KR vann stórsigur á Keflavík 22. mars 2009 18:38 KR hefur tekið 1-0 forystu í undanúrslitaeinvíginu við Keflavík í Iceland Express deildinni eftir öruggan 102-74 sigur á heimavelli í fyrsta leik liðanna í kvöld. Vísir var á staðnum og fylgdist með leiknum í beinni textalýsingu. 20:57 Leik lokið. KR 102 - Keflavík 74 20:48 - Jón Arnór er ekki hættur og smellir tveimur þristum á skömmum tíma. Jón er stigahæsti leikmaður KR með 24 stig. Gunnar Einarsson farinn af velli hjá Keflavík með fimm villur og nú þegar þrjár mínútur eru eftir af leiknum fá vindlarnir að spila restina af leiknum. 20:46 - Brynjar Björnsson reynir að trufla Sigurð Þorsteinsson með því að losa reimarnar á skónum hans inn á milli vítaskota. Enginn virtist taka eftir því inni á vellinum. Hressandi. 20:43 - KR 87 - Kef 69. Rúmar fimm mínútur til leiksloka og úrslit leiksins ráðin. Jesse Rosa stigahæstur hjá Keflavík með 23 stig, Gunnar Einarsson 17 og Sigurður Þorsteinsson 16. Jón Anrór er með 18 hjá KR, Helgi Magnússon 16, Fannar 14 og Jason 12. 20:39 - Fannar Ólafsson farinn í bað hjá KR með fimm villur. KR hefur 22 stiga forystu þegar 6:45 eru eftir af leiknum. Staðan 87-65. 20:35 - Jason Dourisseau farinn af velli með fimm villur hjá KR, en það kemur væntanlega ekki að sök úr þessu. KR hefur yfir 82-61. Nokkur hiti að færast í menn hér á lokamínútunum. Hörður Axel var að skora sín fyrstu stig fyrir Keflavík af vítalínunni. 20:30 - Þriðja leikhluta lokið. KR 78 - Keflavík 57 KR-ingar eru allt nema búnir að klára þennan leik. Þeir fóru hamförum í þriðja leikhlutanum og Sigurður Ingimundarson leyfði varamönnum sínum að spila síðustu mínúturnar í leikhlutanum. KR vann þriðja leikhluta 24-12. 20:24 - KR 72 - Kef 52. KR fer hamförum þessa stundina og Keflvíkingar eru komnir í vandræði. 2:16 eftir af þriðja leikhluta. 20:23 - KR 64 - Kef 50. Helgi Magnússon skorar fimm stig í röð og KR komið í ansi vænlega stöðu. 20:20 - Jón Nordal Hafsteinsson er farinn af velli hjá Keflavík með sína fimmtu villu. Nafni hans Stefánsson hjá KR keyrði inn í hann og sótti villu. Slæmt fyrir Keflavík. 20:17 - KR 58 - Kef 47. Iceland Express er að bjóða upp á hinn stórkostlega dagskrárlið "Hringlið" í leikhlé. Þátttakanda tókst ekki að skora eftir að hafa tekið snúninginn að þessu sinni. 20:15 - KR-ingar keyra strax á Jón Nordal, vitandi að hann er með fjórar villur. Helgi Magnússon keyrir framhjá honum og skorar. KR 58 - Kef 47. 7:29 eftir af þriðja. 20:12 - Þriðji leikhluti hafinn. 20:10 - Þessi leikur lofar mjög góðu fyrir framhaldið í úrslitakeppninni og hefur verið bráðfjörugur. Grindvíkingar og Snæfellingar þurfa að hafa sig alla við ef þeir ætla að toppa þennan leik í skemmtanagildi annað kvöld. Liðin mætast í fyrsta leik í Grindavík annað kvöld. Þar verður Vísir að sjálfssögðu á staðnum sem og Stöð 2 Sport, sem verður með leikinn í beinni. 20:07 - KR var með betri skotnýtingu innan teigs í fyrri hálfleik (66,7% hjá KR - 42,9% hjá Kef) og vann baráttuna um fráköstin 18-13. Keflvíkingar hafa hinsvegar skorað 8 þrista úr 16 tilraunum (50%) en KR 4 úr 10 tilraunum (40%). 19:57 - Hálfleikur. KR 54 - Keflavík 45. Frábærum fyrri hálfleik er lokið hér í DHL höllinni. Keflvíkingar byrjuðu betur í leiknum en annar leikhlutinn var KR-liðsins. Villuvandræði farin að segja til sín hjá báðum liðum, ekki síst hjá Keflavík. Jón Nordal með fjórar og Sigurður Þorsteinsson með þrjár. Jason Dourisseau og Fannar Ólafsson með þrjár hjá KR. Stigahæstir hjá KR. Jón Arnór 14, Fannar Ólafsson 12, Brynjar Þór og Baldur 6. Stigahæstir hjá Keflavík. Jesse Rosa 16, Gunnar Einarsson 12, Sigurður Þorsteinsson 11 (6 frák). 19:52 - Þá er Sigurður Þorsteinsson hjá Keflavík kominn með þrjár villur en fær að hanga inná. Dómarar hafa dæmt frekar stíft í byrjun eins og sést á villuvandræðum leikmanna. KR-ingar græða frekar á flautugleðinni enda með meiri breidd. 19:50 - Jason og Fannar báðir komnir með þrjár villur hjá KR. Baldur kemur aftur inn í miðjuna í stað Fannars. KR 40 - Kef 34. 3:30 eftir af öðrum leikhluta. 19:46 - KR tekur 8-0 rispu. Þristar frá Brynjari og Helga. KR tekur forystu 38-30 þegar 4:54 eru eftir af fyrri hálfleik. Keflavík tekur leikhlé. 19:43 - Þegar menn eru heitir, þá eru þeir heitir. Gunnar Einarsson setur þrist af spjaldinu og niður. Staðan 30-30. Jón Nordal fær sína fjórðu villu og sparkar í stól á varamannabekk Keflavíkur á leið af velli - stuðningsmönnum KR til lítillar gleði. Þetta var líka fínn stóll. 19:41 - KR 28 - Keflavík 27. Heimamenn byrja betur nú í öðrum leikhlutanum og eru komnir yfir þegar 7:07 eru til hálfleiks. 19:35 - Fyrsta leikhluta lokið. KR 21 - Keflavík 25. Fyrsti leikhlutinn var algjört augnkonfekt. Benedikt Guðmundsson þjálfari KR er eflaust ekki hress með varnarleik sinna manna, en hér eru áhorfendur að fá mikið fyrir peninginn. Jesse Rosa og Gunnar Einarsson með 9 stig hvor fyrir Kef en Jón Arnór með 7 og Baldur Ólafs 6 fyrir KR. 19:28 - Góðir hálsar - úrslitakeppnin hefst hér! Leikhlé tekið þegar 2:50 eru eftir af fyrsta leikhluta og Keflavík leiðir 14-22. Frábær skemmtun hér í DHL höllinni. 19:26 - Ef einhver er klár í þennan leik, er það Gunnar Einarsson. Kappinn er kominn með níu stig, þrjá þrista, í liði Keflavíkur. Keflavík hefur yfir 17-14 þegar 3:30 eru eftir af fyrsta leikhluta. 19:23 - Baldur Ólafsson að eiga gæðamínútur í byrjunarliði KR. Hann er með 6 stig á fyrstu mínútunum en missti reyndar af Sigurði Þorsteinssyni þegar hann var seinn til baka í einni sókninni. Sigurður er líka með 6 stig líkt og Gunnar Einarsson hjá Keflavík. Staðan 10-12 fyrir Kef. 19:21 - Leikur hefst - Leikurinn byrjar mjög fjörlega. Baldur Ólafsson og Darri Hilmarsson eru í byrjunarliði KR. Gestirnir hafa yfir 8-9 þegar 6:29 eru eftir af fyrsta leikhluta. 19:13 - Við hvetjum fólk enn til að mæta á völlinn hér í vesturbænum. Það er enn nóg pláss fyrir aftan körfurnar, en bekkirnir að verða pakkaðir. Koma svo. 19:12 - Leikmenn hafa verið kynntir til leiks. Allt að verða klárt og stuðningsmenn syngja svo hátt að þeir yfirgnæfa þulinn. 19:07 - Það eru stuðningsmenn suðurnesjaliðsins sem ríða á vaðið hér í DHL-höllinni og hrópa "Keflavík, Keflavík" þegar liðið kemur inn á völlinn. Þeir þagna hinsvegar og hlusta þegar plötusnúður KR-inga fer að spila "Jump Around" með House of Pain. Þó það nú væri. Sex mínútur í leik. 19:02 - Gunnar Einarsson hjá Keflavík æfir 12 metra skotin undir dunandi söng Eiríks Haukssonar í laginu Gaggó vest. Flest skotanna fara niður hjá kappanum. Á meðan er Fannar Ólafsson að taka "chestbump" við félaga sína í KR-liðinu og öskra þá í gang. Þetta er fullorðins. 18:57 - Bæði KR og Keflavík unnu einvígi sín í fyrstu umferðinni 2-0. KR vann sigur á Blikum með fádæma yfirburðum, en Keflvíkingar fengu sterkari andstæðing í grönnum sínum í Njarðvík. Þar var Jesse Rosa atkvæðamikill hjá Keflvíkingum og steig nánast beint úr flugvélinni og inn á völlinn. Hann skoraði 44 stig í öðrum leiknum sem Keflavík vann í Ljónagryfjunni. 18:52 - KR og Keflavík eru merkilegt nokk að mætast í fyrsta skipti í úrslitakeppni síðan árið 1997 eins og fram kom á Vísi í dag. Liðin mættust fjórum sinnum í deild og bikar í vetur og vann KR þá alla. KR hefur samt ekki unnið Keflavík í úrslitakeppni síðan árið 1990, en það var í sjálfu úrslitaeinvíginu. 18:46 - Vísir heilsar ykkur á þessu fallega sunnudagskvöldi. Stemmingin í DHL höllinni er rafmögnuð. Það er hálftími í leik en strax orðið þétt í stúkunni. KR-ingar eiga hrós skilið fyrir glæsilega umgjörð og ekki síst fyrir heimsklassa grill sem þeir halda fyrir leikinn. Starfsmenn KR komu rétt í þessu með bakkafylli af borgurum og góðgæti upp í blaðamannastúku, en sá sem þetta ritar verður að láta sér nægja reykinn af réttunum og kaffislettu. Fúlt. Dominos-deild karla Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Varar Luke Littler við Man. United heilkenninu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
KR hefur tekið 1-0 forystu í undanúrslitaeinvíginu við Keflavík í Iceland Express deildinni eftir öruggan 102-74 sigur á heimavelli í fyrsta leik liðanna í kvöld. Vísir var á staðnum og fylgdist með leiknum í beinni textalýsingu. 20:57 Leik lokið. KR 102 - Keflavík 74 20:48 - Jón Arnór er ekki hættur og smellir tveimur þristum á skömmum tíma. Jón er stigahæsti leikmaður KR með 24 stig. Gunnar Einarsson farinn af velli hjá Keflavík með fimm villur og nú þegar þrjár mínútur eru eftir af leiknum fá vindlarnir að spila restina af leiknum. 20:46 - Brynjar Björnsson reynir að trufla Sigurð Þorsteinsson með því að losa reimarnar á skónum hans inn á milli vítaskota. Enginn virtist taka eftir því inni á vellinum. Hressandi. 20:43 - KR 87 - Kef 69. Rúmar fimm mínútur til leiksloka og úrslit leiksins ráðin. Jesse Rosa stigahæstur hjá Keflavík með 23 stig, Gunnar Einarsson 17 og Sigurður Þorsteinsson 16. Jón Anrór er með 18 hjá KR, Helgi Magnússon 16, Fannar 14 og Jason 12. 20:39 - Fannar Ólafsson farinn í bað hjá KR með fimm villur. KR hefur 22 stiga forystu þegar 6:45 eru eftir af leiknum. Staðan 87-65. 20:35 - Jason Dourisseau farinn af velli með fimm villur hjá KR, en það kemur væntanlega ekki að sök úr þessu. KR hefur yfir 82-61. Nokkur hiti að færast í menn hér á lokamínútunum. Hörður Axel var að skora sín fyrstu stig fyrir Keflavík af vítalínunni. 20:30 - Þriðja leikhluta lokið. KR 78 - Keflavík 57 KR-ingar eru allt nema búnir að klára þennan leik. Þeir fóru hamförum í þriðja leikhlutanum og Sigurður Ingimundarson leyfði varamönnum sínum að spila síðustu mínúturnar í leikhlutanum. KR vann þriðja leikhluta 24-12. 20:24 - KR 72 - Kef 52. KR fer hamförum þessa stundina og Keflvíkingar eru komnir í vandræði. 2:16 eftir af þriðja leikhluta. 20:23 - KR 64 - Kef 50. Helgi Magnússon skorar fimm stig í röð og KR komið í ansi vænlega stöðu. 20:20 - Jón Nordal Hafsteinsson er farinn af velli hjá Keflavík með sína fimmtu villu. Nafni hans Stefánsson hjá KR keyrði inn í hann og sótti villu. Slæmt fyrir Keflavík. 20:17 - KR 58 - Kef 47. Iceland Express er að bjóða upp á hinn stórkostlega dagskrárlið "Hringlið" í leikhlé. Þátttakanda tókst ekki að skora eftir að hafa tekið snúninginn að þessu sinni. 20:15 - KR-ingar keyra strax á Jón Nordal, vitandi að hann er með fjórar villur. Helgi Magnússon keyrir framhjá honum og skorar. KR 58 - Kef 47. 7:29 eftir af þriðja. 20:12 - Þriðji leikhluti hafinn. 20:10 - Þessi leikur lofar mjög góðu fyrir framhaldið í úrslitakeppninni og hefur verið bráðfjörugur. Grindvíkingar og Snæfellingar þurfa að hafa sig alla við ef þeir ætla að toppa þennan leik í skemmtanagildi annað kvöld. Liðin mætast í fyrsta leik í Grindavík annað kvöld. Þar verður Vísir að sjálfssögðu á staðnum sem og Stöð 2 Sport, sem verður með leikinn í beinni. 20:07 - KR var með betri skotnýtingu innan teigs í fyrri hálfleik (66,7% hjá KR - 42,9% hjá Kef) og vann baráttuna um fráköstin 18-13. Keflvíkingar hafa hinsvegar skorað 8 þrista úr 16 tilraunum (50%) en KR 4 úr 10 tilraunum (40%). 19:57 - Hálfleikur. KR 54 - Keflavík 45. Frábærum fyrri hálfleik er lokið hér í DHL höllinni. Keflvíkingar byrjuðu betur í leiknum en annar leikhlutinn var KR-liðsins. Villuvandræði farin að segja til sín hjá báðum liðum, ekki síst hjá Keflavík. Jón Nordal með fjórar og Sigurður Þorsteinsson með þrjár. Jason Dourisseau og Fannar Ólafsson með þrjár hjá KR. Stigahæstir hjá KR. Jón Arnór 14, Fannar Ólafsson 12, Brynjar Þór og Baldur 6. Stigahæstir hjá Keflavík. Jesse Rosa 16, Gunnar Einarsson 12, Sigurður Þorsteinsson 11 (6 frák). 19:52 - Þá er Sigurður Þorsteinsson hjá Keflavík kominn með þrjár villur en fær að hanga inná. Dómarar hafa dæmt frekar stíft í byrjun eins og sést á villuvandræðum leikmanna. KR-ingar græða frekar á flautugleðinni enda með meiri breidd. 19:50 - Jason og Fannar báðir komnir með þrjár villur hjá KR. Baldur kemur aftur inn í miðjuna í stað Fannars. KR 40 - Kef 34. 3:30 eftir af öðrum leikhluta. 19:46 - KR tekur 8-0 rispu. Þristar frá Brynjari og Helga. KR tekur forystu 38-30 þegar 4:54 eru eftir af fyrri hálfleik. Keflavík tekur leikhlé. 19:43 - Þegar menn eru heitir, þá eru þeir heitir. Gunnar Einarsson setur þrist af spjaldinu og niður. Staðan 30-30. Jón Nordal fær sína fjórðu villu og sparkar í stól á varamannabekk Keflavíkur á leið af velli - stuðningsmönnum KR til lítillar gleði. Þetta var líka fínn stóll. 19:41 - KR 28 - Keflavík 27. Heimamenn byrja betur nú í öðrum leikhlutanum og eru komnir yfir þegar 7:07 eru til hálfleiks. 19:35 - Fyrsta leikhluta lokið. KR 21 - Keflavík 25. Fyrsti leikhlutinn var algjört augnkonfekt. Benedikt Guðmundsson þjálfari KR er eflaust ekki hress með varnarleik sinna manna, en hér eru áhorfendur að fá mikið fyrir peninginn. Jesse Rosa og Gunnar Einarsson með 9 stig hvor fyrir Kef en Jón Arnór með 7 og Baldur Ólafs 6 fyrir KR. 19:28 - Góðir hálsar - úrslitakeppnin hefst hér! Leikhlé tekið þegar 2:50 eru eftir af fyrsta leikhluta og Keflavík leiðir 14-22. Frábær skemmtun hér í DHL höllinni. 19:26 - Ef einhver er klár í þennan leik, er það Gunnar Einarsson. Kappinn er kominn með níu stig, þrjá þrista, í liði Keflavíkur. Keflavík hefur yfir 17-14 þegar 3:30 eru eftir af fyrsta leikhluta. 19:23 - Baldur Ólafsson að eiga gæðamínútur í byrjunarliði KR. Hann er með 6 stig á fyrstu mínútunum en missti reyndar af Sigurði Þorsteinssyni þegar hann var seinn til baka í einni sókninni. Sigurður er líka með 6 stig líkt og Gunnar Einarsson hjá Keflavík. Staðan 10-12 fyrir Kef. 19:21 - Leikur hefst - Leikurinn byrjar mjög fjörlega. Baldur Ólafsson og Darri Hilmarsson eru í byrjunarliði KR. Gestirnir hafa yfir 8-9 þegar 6:29 eru eftir af fyrsta leikhluta. 19:13 - Við hvetjum fólk enn til að mæta á völlinn hér í vesturbænum. Það er enn nóg pláss fyrir aftan körfurnar, en bekkirnir að verða pakkaðir. Koma svo. 19:12 - Leikmenn hafa verið kynntir til leiks. Allt að verða klárt og stuðningsmenn syngja svo hátt að þeir yfirgnæfa þulinn. 19:07 - Það eru stuðningsmenn suðurnesjaliðsins sem ríða á vaðið hér í DHL-höllinni og hrópa "Keflavík, Keflavík" þegar liðið kemur inn á völlinn. Þeir þagna hinsvegar og hlusta þegar plötusnúður KR-inga fer að spila "Jump Around" með House of Pain. Þó það nú væri. Sex mínútur í leik. 19:02 - Gunnar Einarsson hjá Keflavík æfir 12 metra skotin undir dunandi söng Eiríks Haukssonar í laginu Gaggó vest. Flest skotanna fara niður hjá kappanum. Á meðan er Fannar Ólafsson að taka "chestbump" við félaga sína í KR-liðinu og öskra þá í gang. Þetta er fullorðins. 18:57 - Bæði KR og Keflavík unnu einvígi sín í fyrstu umferðinni 2-0. KR vann sigur á Blikum með fádæma yfirburðum, en Keflvíkingar fengu sterkari andstæðing í grönnum sínum í Njarðvík. Þar var Jesse Rosa atkvæðamikill hjá Keflvíkingum og steig nánast beint úr flugvélinni og inn á völlinn. Hann skoraði 44 stig í öðrum leiknum sem Keflavík vann í Ljónagryfjunni. 18:52 - KR og Keflavík eru merkilegt nokk að mætast í fyrsta skipti í úrslitakeppni síðan árið 1997 eins og fram kom á Vísi í dag. Liðin mættust fjórum sinnum í deild og bikar í vetur og vann KR þá alla. KR hefur samt ekki unnið Keflavík í úrslitakeppni síðan árið 1990, en það var í sjálfu úrslitaeinvíginu. 18:46 - Vísir heilsar ykkur á þessu fallega sunnudagskvöldi. Stemmingin í DHL höllinni er rafmögnuð. Það er hálftími í leik en strax orðið þétt í stúkunni. KR-ingar eiga hrós skilið fyrir glæsilega umgjörð og ekki síst fyrir heimsklassa grill sem þeir halda fyrir leikinn. Starfsmenn KR komu rétt í þessu með bakkafylli af borgurum og góðgæti upp í blaðamannastúku, en sá sem þetta ritar verður að láta sér nægja reykinn af réttunum og kaffislettu. Fúlt.
Dominos-deild karla Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Varar Luke Littler við Man. United heilkenninu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira