á Detroit Pistons sem endaði fimm leikja taphrinu liðsins. Richard Hamilton skoraði 29 stig fyrir Knicks-liðið sem var að spila fjórða kvöldið í röð.Memphis Grizzlies vann fyrsta heimasigur sinn eftir Stjörnuleikshelgina þegar liðið vann 112-107 sigur á Washington Wizards. Nýliðarnir Marc Gasol og O.J. Mayo voru með 18 stig hvor. Caron Butler skoraði 31 stig fyrir Wizards og Antawn Jamison bætti við 28 stigum og 10 fráköstum en það dugði ekki til og Washington tapaði þriðja leiknum í röð.Dirk Nowitzki skoraði 30 stig í 98-96 sigri Dallas Mavericks á Miami Heat en hetja liðsins var Josh Howard sem skoraði 20 stig og fiskaði ruðning á Mario Chalmers 2,3 sekúndum fyrir leikslok. Þetta var annar sigurleikur Dallas í röð og liðið hefur ennfremur unnið 10 af 11 heimaleikjum frá Stjörnuleikshelginni. Dwyane Wade var með 23 stig og 6 stoðsendingar hjá Miami.Steve Nash var með 25 stig og 17 stoðsendingar í 114-109 sigri Phoenix Suns á Houston Rockets og hinir gömlu karlarnir, Grant Hill (23 stig), Shaquille O'Neal (22 stig) og Jason Richardson (18 stig), hjálpuðu líka til. Ron Artest var með 28 stig hjá Houston og Yao Ming bætti við 20 stigum og 14 fráköstum.Chris Paul skoraði 30 stig og gaf 14 stoðsendingar í 104-98 sigri New Orleans Hornets á Los Angeles Clippers. Það stefnir í mikla baráttu milli New Orleans, San Antonio og Houston um sigurinn í Suðvestur-deildinni. Eric Gordon var með 25 stig fyrir Clippers og Zach Randolph skoraði 24.Lokaleikur kvöldsins var fjörugur en Golden State Warriors vann þá 143-141 sigur á Sacramento Kings eftir framlengdan leik. Monta Ellis var með 42 stig fyrir Warriors en Kevin Martin skoraði 50 stig fyrir Kings. Ronny Turiaf tryggði Golden State sigurinn á vítalínunni 12,2 sekúndum fyrir leikslok en Sacramento klikkaði á lokaskotinu eftir að hafa tryggt sér framlengingu fyrr í leiknum. NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru allt Keflvíkingar“ „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Sjá meira
Boston Celtics komst í hann krappann í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann Charlotte Bobcats, 111-109, eftir tvíframlengdan leik. Ray Allen tryggði Boston sigurinn með þriggja stiga körfu þegar aðeins 2,1 sekúnda var eftir af leiknum. Charlotte er að berjast um síðasta sætið í úrslitakeppnina, hafði unnið Lakers-liðið kvöldið áður og var í góðri stöðu til þess að vinna leikinn. Boston hefur gengið í gegnum meiðslahrjáðar og erfiðar vikur en náði með þessu eins leiks forskoti á Orlando sem tapaði í nótt. Paul Pierce var með 32 stig hjá Boston, Allen skoraði 21 og Rajon Rondo var með 21 stig og 9 stoðsendingar. Hjá Charlotte var Gerald Wallace með 20 stig og 10 fráköst.Chris Bosh var með 24 stig og lykilkörfu í lokin þegar Toronto Raptors vann 99-95 sigur á Orlando Magic. Þetta var fimmti sigur Toronto í röð. Jose Calderon var með 21 stig fyrir Toronto og Shawn Marion bætti við 17 stigum og 15 fráköstum. Dwight Howard var með 30 stig hjá Orlando.Los Angeles Lakers komst aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð og vann 104-98 sigur á Milwaukee Bucks. Kobe Bryant var ákveðinn í að tapa ekki fleiri leikjum, hitti út 7 fyrstu skotunum sínum og endaði með 30 stig. Pau Gasol var sterkur í lokin með 8 af 15 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Ramon Sessions var með þrennu hjá Bucks, 16 stig, 16 stoðsendingar og 10 fráköst.Devin Harris var með 19 stig og 11 stoðsendingar í 111-98 sigri New Jersey Nets á Detroit Pistons sem endaði fimm leikja taphrinu liðsins. Richard Hamilton skoraði 29 stig fyrir Knicks-liðið sem var að spila fjórða kvöldið í röð.Memphis Grizzlies vann fyrsta heimasigur sinn eftir Stjörnuleikshelgina þegar liðið vann 112-107 sigur á Washington Wizards. Nýliðarnir Marc Gasol og O.J. Mayo voru með 18 stig hvor. Caron Butler skoraði 31 stig fyrir Wizards og Antawn Jamison bætti við 28 stigum og 10 fráköstum en það dugði ekki til og Washington tapaði þriðja leiknum í röð.Dirk Nowitzki skoraði 30 stig í 98-96 sigri Dallas Mavericks á Miami Heat en hetja liðsins var Josh Howard sem skoraði 20 stig og fiskaði ruðning á Mario Chalmers 2,3 sekúndum fyrir leikslok. Þetta var annar sigurleikur Dallas í röð og liðið hefur ennfremur unnið 10 af 11 heimaleikjum frá Stjörnuleikshelginni. Dwyane Wade var með 23 stig og 6 stoðsendingar hjá Miami.Steve Nash var með 25 stig og 17 stoðsendingar í 114-109 sigri Phoenix Suns á Houston Rockets og hinir gömlu karlarnir, Grant Hill (23 stig), Shaquille O'Neal (22 stig) og Jason Richardson (18 stig), hjálpuðu líka til. Ron Artest var með 28 stig hjá Houston og Yao Ming bætti við 20 stigum og 14 fráköstum.Chris Paul skoraði 30 stig og gaf 14 stoðsendingar í 104-98 sigri New Orleans Hornets á Los Angeles Clippers. Það stefnir í mikla baráttu milli New Orleans, San Antonio og Houston um sigurinn í Suðvestur-deildinni. Eric Gordon var með 25 stig fyrir Clippers og Zach Randolph skoraði 24.Lokaleikur kvöldsins var fjörugur en Golden State Warriors vann þá 143-141 sigur á Sacramento Kings eftir framlengdan leik. Monta Ellis var með 42 stig fyrir Warriors en Kevin Martin skoraði 50 stig fyrir Kings. Ronny Turiaf tryggði Golden State sigurinn á vítalínunni 12,2 sekúndum fyrir leikslok en Sacramento klikkaði á lokaskotinu eftir að hafa tryggt sér framlengingu fyrr í leiknum.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru allt Keflvíkingar“ „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti