Wade með enn einn stórleikinn og sigurkörfuna - Lakers tapaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2009 08:47 Dwyane Wade átti enn einn stórleikinn í nótt. Mynd/GettyImages Dwyane Wade tryggði Miami 130-127 sigur á Chicago Bulls í tvíframlengdum leik í NBA-deildinni í nótt þegar hann kórónaði enn einn stórleik sinn með þriggja stiga sigurkörfu um leið og leiktíminn rann út. Dwyane Wade skoraði 48 stig og gaf 12 stoðsendingar í leiknum en hann hitti úr 15 af 21 skoti sínu. Í lokin stal hann boltanum af John Salmons þegar þrjár sekúndur voru eftir, þaut upp völlinn og setti niður þriggja stiga skot á mikilli ferð rétt áður en leiktíminn rann út. "Hr. Dwyane Tyrone Wade yngri, ef hann er ekki orðinn kandídat fyrir að vera kosinn besti leikmaður deildarinnar, þá veit ég ekki hvað hann þarf að gera," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami eftir leikinn. Wade hafði einnig endað fyrri hálfleikinn á þriggja stiga körfu nálægt miðlínunni og að auki tryggt Miami framlengingu þegar aðeins 11,5 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma. Sigur Miami þýðir að liðið er einum og hálfum leik á eftir Atlanta í baráttunni um 4. sætið inn í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Næstir á eftir Wade í stigaskorun voru Michael Beasley með 18 stig og Mario Chalmers með 17 stig. Ben Gordon skoraði 43 stig fyrir Chicago, John Salmons var með 29 stig og Derrick Rose skoraði 23 stig. Portland vann tólfta heimasigurinn í röð þegar liðið lagði Los Angeles Lakers 111-94. Brandon Roy skoraði 27 stig fyrir Portland sem varð fyrir áfalli þegar Rudy Fernandez lenti illa eftir harkalegt brot. Fernandez var borinn útaf á sjúkrabörum og með hálskraga. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 26 stig. Sjö leikja sigurganga New Orleans endaði í Atlanta en heimamenn í Hawks unnu 89-79 í leik liðanna í nótt. Joe Johnson var með 30 stig fyrir Atlanta og það dugði ekki Hornets að Chris Paul var með 24 stig og 10 stoðsendingar eða að David West bætti við 16 stigum og 20 fráköstum. Richard Hamilton var frábær í 98-94 sigri Detroit Pistons á Orlando Magic en hann var með 29 stig og 14 stoðsendingar í leiknum. Detoit lék án Allen Iverson sjötta leikinn í röð en liðið hefur unnið fimm af þessum sex leikjum. Antonio McDyess var með 13 stig og 18 fráköst en Detroit hefur tak á Orlando því þetta var þriðji sigur liðsins í þremur leikjum á móti Magic í vetur. Houston vann 97-95 útisigur á Denver þar sem Ron Artest skoraði 22 stig fyrir Houston. Það hefur lítið gengið hjá Houston eftir Stjörnuleikshelgina en liðið hafði tapað 8 af síðustu 11 leikjum fyrir þennan leik. Caron Butler átti flottan leik þegar Washington vann 110-99 útisigur á Minnesota Timberwolves. Butler var með 27 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum. Bæði liðin höfðu tapað samanlagt 14 leikjum í röð fyrir leikinn. NBA Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Varar Luke Littler við Man. United heilkenninu Sport „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Handbolti „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
Dwyane Wade tryggði Miami 130-127 sigur á Chicago Bulls í tvíframlengdum leik í NBA-deildinni í nótt þegar hann kórónaði enn einn stórleik sinn með þriggja stiga sigurkörfu um leið og leiktíminn rann út. Dwyane Wade skoraði 48 stig og gaf 12 stoðsendingar í leiknum en hann hitti úr 15 af 21 skoti sínu. Í lokin stal hann boltanum af John Salmons þegar þrjár sekúndur voru eftir, þaut upp völlinn og setti niður þriggja stiga skot á mikilli ferð rétt áður en leiktíminn rann út. "Hr. Dwyane Tyrone Wade yngri, ef hann er ekki orðinn kandídat fyrir að vera kosinn besti leikmaður deildarinnar, þá veit ég ekki hvað hann þarf að gera," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami eftir leikinn. Wade hafði einnig endað fyrri hálfleikinn á þriggja stiga körfu nálægt miðlínunni og að auki tryggt Miami framlengingu þegar aðeins 11,5 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma. Sigur Miami þýðir að liðið er einum og hálfum leik á eftir Atlanta í baráttunni um 4. sætið inn í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Næstir á eftir Wade í stigaskorun voru Michael Beasley með 18 stig og Mario Chalmers með 17 stig. Ben Gordon skoraði 43 stig fyrir Chicago, John Salmons var með 29 stig og Derrick Rose skoraði 23 stig. Portland vann tólfta heimasigurinn í röð þegar liðið lagði Los Angeles Lakers 111-94. Brandon Roy skoraði 27 stig fyrir Portland sem varð fyrir áfalli þegar Rudy Fernandez lenti illa eftir harkalegt brot. Fernandez var borinn útaf á sjúkrabörum og með hálskraga. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 26 stig. Sjö leikja sigurganga New Orleans endaði í Atlanta en heimamenn í Hawks unnu 89-79 í leik liðanna í nótt. Joe Johnson var með 30 stig fyrir Atlanta og það dugði ekki Hornets að Chris Paul var með 24 stig og 10 stoðsendingar eða að David West bætti við 16 stigum og 20 fráköstum. Richard Hamilton var frábær í 98-94 sigri Detroit Pistons á Orlando Magic en hann var með 29 stig og 14 stoðsendingar í leiknum. Detoit lék án Allen Iverson sjötta leikinn í röð en liðið hefur unnið fimm af þessum sex leikjum. Antonio McDyess var með 13 stig og 18 fráköst en Detroit hefur tak á Orlando því þetta var þriðji sigur liðsins í þremur leikjum á móti Magic í vetur. Houston vann 97-95 útisigur á Denver þar sem Ron Artest skoraði 22 stig fyrir Houston. Það hefur lítið gengið hjá Houston eftir Stjörnuleikshelgina en liðið hafði tapað 8 af síðustu 11 leikjum fyrir þennan leik. Caron Butler átti flottan leik þegar Washington vann 110-99 útisigur á Minnesota Timberwolves. Butler var með 27 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum. Bæði liðin höfðu tapað samanlagt 14 leikjum í röð fyrir leikinn.
NBA Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Varar Luke Littler við Man. United heilkenninu Sport „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Handbolti „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira